Vikuveiði upp á 635 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 11. ágúst 2018 08:38 Það er flott veiði í Rangánum þetta sumarið. Mynd: ranga.is Eystri Rangá er á flugi þetta sumarið eftir rólegt sumar í fyrra en tölurnar sem við erum að sjá úr vikuveiðinni eru ævintýralegar. Heildarveiðin í ánni var rétt búin að slíta 1.000 löxum á sama tíma í fyrra en er núna komin yfir 2.000 laxa og dettur fljótlega í 2.500 laxa en það gæti gerst í þessari viku. Veiðin í síðustu viku var 635 laxar og þeir sem hafa verið við Eystri þessa daga segja að sumir hyljirnir séu bara fullir af laxi og varla hægt annað en að setja í lax við þá staði. Það hafa verið feykna góðar göngur í ána og laxinn er vel haldinn ansi tökuglaður að manni sýnist. Þetta minnir óneitanlega á sumrin þegar áin hefur verið að skila sinni bestu veiði en þá hefur oft verið gott skot af tveggja ára laxi framan af en svo hafa komið feyki sterkar göngur af eins árs laxi síðsumars eins og núna. Laxinn hefur á svona sumrum oft verið að ganga fram í lok september svo það er bæði nóg eftir af veiðitímanum til að áin klári þetta sumar með glæsibrag. Mest lesið Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Veiðistaðakynning við Sog Bíldsfell á sunnudaginn Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði
Eystri Rangá er á flugi þetta sumarið eftir rólegt sumar í fyrra en tölurnar sem við erum að sjá úr vikuveiðinni eru ævintýralegar. Heildarveiðin í ánni var rétt búin að slíta 1.000 löxum á sama tíma í fyrra en er núna komin yfir 2.000 laxa og dettur fljótlega í 2.500 laxa en það gæti gerst í þessari viku. Veiðin í síðustu viku var 635 laxar og þeir sem hafa verið við Eystri þessa daga segja að sumir hyljirnir séu bara fullir af laxi og varla hægt annað en að setja í lax við þá staði. Það hafa verið feykna góðar göngur í ána og laxinn er vel haldinn ansi tökuglaður að manni sýnist. Þetta minnir óneitanlega á sumrin þegar áin hefur verið að skila sinni bestu veiði en þá hefur oft verið gott skot af tveggja ára laxi framan af en svo hafa komið feyki sterkar göngur af eins árs laxi síðsumars eins og núna. Laxinn hefur á svona sumrum oft verið að ganga fram í lok september svo það er bæði nóg eftir af veiðitímanum til að áin klári þetta sumar með glæsibrag.
Mest lesið Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Veiðistaðakynning við Sog Bíldsfell á sunnudaginn Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði