Vettel sigraði á Spa │Þrír bílar úr leik eftir árekstur í upphafi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. ágúst 2018 14:47 Sebastian Vettel stóð uppi sem sigurvegari. getty Sebastian Vettel vann öruggan sigur í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Lewis Hamilton er þó enn efstur á stigalista ökuþóra. Það var mikil dramatík strax í upphafi. Nico Hulkenberg náði ekki að bremsa fyrir fyrstu beygjuna, negldi bíl sínum aftan á Fernando Alonso sem flaug yfir pakkann og tók Charles Leclerc út. Mikil læti og dramatík og Leclerc má þakka nýju „geislabaugunum“ sem voru settir á bílana fyrir þetta tímabil fyrir að hann sé á lífi. Bíll Alonso skall á geislabaugnum og hefði annars farið beint í höfuð Leclerc.Lap 1/44: Chaos at the start - Leclerc, Alonso and Hulkenberg out #BelgianGP #F1pic.twitter.com/ZKu2RlVrLK — Formula 1 (@F1) August 26, 2018 Kimi Raikkonen hvellsprengdi dekk og drógst lang á eftir keppinautum sínum þar sem brautin er löng og hann komst ekki inn á þjónustusvæðið strax. Bíll hans skemmdist einnig eitthvað í látunum og hann þurfti að hætta eftir 7 hringi. Red Bull bíll Daniel Ricciardo stórskemmdist og hann þurfti að hætta. Starfsmenn Red Bull náðu að laga bílinn aðeins og sendu Ricciardo aftur út í brautina nokkrum hringjum seinna. Hann kláraði hins vegar ekki keppni og hætti eftir 28 hringi. Hamilton byrjaði á ráspól en Vettel náði að fara fram úr honum strax á fyrsta hring áður en öryggisbíllinn var settur út á brautina. Eftir það átti Vettel nokkuð rólegan dag í forystunni. Hamilton reyndi aðeins að sækja á hann en Vettel réð við öll áhlaup Bretans. Hamilton er nú aðeins með 17 stiga forskot á Vettel í baráttunni um heimsmeistaratitilinn.BREAKING: Sebastian Vettel wins the #BelgianGP - his third win at Spa, his fifth this season, and the 52nd of his career #F1 pic.twitter.com/AY0nmkP3A5 — Formula 1 (@F1) August 26, 2018 Formúla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sebastian Vettel vann öruggan sigur í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Lewis Hamilton er þó enn efstur á stigalista ökuþóra. Það var mikil dramatík strax í upphafi. Nico Hulkenberg náði ekki að bremsa fyrir fyrstu beygjuna, negldi bíl sínum aftan á Fernando Alonso sem flaug yfir pakkann og tók Charles Leclerc út. Mikil læti og dramatík og Leclerc má þakka nýju „geislabaugunum“ sem voru settir á bílana fyrir þetta tímabil fyrir að hann sé á lífi. Bíll Alonso skall á geislabaugnum og hefði annars farið beint í höfuð Leclerc.Lap 1/44: Chaos at the start - Leclerc, Alonso and Hulkenberg out #BelgianGP #F1pic.twitter.com/ZKu2RlVrLK — Formula 1 (@F1) August 26, 2018 Kimi Raikkonen hvellsprengdi dekk og drógst lang á eftir keppinautum sínum þar sem brautin er löng og hann komst ekki inn á þjónustusvæðið strax. Bíll hans skemmdist einnig eitthvað í látunum og hann þurfti að hætta eftir 7 hringi. Red Bull bíll Daniel Ricciardo stórskemmdist og hann þurfti að hætta. Starfsmenn Red Bull náðu að laga bílinn aðeins og sendu Ricciardo aftur út í brautina nokkrum hringjum seinna. Hann kláraði hins vegar ekki keppni og hætti eftir 28 hringi. Hamilton byrjaði á ráspól en Vettel náði að fara fram úr honum strax á fyrsta hring áður en öryggisbíllinn var settur út á brautina. Eftir það átti Vettel nokkuð rólegan dag í forystunni. Hamilton reyndi aðeins að sækja á hann en Vettel réð við öll áhlaup Bretans. Hamilton er nú aðeins með 17 stiga forskot á Vettel í baráttunni um heimsmeistaratitilinn.BREAKING: Sebastian Vettel wins the #BelgianGP - his third win at Spa, his fifth this season, and the 52nd of his career #F1 pic.twitter.com/AY0nmkP3A5 — Formula 1 (@F1) August 26, 2018
Formúla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira