Parker-geimfarinu skotið á loft Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2018 07:02 Delta IV -eldflaugin þegar hún hóf sig á loft frá skotpallinum á Canaveral-höfða í morgun. Vísir/AP Bandaríska geimvísindastofnunin NASA skaut Parker-sólarkannanum á loft nú í morgun eftir að fresta þurfti geimskoti í gær vegna tæknilegra örðugleika. Geimfarið er nú á leið til sólarinnar þar sem það mun verja næstu sjö árunum. Parker var skotið á loft með Delta IV-eldflaug frá skotpalli á Canaveral-höfða á Flórída klukkan 7:31 í morgun. Allt virðist hafa gengið að óskum. Markmiðið með Parker-leiðangrinum er að rannsaka sólina okkar, kórónu hennar og sólvindinn svonefnda. Parker mun eyða næstu sjö árum á braut um sólina og hætta sér nær henni en nokkuð geimfar hefur gert áður. Vísindamenn vonast til þess að gögnin sem Parker mun safna geti hjálpað þeim að spá fyrir um svonefnda sólstorma þegar hlaðnar agnir þeytast frá sólinni út í sólkerfið. Þær geta ekki aðeins raskað fjarskipta- og rafeindakerfum á jörðinni heldur geta þær einnig haft áhrif á geimfara í mönnuðum leiðöngrum. Fréttin var uppfærð eftir geimskotið. 3-2-1… and we have liftoff of Parker #SolarProbe atop @ULAlaunch's #DeltaIV Heavy rocket. Tune in as we broadcast our mission to “touch” the Sun: https://t.co/T3F4bqeATB pic.twitter.com/Ah4023Vfvn— NASA (@NASA) August 12, 2018 Tækni Vísindi Geimurinn Sólin Tengdar fréttir Sólfari NASA skotið á loft um helgina Parker-sólfarið á að fara nær sólinni og ferðast hraðar en nokkuð annað geimfar hefur gert áður. 9. ágúst 2018 16:15 Geimskoti Parker-sólfarsins frestað til morguns Til stóð að skjóta geimfari á loft í átt að sólinni nú í morgun. 11. ágúst 2018 07:58 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA skaut Parker-sólarkannanum á loft nú í morgun eftir að fresta þurfti geimskoti í gær vegna tæknilegra örðugleika. Geimfarið er nú á leið til sólarinnar þar sem það mun verja næstu sjö árunum. Parker var skotið á loft með Delta IV-eldflaug frá skotpalli á Canaveral-höfða á Flórída klukkan 7:31 í morgun. Allt virðist hafa gengið að óskum. Markmiðið með Parker-leiðangrinum er að rannsaka sólina okkar, kórónu hennar og sólvindinn svonefnda. Parker mun eyða næstu sjö árum á braut um sólina og hætta sér nær henni en nokkuð geimfar hefur gert áður. Vísindamenn vonast til þess að gögnin sem Parker mun safna geti hjálpað þeim að spá fyrir um svonefnda sólstorma þegar hlaðnar agnir þeytast frá sólinni út í sólkerfið. Þær geta ekki aðeins raskað fjarskipta- og rafeindakerfum á jörðinni heldur geta þær einnig haft áhrif á geimfara í mönnuðum leiðöngrum. Fréttin var uppfærð eftir geimskotið. 3-2-1… and we have liftoff of Parker #SolarProbe atop @ULAlaunch's #DeltaIV Heavy rocket. Tune in as we broadcast our mission to “touch” the Sun: https://t.co/T3F4bqeATB pic.twitter.com/Ah4023Vfvn— NASA (@NASA) August 12, 2018
Tækni Vísindi Geimurinn Sólin Tengdar fréttir Sólfari NASA skotið á loft um helgina Parker-sólfarið á að fara nær sólinni og ferðast hraðar en nokkuð annað geimfar hefur gert áður. 9. ágúst 2018 16:15 Geimskoti Parker-sólfarsins frestað til morguns Til stóð að skjóta geimfari á loft í átt að sólinni nú í morgun. 11. ágúst 2018 07:58 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Sólfari NASA skotið á loft um helgina Parker-sólfarið á að fara nær sólinni og ferðast hraðar en nokkuð annað geimfar hefur gert áður. 9. ágúst 2018 16:15
Geimskoti Parker-sólfarsins frestað til morguns Til stóð að skjóta geimfari á loft í átt að sólinni nú í morgun. 11. ágúst 2018 07:58