Segist hafa beðist fyrirgefningar fyrir guði og mönnum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 20:00 Séra Þórir Stephensen viðurkennir að hafa brotið kynferðislega á tólf ára gamalli stúlku fyrir um 65 árum. Hann kveðst hafa iðrast brota sinna alla tíð en hann hafi beðist fyrirgefningar bæði fyrir guði og mönnum. DV nafngreindi Þóri í umfjöllun sinni um helgina en aðrir miðlar hafa einnig fjallað um málið. Þórir starfaði sem prestur um áratugaskeið en árið 2015, eftir að Þórir lét af störfum, leitaði þolandinn, þá í kringum sjötugt, til fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota og óskaði eftir hjálp. Fagráðið brást við beiðni þolandans og fór fram sáttafundur sem Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands sat, að ósk þolandans. Í samtali við fréttastofu segir Þórir: „Ég hef viðurkennt brot mitt, iðrast þess alla tíð og beðist fyrirgefningar bæði fyrir guði og mönnum. Meira er ekki um það að segja.“ Þórir vildi ekki veita viðtal eða tjá sig frekar um málið. Agnes M. Sigurðardóttir biskup gat ekki veitt viðtal vegna málsins í dag en í færslu á Facebook um helgina kveðst embættið taka gagnrýni til sín, kirkjan geti ekki stungið höfðinu í sandinn og það sé einlægur vilji kirkjunnar til að gera vel þegar mál af þessum toga eru annars vegar. Elína Hrund Kristjánsdóttir, formaður fagráðsins um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar áréttar að hagsmunir þolenda séu alltaf hafðir að leiðarljósi. „Það sem að fagráðið er alltaf með að leiðarljósi eru þolendurnir en ekki gerendurnir. Þannig að við berum hagsmuni þolenda fyrir brjósti og eins og í þessu tilfelli þá er það ekki þolandi sem að stígur fram og segir sögu sína heldur ættingi. Þetta er ekki gert í samráði við manneskjuna sem fyrir brotinu verður sem er mjög alvarlegt mál,“ segir Elína í samtali við fréttastofu. „Fólk verður að leita til fagráðs og vita það að þar ríki trúnaður, ef trúnaðurinn er ekki til staðar þá er tilgangslaust að hafa svona batterí.“Fagráðið sem starfar sjálfstætt hefur verið starfandi síðan 1998 en að sögn Elínu Hrundar eru reglur þess sífellt til endurskoðunar. Af máli Þóris geti kirkjan eflaust ýmislegt lært. „En eins og ég segi, þetta brot er framið áður en maðurinn hefur störf innan kirkjunnar og er ekki upplýst fyrr en eftir að hann lýkur störfum. Þannig að það er líka spurning, hvernig eigum við að bregðast við þegar enginn veit af þessu?“ spyr Elína. „Ég er ekki að afsaka gjörðir hans á nokkurn hátt, engan veginn. En þetta er þegar maðurinn er hættur störfum.“ Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Sjá meira
Séra Þórir Stephensen viðurkennir að hafa brotið kynferðislega á tólf ára gamalli stúlku fyrir um 65 árum. Hann kveðst hafa iðrast brota sinna alla tíð en hann hafi beðist fyrirgefningar bæði fyrir guði og mönnum. DV nafngreindi Þóri í umfjöllun sinni um helgina en aðrir miðlar hafa einnig fjallað um málið. Þórir starfaði sem prestur um áratugaskeið en árið 2015, eftir að Þórir lét af störfum, leitaði þolandinn, þá í kringum sjötugt, til fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota og óskaði eftir hjálp. Fagráðið brást við beiðni þolandans og fór fram sáttafundur sem Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands sat, að ósk þolandans. Í samtali við fréttastofu segir Þórir: „Ég hef viðurkennt brot mitt, iðrast þess alla tíð og beðist fyrirgefningar bæði fyrir guði og mönnum. Meira er ekki um það að segja.“ Þórir vildi ekki veita viðtal eða tjá sig frekar um málið. Agnes M. Sigurðardóttir biskup gat ekki veitt viðtal vegna málsins í dag en í færslu á Facebook um helgina kveðst embættið taka gagnrýni til sín, kirkjan geti ekki stungið höfðinu í sandinn og það sé einlægur vilji kirkjunnar til að gera vel þegar mál af þessum toga eru annars vegar. Elína Hrund Kristjánsdóttir, formaður fagráðsins um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar áréttar að hagsmunir þolenda séu alltaf hafðir að leiðarljósi. „Það sem að fagráðið er alltaf með að leiðarljósi eru þolendurnir en ekki gerendurnir. Þannig að við berum hagsmuni þolenda fyrir brjósti og eins og í þessu tilfelli þá er það ekki þolandi sem að stígur fram og segir sögu sína heldur ættingi. Þetta er ekki gert í samráði við manneskjuna sem fyrir brotinu verður sem er mjög alvarlegt mál,“ segir Elína í samtali við fréttastofu. „Fólk verður að leita til fagráðs og vita það að þar ríki trúnaður, ef trúnaðurinn er ekki til staðar þá er tilgangslaust að hafa svona batterí.“Fagráðið sem starfar sjálfstætt hefur verið starfandi síðan 1998 en að sögn Elínu Hrundar eru reglur þess sífellt til endurskoðunar. Af máli Þóris geti kirkjan eflaust ýmislegt lært. „En eins og ég segi, þetta brot er framið áður en maðurinn hefur störf innan kirkjunnar og er ekki upplýst fyrr en eftir að hann lýkur störfum. Þannig að það er líka spurning, hvernig eigum við að bregðast við þegar enginn veit af þessu?“ spyr Elína. „Ég er ekki að afsaka gjörðir hans á nokkurn hátt, engan veginn. En þetta er þegar maðurinn er hættur störfum.“
Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent