Skaut tvær konur því hann taldi kvenkyns ökumenn vanhæfa Sylvía Hall skrifar 26. ágúst 2018 19:54 Dagostino var handtekinn aðeins degi eftir að honum var sleppt gegn tryggingargjaldi. Fangelsið í Harrison-sýslu. Nicholas Dagostino, 29 ára karlmaður frá bænum Katy í Texas, hefur verið handtekinn grunaður um að skjóta á kvenkyns ökumenn. Tvær konur hafa tilkynnt samskonar árásir til yfirvalda. Dagostino hefur játað að hafa misst stjórn á skapi sínu í umferðinni í fimm skipti síðastliðna mánuði, þar á meðal eru skotárásirnar tvær. Konurnar voru báðar skotnar í handlegginn þegar þær keyrðu nærri heimili Dagostino. Fyrra atvikið átti sér stað í mars, en það seinna í júlí. Báðar lýstu þær atvikum á þann veg að hafa verið að keyra og fundið skyndilega fyrir sársauka í handlegg og áttað sig á því að þær höfðu verið skotnar. Önnur konan er sögð vera heppin að vera á lífi, en litlu mátti muna að verr færi. Þegar Dagostino var handtekinn í síðasta mánuði, aðeins degi eftir að hafa verið sleppt gegn tryggingargjaldi, sagðist hann hafa skotið seinni konuna, 39 ára gamla móður, í sjálfsvörn og að hún hefði tvisvar sveigt viljandi inn á akreinina sem hann ók á. Hann hafi því skotið hana því hann taldi hana vera ógn.Facebook-færslur lýsa andúð á konum Rannsakendur í málinu hafa lagt fram Facebook-færslur frá Dagostino sem þeir segja gefi til kynna að hann hafi skotið kvenkyns ökumenn af handahófi. Þá telja þeir hann hafa „mjög neikvætt viðhorf til kvenna“. Dennis Palmer, rannsakandi í málinu, segir Dagostino hafa birt færslur þar sem hann kvartar undan kvenkyns ökumönnum, segir þær vanhæfar í umferðinni og þeirra eini tilgangur sé að „fæða karlkyns börn“. Á Instagram-reikningi sínum birti hann svo myndir af skotvopnum, meðal annars skammbyssunni sem hann notaði til þess að skjóta konurnar. Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira
Nicholas Dagostino, 29 ára karlmaður frá bænum Katy í Texas, hefur verið handtekinn grunaður um að skjóta á kvenkyns ökumenn. Tvær konur hafa tilkynnt samskonar árásir til yfirvalda. Dagostino hefur játað að hafa misst stjórn á skapi sínu í umferðinni í fimm skipti síðastliðna mánuði, þar á meðal eru skotárásirnar tvær. Konurnar voru báðar skotnar í handlegginn þegar þær keyrðu nærri heimili Dagostino. Fyrra atvikið átti sér stað í mars, en það seinna í júlí. Báðar lýstu þær atvikum á þann veg að hafa verið að keyra og fundið skyndilega fyrir sársauka í handlegg og áttað sig á því að þær höfðu verið skotnar. Önnur konan er sögð vera heppin að vera á lífi, en litlu mátti muna að verr færi. Þegar Dagostino var handtekinn í síðasta mánuði, aðeins degi eftir að hafa verið sleppt gegn tryggingargjaldi, sagðist hann hafa skotið seinni konuna, 39 ára gamla móður, í sjálfsvörn og að hún hefði tvisvar sveigt viljandi inn á akreinina sem hann ók á. Hann hafi því skotið hana því hann taldi hana vera ógn.Facebook-færslur lýsa andúð á konum Rannsakendur í málinu hafa lagt fram Facebook-færslur frá Dagostino sem þeir segja gefi til kynna að hann hafi skotið kvenkyns ökumenn af handahófi. Þá telja þeir hann hafa „mjög neikvætt viðhorf til kvenna“. Dennis Palmer, rannsakandi í málinu, segir Dagostino hafa birt færslur þar sem hann kvartar undan kvenkyns ökumönnum, segir þær vanhæfar í umferðinni og þeirra eini tilgangur sé að „fæða karlkyns börn“. Á Instagram-reikningi sínum birti hann svo myndir af skotvopnum, meðal annars skammbyssunni sem hann notaði til þess að skjóta konurnar.
Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira