Fannst vanta meðgönguapp á íslensku fyrir verðandi foreldra Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 11:30 Forritið mun eflaust gagnast mörgum verðandi foreldrum hér á landi. vísir/getty Verðandi foreldrar hér á landi hafa nú kost á því að nálgast meðgöngusnjallforrit á íslensku. Slík forrit njóta mikilla vinsælda og er þar hægt að fylgjast með þroska barnsins á meðgöngu, fá góð ráð og svör við algengum spurningum tengdum meðgöngu og fæðingu. Signý Dóra Harðardóttir ljósmóðir á fósturgreiningardeild Landspítalans og Elísabet Ósk Vigfúsdóttir ljósmóðir á göngudeild mæðraverndar ræddu forritið sitt Ljósan í Brennslunni á FM957 í vikunni. „Við höfum báðar upplifað við Signý að foreldrar eru að notast við erlend meðgönguöpp sem að standast ekkert leiðbeiningar Landlæknisembættis Íslands,“ útskýrir Elísabet. „Fólk er að nota þetta til þess að fylgjast með meðgöngulengdinni og finna upplýsingar um það hvað það getur vænst á hvaða tíma meðgöngu, alls konar kvillar sem geta komið upp og hvert á að leita,“ segir Signý. „Þetta er vika fyrir vika og svo er yfirlit yfir mæðraverndina. Hvað er gert í mæðraskoðun, hvenær áttu að fara í mæðraskoðun.“ Signý segir að verðandi foreldrar hér á landi séu mjög ánægðir með forritið. „Þetta hjálpar mjög mikið og þetta fækkar kannski aðeins spurningum sem fólk hefur, það er búið að fræðast fyrirfram og þarf ekki að googla eins mikið kannski.“Bjargráð við meðgöngukvillum „Við erum líka með ýmsa áhættuþætti sem að foreldrar geta þá til dæmis ef við nefnum minnkaðar hreyfingar, þá er til þarna smá kafli um minnkaðar hreyfingar og hvað móðirin á að fylgjast með og hvenær hún á að leita til ljósmóður,“ segir Elísabet. Þær benda á að appið sé samt auðvitað líka fyrir feður, ekki bara mæður. „Það er alveg heill kafli um meðgöngukvilla og þar getur maður fengið alveg fullt af bjargráðum, hvað maður getur gert til dæmis við bjúg eða sinadrátt.“ Einnig er fjallað um andlega líðan á meðgöngu, sem er ekki síður mikilvæg en sú líkamlega. Mæðraverndarheimsóknir, sónarskoðanir og læknisheimsóknir á meðgöngu eru öðruvísi settar upp hér á landi en erlendis, svo þetta app ætti að gefa foreldrum nákvæmari mynd af ferlinu hér á landi heldur en Bandarísk forrit. „Appið heitir Ljósan og það er eiginlega mjög mikilvægt að taka það fram að viðmótið sem kemur upp er nefnilega erlent, annaðhvort Pregnant eða Gravid eða ófrísk á dönsku.“ Þær Elísabet og Signý tóku að sér þetta verkefni launalaust í sínum frítíma með stuðningi frá Ljósmæðrafélagi Íslands. Verkefnið var unnið í samstarfi við danska ljósmæðrafélagið og er þetta því íslensk útgáfa af dönsku vinsælu forriti. „Grunnurinn var til, beinagrindin, við bara þýddum það og uppfærðum eftir okkar íslenska kerfi.“ Þegar verðandi foreldrar sækja forritið og skrá sig inn velja þau tungumál og kemur þar Íslenska upp sem valmöguleiki. Þá verður allt viðmót og efni forritsins á íslensku. „Það er nóg að skrifa Ljósan, þá er þetta fyrsta appið sem kemur upp.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan: Börn og uppeldi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Verðandi foreldrar hér á landi hafa nú kost á því að nálgast meðgöngusnjallforrit á íslensku. Slík forrit njóta mikilla vinsælda og er þar hægt að fylgjast með þroska barnsins á meðgöngu, fá góð ráð og svör við algengum spurningum tengdum meðgöngu og fæðingu. Signý Dóra Harðardóttir ljósmóðir á fósturgreiningardeild Landspítalans og Elísabet Ósk Vigfúsdóttir ljósmóðir á göngudeild mæðraverndar ræddu forritið sitt Ljósan í Brennslunni á FM957 í vikunni. „Við höfum báðar upplifað við Signý að foreldrar eru að notast við erlend meðgönguöpp sem að standast ekkert leiðbeiningar Landlæknisembættis Íslands,“ útskýrir Elísabet. „Fólk er að nota þetta til þess að fylgjast með meðgöngulengdinni og finna upplýsingar um það hvað það getur vænst á hvaða tíma meðgöngu, alls konar kvillar sem geta komið upp og hvert á að leita,“ segir Signý. „Þetta er vika fyrir vika og svo er yfirlit yfir mæðraverndina. Hvað er gert í mæðraskoðun, hvenær áttu að fara í mæðraskoðun.“ Signý segir að verðandi foreldrar hér á landi séu mjög ánægðir með forritið. „Þetta hjálpar mjög mikið og þetta fækkar kannski aðeins spurningum sem fólk hefur, það er búið að fræðast fyrirfram og þarf ekki að googla eins mikið kannski.“Bjargráð við meðgöngukvillum „Við erum líka með ýmsa áhættuþætti sem að foreldrar geta þá til dæmis ef við nefnum minnkaðar hreyfingar, þá er til þarna smá kafli um minnkaðar hreyfingar og hvað móðirin á að fylgjast með og hvenær hún á að leita til ljósmóður,“ segir Elísabet. Þær benda á að appið sé samt auðvitað líka fyrir feður, ekki bara mæður. „Það er alveg heill kafli um meðgöngukvilla og þar getur maður fengið alveg fullt af bjargráðum, hvað maður getur gert til dæmis við bjúg eða sinadrátt.“ Einnig er fjallað um andlega líðan á meðgöngu, sem er ekki síður mikilvæg en sú líkamlega. Mæðraverndarheimsóknir, sónarskoðanir og læknisheimsóknir á meðgöngu eru öðruvísi settar upp hér á landi en erlendis, svo þetta app ætti að gefa foreldrum nákvæmari mynd af ferlinu hér á landi heldur en Bandarísk forrit. „Appið heitir Ljósan og það er eiginlega mjög mikilvægt að taka það fram að viðmótið sem kemur upp er nefnilega erlent, annaðhvort Pregnant eða Gravid eða ófrísk á dönsku.“ Þær Elísabet og Signý tóku að sér þetta verkefni launalaust í sínum frítíma með stuðningi frá Ljósmæðrafélagi Íslands. Verkefnið var unnið í samstarfi við danska ljósmæðrafélagið og er þetta því íslensk útgáfa af dönsku vinsælu forriti. „Grunnurinn var til, beinagrindin, við bara þýddum það og uppfærðum eftir okkar íslenska kerfi.“ Þegar verðandi foreldrar sækja forritið og skrá sig inn velja þau tungumál og kemur þar Íslenska upp sem valmöguleiki. Þá verður allt viðmót og efni forritsins á íslensku. „Það er nóg að skrifa Ljósan, þá er þetta fyrsta appið sem kemur upp.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan:
Börn og uppeldi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent