Uppgjör: Herforinginn Vettel nýtti hraðann á Spa Bragi Þórðarson skrifar 27. ágúst 2018 17:45 Vettel nýtti hraða Ferrari bílsins í gær Vísir/Getty Sebastian Vettel fagnaði sigri á hinni sögufrægu Spa braut í Belgíu þegar Formúla 1 fór aftur af stað eftir sumarfrí. Mikil læti voru strax í upphafi þegar þrír ökuþórar þurftu að hætta keppni eftir árekstur. Vettel ræsti annar á eftir aðal keppinaut sínum um heimsmeistaratitil ökumanna, Lewis Hamilton. Bretinn tryggði sér ráspálinn með glæsilegum akstri á Mercedes bíl sínum á blautri brautinni í tímatökunni á laugardag. Í síðustu keppnum hefur verið ljóst að Ferrari bíllinn er hraðari. Vettel glutraði niður fyrsta sætinu bæði í Ungverjalandi og Þýskalandi en náði loks að landa sigri í gær.Það átti enginn séns í Vettelvísir/gettyFerrari bíllinn í annari deild á SpaÞað tók Sebastian Vettel ekki nema 25 sekúndur að komast fram úr Hamilton í keppninni í gær. Þá nýtti Þjóðverjinn sér grip Ferrari bílsins út úr fyrstu beygju sem og yfirburða afl hans á beina kaflanum eftir fjórðu beygju. Vettel keyrði næstu 44 hringina eins og herforingi og tryggði sér sinn 52. sigur í Formúlu 1 á ferlinum. Sigurinn gerir Þjóðverjann að þriðja sigursælasta ökumanninum frá upphafi á eftir Hamilton og goðsögninni Michael Schumacher. Þrátt fyrir yfirburði Ferrari bílana um helgina náðu Mercedes að auka forskot sitt í keppni bílasmiða. Hamilton kom annar í mark og liðsfélagi hans, Valtteri Bottas, varð fjórði. Kimi Raikkonen varð frá að hverfa eftir samstuð frá Daniel Ricciardo á fyrsta hring.Verstappen var vel studdur í Belgíuvísir/gettyMercedes hefur verk að vinna„Ferrari bíllinn var hraðari í dag,“ sagði Lewis Hamilton eftir kappaksturinn. Hamilton náði lítið að ógna Vettel í brautinni og þurfti að játa sig sigraðan. Það er því alveg ljóst að liðið hefur verk að vinna ætli það sér að vinna titla í ár. Mercedes hefur aðeins 15 stiga forskot á Ferrari í keppni bílasmiða og Vettel minnkaði muninn í Hamilton í 17 stig með sigrinum. Í þriðja sæti í belgíska kappakstrinum varð Max Verstappen hjá Red Bull. Þessi tvítugi ökuþór fæddist í Hollandi en er með belgískan ríkisborgararétt og má því segja að hann hafi verið á heimavelli á Spa. Stuðningurinn var eftir því og var appelsínugulur her sem fagnaði ógurlega þegar Max kom í mark í verðlaunasæti.Árekstur Alonso og Leclerc var hrikalegur á að horfavísir/gettyStór árekstur í fyrstu beygjuStrax í fyrstu beygju keppninnar varð harkalegur árekstur. Þjóðverjinn Nico Hulkenberg tókst ekki að bremsa Renault bíl sinn nægilega niður og keyrði því beint aftan á McLaren bíl Fernando Alonso. Við það klessti Alonso aftan á Sauber bíl Charles Leclerc með þeim afleiðingum að McLaren bíllinn skaust upp í loft. Bíll Alonso flaug yfir Sauber bílinn og lenti á geislaboganum sem varði höfuð Leclerc. „Þarna sannaði geislaboginn gildi sit,“ sagði Alonso eftir kappaksturinn. Boginn var tekinn í gildi fyrir þetta tímabil og var hann gagnrýndur þegar hann var fyrst tilkynntur. Fáir geta gagnrýnt tilverurétt hans í dag þar sem boginn bjargaði líklega lífi Leclerc í gær. Hulkenberg, Alonso og Leclerc þurftu allir að hætta keppni strax eftir áreksturinn á fyrsta hring. Daniel Ricciardo og Kimi Raikkonen skullu einnig saman í átökunum í þessari fyrstu beygju, þeir þurftu ekki að hætta samstundis en náðu hvorugur að klára keppni. Næsta keppni fer fram um næstu helgi á hinni mögnuðu Monza braut á Ítalíu. Þar fær Ferrari ávalt mikinn stuðning og ætlar liðið að freista þess að ná aftur forystu í keppni bílasmiða þar. Formúla Tengdar fréttir Umdeildur öryggisbúnaður bjargaði ökuþór í Belgíu Charles Leclerc, ökuþór frá Mónakó sem ekur fyrir Sauber í Formúla 1 var stálheppinn að sleppa ómeiddur í Spa-kappakstrinum í gær þegar bíll Fernando Alonso fór á flug yfir bíl Leclerc. 