Bubbi og Dimma sameinuð á ný Benedikt Bóas skrifar 11. ágúst 2018 10:00 "Þetta verkefni núna er bara gert af ást og virðingu og vináttu. Við þurfum þetta ekkert, og hann þarf þetta ekkert. Við bara elskum að spila saman,“ segir Birgir Jónsson trommuleikari sem hér stendur í miðjunni. Mynd/Spessi Það er alveg líklegt að við tökum eitthvað nýtt en annars verður fókusinn á Utangarðsmenn, Das Kapital, Egó, þetta rokkstöff sem við allir dýrkum,“ segir Birgir Jónsson, trommarinn taktfasti í Dimmu, en hljómsveitin hefur verið að æfa með Bubba Morthens að undanförnu og dusta rykið af farsælu sambandi. Bubbi og Dimma ætla að spila á nokkrum tónleikum og verður miðasala opnuð á mánudag. Þeir ætla ekki að taka einhverja stórtónleika heldur staði þar sem er heitt og svolítið sveitt. „Við ákváðum að taka smá snúning sem byrjar á Menningarnótt. Fljótlega kviknaði hugmyndin um að fara að gera nýtt efni líka. Eitthvað frumsamið sem við myndum jafnvel gefa út en án allrar pressu. Við ætlum ekki að skuldbinda okkur neitt, kannski kemur plata og kannski eitt lag og kannski ekkert. Þegar allir eru sáttir þá gerist eitthvað,“ segir Birgir. Hann segir að þegar þeir komi saman gerist einhverjir töfrar en allir séu þeir æfinganördar sem elski fátt meira en að telja í. „Við æfðum á hverjum degi í þrjá mánuði fyrir giggið í Hörpu. Alltaf kl. 17 og á laugardagsmorgnum kl 10. Í öllu því ferli skapaðist einhver fílingur og vinskapur sem hefur haldist. Þetta er eiginlega of skemmtilegt til að láta þetta ekki rúlla aðeins lengur.“ Birgir segir að nýja efnið sé svolítið af gamla skólanum og hann sé sáttur við það sem hefur fengið að hljóma á æfingunum sem taka á flesta nema Bubba. Hann blæs varla úr nös. „Bubbi er eins og þrítugur íþróttamaður. Hann er kjarnorkuver, þessi maður. Maður er enn að komast yfir það hverslags forréttindi það eru að flytja lögin hans með honum sjálfum. Hann er einn merkilegasti listamaður þjóðarinnar og maður byrjaði að pikka upp Fjöllin hafa vakað og Hiroshima þegar maður var tíu ára enda samdi hann nánast alla íslensku rokkbiblíuna.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Það er alveg líklegt að við tökum eitthvað nýtt en annars verður fókusinn á Utangarðsmenn, Das Kapital, Egó, þetta rokkstöff sem við allir dýrkum,“ segir Birgir Jónsson, trommarinn taktfasti í Dimmu, en hljómsveitin hefur verið að æfa með Bubba Morthens að undanförnu og dusta rykið af farsælu sambandi. Bubbi og Dimma ætla að spila á nokkrum tónleikum og verður miðasala opnuð á mánudag. Þeir ætla ekki að taka einhverja stórtónleika heldur staði þar sem er heitt og svolítið sveitt. „Við ákváðum að taka smá snúning sem byrjar á Menningarnótt. Fljótlega kviknaði hugmyndin um að fara að gera nýtt efni líka. Eitthvað frumsamið sem við myndum jafnvel gefa út en án allrar pressu. Við ætlum ekki að skuldbinda okkur neitt, kannski kemur plata og kannski eitt lag og kannski ekkert. Þegar allir eru sáttir þá gerist eitthvað,“ segir Birgir. Hann segir að þegar þeir komi saman gerist einhverjir töfrar en allir séu þeir æfinganördar sem elski fátt meira en að telja í. „Við æfðum á hverjum degi í þrjá mánuði fyrir giggið í Hörpu. Alltaf kl. 17 og á laugardagsmorgnum kl 10. Í öllu því ferli skapaðist einhver fílingur og vinskapur sem hefur haldist. Þetta er eiginlega of skemmtilegt til að láta þetta ekki rúlla aðeins lengur.“ Birgir segir að nýja efnið sé svolítið af gamla skólanum og hann sé sáttur við það sem hefur fengið að hljóma á æfingunum sem taka á flesta nema Bubba. Hann blæs varla úr nös. „Bubbi er eins og þrítugur íþróttamaður. Hann er kjarnorkuver, þessi maður. Maður er enn að komast yfir það hverslags forréttindi það eru að flytja lögin hans með honum sjálfum. Hann er einn merkilegasti listamaður þjóðarinnar og maður byrjaði að pikka upp Fjöllin hafa vakað og Hiroshima þegar maður var tíu ára enda samdi hann nánast alla íslensku rokkbiblíuna.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“