Heyra mátti upphaf skotárásarinnar í beinni útsendingu: „Allir voru grátandi og öskrandi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2018 19:45 Skotárásin var gerð í Jacksonville í Flórída. Vísir/AP Talið er að minnst fjórir séu látnir og sjö séu særðir eftir að árásarmaður hóf skotárás á tölvuleikjamóti í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum í dag. Vitni segir að mikil ringulreið hafi skapast á vettvangi. Lögreglan í Jacksonville staðfestir að árásarmaðurinn hafi látist í árásinni en óvíst sé hvort fleiri hafi átt þátt í henni. Verið var að keppa í tölvuleiknum Madden 2018 og var mótinu streymt beint á netinu. Á myndbandi sem tekið var úr beinu útsendingunni og dreift hefur verið á samfélagsmiðlum má heyra þegar skothríðin hefst og mikil ringulreið skapast. Biðlar lögreglan til allra í nágrenni við árásarstaðinn að halda sig eins langt í burtu frá staðnum og hægt er auk þess sem að allir sem kunni að vera í felum á árásarstaðnum hafa verið beðnir um að láta vita af sér svo lögregla geti sótt viðkomandi. „Ég henti mér niður og skreið inn á baðherbergi,“ segir Ryen Alemon í samtali við CNN en hann varð vitni að árásinni. Hann segir að um 40-50 manns hafi verið samankomnir til að fylgjast með tölvuleikjamótinu.„Ég var þarna kannski í tíu mínútur og allt róaðist frekar fljótt en allir voru grátandi og öskrandi. Ég hljóp bara út og það voru allir hlaupandi út um allt,“ sagði Alemon við CNN."Everybody was crying, yelling": Florida video game tournament shooting witness describes how he crawled into the bathroom to hide as shots rang out https://t.co/6ez7u5WoCNpic.twitter.com/uL0JUakmwB — CNN (@CNN) August 26, 2018Fréttin hefur verið uppfærð. Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Talið er að minnst fjórir séu látnir og sjö séu særðir eftir að árásarmaður hóf skotárás á tölvuleikjamóti í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum í dag. Vitni segir að mikil ringulreið hafi skapast á vettvangi. Lögreglan í Jacksonville staðfestir að árásarmaðurinn hafi látist í árásinni en óvíst sé hvort fleiri hafi átt þátt í henni. Verið var að keppa í tölvuleiknum Madden 2018 og var mótinu streymt beint á netinu. Á myndbandi sem tekið var úr beinu útsendingunni og dreift hefur verið á samfélagsmiðlum má heyra þegar skothríðin hefst og mikil ringulreið skapast. Biðlar lögreglan til allra í nágrenni við árásarstaðinn að halda sig eins langt í burtu frá staðnum og hægt er auk þess sem að allir sem kunni að vera í felum á árásarstaðnum hafa verið beðnir um að láta vita af sér svo lögregla geti sótt viðkomandi. „Ég henti mér niður og skreið inn á baðherbergi,“ segir Ryen Alemon í samtali við CNN en hann varð vitni að árásinni. Hann segir að um 40-50 manns hafi verið samankomnir til að fylgjast með tölvuleikjamótinu.„Ég var þarna kannski í tíu mínútur og allt róaðist frekar fljótt en allir voru grátandi og öskrandi. Ég hljóp bara út og það voru allir hlaupandi út um allt,“ sagði Alemon við CNN."Everybody was crying, yelling": Florida video game tournament shooting witness describes how he crawled into the bathroom to hide as shots rang out https://t.co/6ez7u5WoCNpic.twitter.com/uL0JUakmwB — CNN (@CNN) August 26, 2018Fréttin hefur verið uppfærð.
Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira