Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 27. ágúst 2018 09:00 Nýjar veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga sýna að það hefur hægst á veiðinni um allt land nema þá í Eystri Rangá en þar er allt ennþá á fullu flugi. Eystri Rangá er komin í 3.060 laxa en sú tala sem er birt á síðunni www.angling.is er frá því á miðvikudaginn var en samkvæmt okkar heimildum er áin að fara detta í 3.500 laxa í þessari viku, Sem dæmi um hvað veiðin hefur verið góð þá voru fimm stangir í ánni að veiða saman fyrir nokkrum dögum og var sá hópur einn með 160 laxa. Það hafa verið mjög góðar göngur í Eystri og skilyrðin góð svo það má reikna með áframhaldi á góðri veiði í ánni. Systuránni Ytri Rangá vegna ekki alveg jafn vel en þar hafa komið á land 2.556 laxar og hefur hægst mikið á veiðinni þar uppá síðkastið. Heildarveiðin í ánnií fyrra var 7.451 lax svo það er ljóst að það vantar mikið uppá göngur í hana í sumar. Mest lesið Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði
Nýjar veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga sýna að það hefur hægst á veiðinni um allt land nema þá í Eystri Rangá en þar er allt ennþá á fullu flugi. Eystri Rangá er komin í 3.060 laxa en sú tala sem er birt á síðunni www.angling.is er frá því á miðvikudaginn var en samkvæmt okkar heimildum er áin að fara detta í 3.500 laxa í þessari viku, Sem dæmi um hvað veiðin hefur verið góð þá voru fimm stangir í ánni að veiða saman fyrir nokkrum dögum og var sá hópur einn með 160 laxa. Það hafa verið mjög góðar göngur í Eystri og skilyrðin góð svo það má reikna með áframhaldi á góðri veiði í ánni. Systuránni Ytri Rangá vegna ekki alveg jafn vel en þar hafa komið á land 2.556 laxar og hefur hægst mikið á veiðinni þar uppá síðkastið. Heildarveiðin í ánnií fyrra var 7.451 lax svo það er ljóst að það vantar mikið uppá göngur í hana í sumar.
Mest lesið Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði