Beina ljósi að konum í mannkynssögunni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 06:00 Diljá er fiðluleikari og fiðlukennari. Hún á líka sex strengja gömbu og byrjaði með kammerhópnum ReykjavíkBarokk sem gömbuleikari. Fréttablaðið/Þórsteinn „Við köllum þetta tónleikhússýningu. Í aðalhlutverkum eru þær Jóhanna Halldórsdóttir altsöngkona og Þórey Sigþórsdóttir leikkona,“ segir Diljá Sigursveinsdóttir tónlistarkona um margþætta dagskrá í Hóladómkirkju á sunnudaginn sem kammerhópurinn ReykjavíkBarokk stendur fyrir. „Efniviður dagskrárinnar er, í fyrsta lagi, stórmerkilegt bréf sem Halldóra Guðbrandsdóttir, biskupsdóttir og bústýra á Hólum, skrifaði danska kónginum 29. ágúst árið 1625 og varðveitt er á Þjóðskjalasafninu. Út frá því bréfi höfum við spunnið texta, ásamt Þóreyju sem er leikstjóri og handritshöfundur,“ segir Diljá og tekur fram að bréfið sé með elstu varðveittu undirskrift konu hér á landi. „Halldóra á Hólum var stórbrotin kona sem lét ekki Ara í Ögri eða aðra höfðingja vaða yfir sig. Hún missti móður sína ellefu ára, var elst af sínum systkinum og virðist hafa tekið ábyrgð snemma. Hún giftist aldrei og var alltaf hægri hönd og nánasti samstarfsmaður föður síns, Guðbrands biskups Þorlákssonar.“ Guðbrandur var, eins og alþjóð veit, ekki aðeins biskup heldur einnig frumkvöðull í prentsmiðjurekstri og útgáfu. En út á hvað gekk þetta merkilega bréf dóttur hans til danskra stjórnvalda? Diljá Sigursveinsdóttir tónlistarkona. „Hún biður um að fá öll staðarforráð á Hólum í veikindum föður síns. Ari í Ögri sýslumaður er mágur hennar og bréfið er meðal annars skrifað til að bægja honum frá Hólastað, það er eiginlega beiðni um nálgunarbann. Henni er svarað ári síðar og hún fær uppfylltar óskir sínar, sem er merkilegt á þessum tímum. Það sem hún afrekar meðal annars í stjórnartíð sinni er að endurreisa kirkju á Hólum eftir að sú gamla fauk í aftakaveðri. Hún sendi systurson sinn til Danmerkur til að ná í kirkjuviði, byggingin tók tvö ár og það voru þó harðindaár.“ Diljá tekur fram að Steinunn Jóhannesdóttir leikkona geri Halldóru góð skil í bók sinni Heimanfylgju, sem fjallar um uppvöxt Hallgríms Péturssonar og þar eigi áhugi listafólksins á biskupsdótturinni sínar rætur. Tónlistin sem flutt verður er að hluta til úr óperunni La Liberatione di Ruggiero dall isola di Alcina, sem ítalska kventónskáldið Francesca Caccini samdi 1625, sama ár og Halldóra á Hólum var að biðla til danskra stjórnvalda um yfirráð á Hólum, að sögn Diljár. „Sú er talin fyrsta ópera eftir kventónskáld, að minnsta kosti sem til er í handriti,“ segir hún og fræðir mig meira. „Caccini var vel menntuð kona, söngdíva, lútuleikari, ljóðskáld og ekki síst afkastamikið tónskáld. Hún fæddist inn í tónlistarfjölskyldu í Flórens, faðir hennar var Giulio Caccini, velþekkt ítalskt tónskáld en þó eru heimildir til fyrir því frá árinu 1614 að Francesca sé á þeim tíma hæst launaði tónlistarmaður ættarinnar.“ Þessar tvær merkiskonur, Halldóra og Caccini, eru sem sagt látnar kallast á í dagskránni á Hólum, hvor úr sinni áttinni. „Fyrir utan að vera samtímakonur áttu þær það sameiginlegt að feður þeirra voru þekkt mikilmenni,“ bendir Diljá á. Þar með er ekki öll sagan sögð því einnig verða sungnir sálmar úr Grallaranum, messusöngbók Guðbrands biskups, frá árinu 1594. Á æfingu með dömukórnum Auroru, ásamt altsöngkonunni Jóhönnu Halldórsdóttur. Við hljóðfærið er Erla Rut Káradóttir. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Flytjendur tónlistarinnar eru ReykjavíkBarokk sem sérhæfir sig í upprunaflutningi. En einnig koma fram í sýningunni sex ungar söngkonur úr Dömukórnum Auroru. Þær hafa allar fengið sitt tónlistaruppeldi í smiðju Margrétar Pálmadóttur, söngkonu og kórstjóra, að því er Diljá upplýsir. „Það eru margir þræðir í þessu verkefni og eitt elementið er raftónlist eftir Kristínu Lárusdóttur, sem kallar sig Sellóstínu og er í ReykjavíkBarokk. Hún spinnur eins konar raftónmyndir kringum textann,“ útskýrir Diljá og bætir við. „Við hugleiðum bréfið og hugarheim biskupsdótturinnar, svo gefur óperan okkur kvenlegan kraft frá Ítalíu og grallarasöngurinn eykur á stemninguna.“ Diljá kveðst hlakka mikið til að koma að Hólum, þar sem grafsteinar Halldóru og hennar fólks séu í kirkjugólfinu og altaristaflan sé sú sama og var bjargað úr kirkjunni sem fauk. „Það er gaman að tengjast staðnum og fá að taka þátt í að beina ljósi að konum í mannkynssögunni.“ Dagskráin sem hér er lýst er liður í Hólahátíð 11. og 12. ágúst og einnig hluti af fullveldisafmælishaldi þjóðarinnar. Hún verður frumflutt í Hóladómkirkju klukkan 11 á sunnudaginn og endurtekin í Hjallakirkju í Kópavogi á þriðjudaginn, 14. ágúst, klukkan 20. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Við köllum þetta tónleikhússýningu. Í aðalhlutverkum eru þær Jóhanna Halldórsdóttir altsöngkona og Þórey Sigþórsdóttir leikkona,“ segir Diljá Sigursveinsdóttir tónlistarkona um margþætta dagskrá í Hóladómkirkju á sunnudaginn sem kammerhópurinn ReykjavíkBarokk stendur fyrir. „Efniviður dagskrárinnar er, í fyrsta lagi, stórmerkilegt bréf sem Halldóra Guðbrandsdóttir, biskupsdóttir og bústýra á Hólum, skrifaði danska kónginum 29. ágúst árið 1625 og varðveitt er á Þjóðskjalasafninu. Út frá því bréfi höfum við spunnið texta, ásamt Þóreyju sem er leikstjóri og handritshöfundur,“ segir Diljá og tekur fram að bréfið sé með elstu varðveittu undirskrift konu hér á landi. „Halldóra á Hólum var stórbrotin kona sem lét ekki Ara í Ögri eða aðra höfðingja vaða yfir sig. Hún missti móður sína ellefu ára, var elst af sínum systkinum og virðist hafa tekið ábyrgð snemma. Hún giftist aldrei og var alltaf hægri hönd og nánasti samstarfsmaður föður síns, Guðbrands biskups Þorlákssonar.“ Guðbrandur var, eins og alþjóð veit, ekki aðeins biskup heldur einnig frumkvöðull í prentsmiðjurekstri og útgáfu. En út á hvað gekk þetta merkilega bréf dóttur hans til danskra stjórnvalda? Diljá Sigursveinsdóttir tónlistarkona. „Hún biður um að fá öll staðarforráð á Hólum í veikindum föður síns. Ari í Ögri sýslumaður er mágur hennar og bréfið er meðal annars skrifað til að bægja honum frá Hólastað, það er eiginlega beiðni um nálgunarbann. Henni er svarað ári síðar og hún fær uppfylltar óskir sínar, sem er merkilegt á þessum tímum. Það sem hún afrekar meðal annars í stjórnartíð sinni er að endurreisa kirkju á Hólum eftir að sú gamla fauk í aftakaveðri. Hún sendi systurson sinn til Danmerkur til að ná í kirkjuviði, byggingin tók tvö ár og það voru þó harðindaár.“ Diljá tekur fram að Steinunn Jóhannesdóttir leikkona geri Halldóru góð skil í bók sinni Heimanfylgju, sem fjallar um uppvöxt Hallgríms Péturssonar og þar eigi áhugi listafólksins á biskupsdótturinni sínar rætur. Tónlistin sem flutt verður er að hluta til úr óperunni La Liberatione di Ruggiero dall isola di Alcina, sem ítalska kventónskáldið Francesca Caccini samdi 1625, sama ár og Halldóra á Hólum var að biðla til danskra stjórnvalda um yfirráð á Hólum, að sögn Diljár. „Sú er talin fyrsta ópera eftir kventónskáld, að minnsta kosti sem til er í handriti,“ segir hún og fræðir mig meira. „Caccini var vel menntuð kona, söngdíva, lútuleikari, ljóðskáld og ekki síst afkastamikið tónskáld. Hún fæddist inn í tónlistarfjölskyldu í Flórens, faðir hennar var Giulio Caccini, velþekkt ítalskt tónskáld en þó eru heimildir til fyrir því frá árinu 1614 að Francesca sé á þeim tíma hæst launaði tónlistarmaður ættarinnar.“ Þessar tvær merkiskonur, Halldóra og Caccini, eru sem sagt látnar kallast á í dagskránni á Hólum, hvor úr sinni áttinni. „Fyrir utan að vera samtímakonur áttu þær það sameiginlegt að feður þeirra voru þekkt mikilmenni,“ bendir Diljá á. Þar með er ekki öll sagan sögð því einnig verða sungnir sálmar úr Grallaranum, messusöngbók Guðbrands biskups, frá árinu 1594. Á æfingu með dömukórnum Auroru, ásamt altsöngkonunni Jóhönnu Halldórsdóttur. Við hljóðfærið er Erla Rut Káradóttir. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Flytjendur tónlistarinnar eru ReykjavíkBarokk sem sérhæfir sig í upprunaflutningi. En einnig koma fram í sýningunni sex ungar söngkonur úr Dömukórnum Auroru. Þær hafa allar fengið sitt tónlistaruppeldi í smiðju Margrétar Pálmadóttur, söngkonu og kórstjóra, að því er Diljá upplýsir. „Það eru margir þræðir í þessu verkefni og eitt elementið er raftónlist eftir Kristínu Lárusdóttur, sem kallar sig Sellóstínu og er í ReykjavíkBarokk. Hún spinnur eins konar raftónmyndir kringum textann,“ útskýrir Diljá og bætir við. „Við hugleiðum bréfið og hugarheim biskupsdótturinnar, svo gefur óperan okkur kvenlegan kraft frá Ítalíu og grallarasöngurinn eykur á stemninguna.“ Diljá kveðst hlakka mikið til að koma að Hólum, þar sem grafsteinar Halldóru og hennar fólks séu í kirkjugólfinu og altaristaflan sé sú sama og var bjargað úr kirkjunni sem fauk. „Það er gaman að tengjast staðnum og fá að taka þátt í að beina ljósi að konum í mannkynssögunni.“ Dagskráin sem hér er lýst er liður í Hólahátíð 11. og 12. ágúst og einnig hluti af fullveldisafmælishaldi þjóðarinnar. Hún verður frumflutt í Hóladómkirkju klukkan 11 á sunnudaginn og endurtekin í Hjallakirkju í Kópavogi á þriðjudaginn, 14. ágúst, klukkan 20.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira