Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hópur vísindamanna hefur fundið sterkar vísbendingar um að líf sé til á öðrum plánetum. Finnist fleiri vísbendingar verður hægt að staðfesta að líf í vetrarbrautinni sé algengt að sögn prófessors. Erlent 17.4.2025 15:56
Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Stjörnufræðingar sem rannsökuðu óvanalegt tvístirni voru furðu lostnir þegar þeir uppgötvuðu fyrir tilviljun reikistjörnu á braut sem liggur hornrétt á sporbraut stjarnanna. Þetta er í fyrsta skipti sem slík reikistjarna finnst en tilgátur voru um að þær gætu verið að finna í alheiminum. Erlent 16.4.2025 18:00
Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Góðar líkur eru á því að norðurljósin sæki landann heim í kvöld. Kröftugur segulstormur geisar um jörðina vegna kórónugoss sem varð á sólinni fyrir þremur dögum og varpaði orkuríkum sólvindi til jarðarinnar. Innlent 16.4.2025 17:45
Sólmyrkvi á laugardaginn Deildarmyrkvi á sólu verður vel sjáanlegur frá Íslandi á laugardag, verði veður hagstætt. Þetta er síðasti deildarmyrkvinn sem sýnilegur er hér á landi fyrir almyrkvann í ágúst 2026. Innlent 27. mars 2025 21:57
Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Óvenjuleg segulljós Neptúnusar hafa verið mynduð í fyrsta skipti með James Webb-geimsjónaukanum. Athuganirnar leiddu einnig í ljós að efsti hluti lofthjúps reikistjörnunnar hefur kólnað um hundruð gráða. Erlent 27. mars 2025 14:15
Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Könnunarfarið Curiosity, sem er statt á yfirborð Mars, hefur fundið stærstu lífrænu sameindirnar hingað til. Fundurinn gefur til kynna að líffræðilegir ferlar hafi verið komnir lengra á Mars en áður hefur verið talið. Erlent 25. mars 2025 23:20
Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Geimfararnir Suni Williams og Butch Wilmore lentu örugglega undan ströndum Flórída í Bandaríkjunum í nótt, eftir níu mánaða dvöl í Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS). Erlent 19. mars 2025 07:48
Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Geimfararnir Sunita Williams og Barry „Butch“ Wilmore eru loksins á leið heim eftir að hafa verið föst um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS) í níu mánuði. Erlent 18. mars 2025 08:23
Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna og SpaceX skutu í gærkvöldi fjórum geimförum af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, þar sem þeir eiga að leysa af hólmi tvo geimfara sem verið nokkurs konar strandaglópar í geimstöðinni í níu mánuði. Erlent 15. mars 2025 09:59
Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Ólíklegt er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu og vestari hluta landsins muni geta séð tunglmyrkvann sem á sér stað snemma í fyrramálið. Almyrkvinn verður í hámarki klukkan 6:59 í fyrramálið en sést ekki í heild sinni frá Íslandi þar sem tunglið sest áður en honum lýkur. Veður 13. mars 2025 22:02
Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Íslendingar geta séð hluta af almyrkva á tungli ef veður leyfir snemma að morgni föstudags. Almyrkvinn verður í hámarki klukkan 6:29 um morguninn en sést ekki í heild sinni frá Íslandi þar sem tunglið sest áður en honum lýkur. Innlent 12. mars 2025 09:03
Annað Starship sprakk í loft upp Annað tilraunaskot Starship-geimskips SpaceX í röð misheppnaðist í gærkvöldi. Geimskipið sprakk skömmu eftir geimskotið og dreifðist brakið úr því í háloftunum yfir Flórída og Karíbahafinu þar sem það brann, með tilheyrandi sjónarspili. Erlent 7. mars 2025 10:35
Katy Perry fer út í geim Stórstjarnan Katy Perry verður hluti áhafnar sögulegs geimflugs Blue Origin, geimflugfélags Jeffs Bezos. Flugið verður sögulegt fyrir þær sakir að um borð í geimflauginni verða eingöngu konur. Lífið 27. febrúar 2025 15:26
Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Starfsmenn SpaceX, Geimvísíndastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og fyrirtækisins Intuitive Machines ætla að senda lendingarfar af stað til tunglsins í kvöld. Þetta er annað slíka lendingarfar IM en það síðasta var fyrsta bandaríska geimfarið sem lenti á tunglinu í rúma hálfa öld. Erlent 26. febrúar 2025 23:03
Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Nýjar athuganir benda til þess að líkurnar á því að smástirni sem grannt hefur verið fylgst með rekist á jörðina séu nánast engar. Um tíma voru líkurnar á árekstri metnar þær mestu sem nokkru sinni hafa mælst fyrir smástirni af þessari stærð. Erlent 25. febrúar 2025 10:42
Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Hætta er á að Íslendingar missi af meiriháttar tækifæri með því að gera ekki ráðstafanir til þess að taka við ferðamönnum þegar almyrkvi á sólu sést hér á næsta ári, að mati fjármálaráðgjafa. Gistipláss og bílaleigubílar séu þegar fullbókaðir en lítið beri á undirbúningi fyrir aðsóknina. Viðskipti innlent 10. febrúar 2025 10:37
Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Í síðustu viku hringdi vinkona mín í mig með athyglisverða sögu. Hún sagðist hafa verið í afmæli og hitt fyrir mann sem talaði ekki um annað en UFO. Skoðun 2. febrúar 2025 11:32
Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Skotvindur á fjarlægri fjarreikistjörnu er sá sterkasti sem nokkru sinni hefur mælst, yfir níu kílómetrar á sekúndu. Ný tækni er sögð gera stjörnufræðingum kleift að gera nákvæmari athuganir á veðri á fjarreikistjörnum á næstu árum. Erlent 21. janúar 2025 13:03
Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Starfsmenn geimfyrirtækisins SpaceX gerðu í gærkvöldi nýja tilraun með Starship geimfarið og eldflaugina Super Heavy. Geimskotið fór vel af stað en nokkrum mínútum eftir aðskilnað Starship og Super Heavy í háloftunum sprakk geimskipið í loft upp og leiddi það til mikils sjónarspils. Erlent 17. janúar 2025 09:27
Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursins Jeffs Bezos, sendi í morgun geimfar á braut um jörðu í fyrsta sinn, nærri því aldarfjórðungi eftir að fyrirtækið var stofnað. Það var gert með eldflauginni New Glenn eftir að fyrsta geimskoti hennar hafði ítrekað verið frestað. Erlent 16. janúar 2025 10:14
Tvö geimför á leið til tunglsins Starfsmenn SpaceX skutu í morgun tveimur lendingarförum í einkaeigu af stað til tunglsins. Annað geimfarið er í eigu bandarísks fyrirtækisins og hitt í eigu japansks fyrirtækis en geimskotið virðist hafa heppnast vel. Erlent 15. janúar 2025 10:05
Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Forsvarsmenn einnar umsvifamestu stjörnuathuganastöðvar heims vara við því að fyrirhuguð rafeldsneytisverksmiðja eigi eftir að spilla einum af fáum stöðum á jörðinni þar sem sést í ósnortinn stjörnuhimininn. Ljósmengun frá verksmiðjunni eigi eftir að trufla athuganir sjónauka í Atacama-eyðimörkinni. Erlent 10. janúar 2025 07:02
Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að til standi að fara nýjar leiðir til að sækja jarðvegssýni til Mars. Vonast er til þess að þannig megi sækja sýnin fyrr og koma þeim til jarðar ódýrar en áður. Fyrirhugaður kostnaður við verkefnið hafði hækkað í ellefu milljarða dala. Erlent 8. janúar 2025 13:59
Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Krúnudjásn sólkerfisins, hringir Satúrnusar, hverfa sjónum manna í mars. Þeir verða þó aðeins „horfnir“ í nokkra daga. Fyrirbærið á sér stað á um fimmtán ára fresti þegar sjónlína frá jörðinni er beint á rönd hringanna. Erlent 2. janúar 2025 15:22