Íslenski boltinn

Breiðablik mistókst að ná fjögurra stiga forskoti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Berglind var á skotskónum á gamla heimavellinum í dag.
Berglind var á skotskónum á gamla heimavellinum í dag. vísir/ernir
Breiðablik mistókst að ná fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna er liðið gerði 1-1 jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum.

Fyrsta mark leiksins kom á 32. mínútu er Breiðablik komst yfir. Markið skoraði Eyjastelpan Berglind Björg Þorvalsdóttir eftir undirbúning Öglu Maríu Albertsdóttur.

1-0 fyrir Breiðablik í hálfleik en tíu mínútum fyrir leikslok jafnaði Cloé Lacasse fyrir ÍBV. Lokatölur 1-1 og dýr stig í súginn hjá toppliði Breiðabliks.

Þór/KA tapaði fyrir KR í þessari sömu umferð svo Blikarnir gátu náð fjögurra stiga forskoti en er nú með tveggja stiga forskot á toppnum.

ÍBV er í fimmta sæti deildarinnar með fimmtán stig en úrslit og markaskorarar eru fengnir frá Fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×