27. ágúst 2018 06:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sebastian Vettel fagnaði sigri á hinni sögufrægu Spa braut í Belgíu þegar Formúla 1 fór aftur af stað eftir sumarfrí. Mikil læti voru strax í upphafi þegar þrír ökuþórar þurftu að hætta keppni eftir árekstur. Vettel ræsti annar á eftir aðal keppinaut sínum um heimsmeistaratitil ökumanna, Lewis Hamilton. Bretinn tryggði sér ráspálinn með glæsilegum akstri á Mercedes bíl sínum á blautri brautinni í tímatökunni á laugardag. Í síðustu keppnum hefur verið ljóst að Ferrari bíllinn er hraðari. Vettel glutraði niður fyrsta sætinu bæði í Ungverjalandi og Þýskalandi en náði loks að landa sigri í gær.Það átti enginn séns í Vettelvísir/gettyFerrari bíllinn í annari deild á SpaÞað tók Sebastian Vettel ekki nema 25 sekúndur að komast fram úr Hamilton í keppninni í gær. Þá nýtti Þjóðverjinn sér grip Ferrari bílsins út úr fyrstu beygju sem og yfirburða afl hans á beina kaflanum eftir fjórðu beygju. Vettel keyrði næstu 44 hringina eins og herforingi og tryggði sér sinn 52. sigur í Formúlu 1 á ferlinum. Sigurinn gerir Þjóðverjann að þriðja sigursælasta ökumanninum frá upphafi á eftir Hamilton og goðsögninni Michael Schumacher. Þrátt fyrir yfirburði Ferrari bílana um helgina náðu Mercedes að auka forskot sitt í keppni bílasmiða. Hamilton kom annar í mark og liðsfélagi hans, Valtteri Bottas, varð fjórði. Kimi Raikkonen varð frá að hverfa eftir samstuð frá Daniel Ricciardo á fyrsta hring.Verstappen var vel studdur í Belgíuvísir/gettyMercedes hefur verk að vinna„Ferrari bíllinn var hraðari í dag,“ sagði Lewis Hamilton eftir kappaksturinn. Hamilton náði lítið að ógna Vettel í brautinni og þurfti að játa sig sigraðan. Það er því alveg ljóst að liðið hefur verk að vinna ætli það sér að vinna titla í ár. Mercedes hefur aðeins 15 stiga forskot á Ferrari í keppni bílasmiða og Vettel minnkaði muninn í Hamilton í 17 stig með sigrinum. Í þriðja sæti í belgíska kappakstrinum varð Max Verstappen hjá Red Bull. Þessi tvítugi ökuþór fæddist í Hollandi en er með belgískan ríkisborgararétt og má því segja að hann hafi verið á heimavelli á Spa. Stuðningurinn var eftir því og var appelsínugulur her sem fagnaði ógurlega þegar Max kom í mark í verðlaunasæti.Árekstur Alonso og Leclerc var hrikalegur á að horfavísir/gettyStór árekstur í fyrstu beygjuStrax í fyrstu beygju keppninnar varð harkalegur árekstur. Þjóðverjinn Nico Hulkenberg tókst ekki að bremsa Renault bíl sinn nægilega niður og keyrði því beint aftan á McLaren bíl Fernando Alonso. Við það klessti Alonso aftan á Sauber bíl Charles Leclerc með þeim afleiðingum að McLaren bíllinn skaust upp í loft. Bíll Alonso flaug yfir Sauber bílinn og lenti á geislaboganum sem varði höfuð Leclerc. „Þarna sannaði geislaboginn gildi sit,“ sagði Alonso eftir kappaksturinn. Boginn var tekinn í gildi fyrir þetta tímabil og var hann gagnrýndur þegar hann var fyrst tilkynntur. Fáir geta gagnrýnt tilverurétt hans í dag þar sem boginn bjargaði líklega lífi Leclerc í gær. Hulkenberg, Alonso og Leclerc þurftu allir að hætta keppni strax eftir áreksturinn á fyrsta hring. Daniel Ricciardo og Kimi Raikkonen skullu einnig saman í átökunum í þessari fyrstu beygju, þeir þurftu ekki að hætta samstundis en náðu hvorugur að klára keppni. Næsta keppni fer fram um næstu helgi á hinni mögnuðu Monza braut á Ítalíu. Þar fær Ferrari ávalt mikinn stuðning og ætlar liðið að freista þess að ná aftur forystu í keppni bílasmiða þar.
Formúla Tengdar fréttir Umdeildur öryggisbúnaður bjargaði ökuþór í Belgíu Charles Leclerc, ökuþór frá Mónakó sem ekur fyrir Sauber í Formúla 1 var stálheppinn að sleppa ómeiddur í Spa-kappakstrinum í gær þegar bíll Fernando Alonso fór á flug yfir bíl Leclerc. 27. ágúst 2018 06:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Umdeildur öryggisbúnaður bjargaði ökuþór í Belgíu Charles Leclerc, ökuþór frá Mónakó sem ekur fyrir Sauber í Formúla 1 var stálheppinn að sleppa ómeiddur í Spa-kappakstrinum í gær þegar bíll Fernando Alonso fór á flug yfir bíl Leclerc. 27. ágúst 2018 06:00