Vettel sigraði á Spa │Þrír bílar úr leik eftir árekstur í upphafi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. ágúst 2018 14:47 Sebastian Vettel stóð uppi sem sigurvegari. getty Sebastian Vettel vann öruggan sigur í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Lewis Hamilton er þó enn efstur á stigalista ökuþóra. Það var mikil dramatík strax í upphafi. Nico Hulkenberg náði ekki að bremsa fyrir fyrstu beygjuna, negldi bíl sínum aftan á Fernando Alonso sem flaug yfir pakkann og tók Charles Leclerc út. Mikil læti og dramatík og Leclerc má þakka nýju „geislabaugunum“ sem voru settir á bílana fyrir þetta tímabil fyrir að hann sé á lífi. Bíll Alonso skall á geislabaugnum og hefði annars farið beint í höfuð Leclerc.Lap 1/44: Chaos at the start - Leclerc, Alonso and Hulkenberg out #BelgianGP #F1pic.twitter.com/ZKu2RlVrLK — Formula 1 (@F1) August 26, 2018 Kimi Raikkonen hvellsprengdi dekk og drógst lang á eftir keppinautum sínum þar sem brautin er löng og hann komst ekki inn á þjónustusvæðið strax. Bíll hans skemmdist einnig eitthvað í látunum og hann þurfti að hætta eftir 7 hringi. Red Bull bíll Daniel Ricciardo stórskemmdist og hann þurfti að hætta. Starfsmenn Red Bull náðu að laga bílinn aðeins og sendu Ricciardo aftur út í brautina nokkrum hringjum seinna. Hann kláraði hins vegar ekki keppni og hætti eftir 28 hringi. Hamilton byrjaði á ráspól en Vettel náði að fara fram úr honum strax á fyrsta hring áður en öryggisbíllinn var settur út á brautina. Eftir það átti Vettel nokkuð rólegan dag í forystunni. Hamilton reyndi aðeins að sækja á hann en Vettel réð við öll áhlaup Bretans. Hamilton er nú aðeins með 17 stiga forskot á Vettel í baráttunni um heimsmeistaratitilinn.BREAKING: Sebastian Vettel wins the #BelgianGP - his third win at Spa, his fifth this season, and the 52nd of his career #F1 pic.twitter.com/AY0nmkP3A5 — Formula 1 (@F1) August 26, 2018 Formúla Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Sebastian Vettel vann öruggan sigur í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Lewis Hamilton er þó enn efstur á stigalista ökuþóra. Það var mikil dramatík strax í upphafi. Nico Hulkenberg náði ekki að bremsa fyrir fyrstu beygjuna, negldi bíl sínum aftan á Fernando Alonso sem flaug yfir pakkann og tók Charles Leclerc út. Mikil læti og dramatík og Leclerc má þakka nýju „geislabaugunum“ sem voru settir á bílana fyrir þetta tímabil fyrir að hann sé á lífi. Bíll Alonso skall á geislabaugnum og hefði annars farið beint í höfuð Leclerc.Lap 1/44: Chaos at the start - Leclerc, Alonso and Hulkenberg out #BelgianGP #F1pic.twitter.com/ZKu2RlVrLK — Formula 1 (@F1) August 26, 2018 Kimi Raikkonen hvellsprengdi dekk og drógst lang á eftir keppinautum sínum þar sem brautin er löng og hann komst ekki inn á þjónustusvæðið strax. Bíll hans skemmdist einnig eitthvað í látunum og hann þurfti að hætta eftir 7 hringi. Red Bull bíll Daniel Ricciardo stórskemmdist og hann þurfti að hætta. Starfsmenn Red Bull náðu að laga bílinn aðeins og sendu Ricciardo aftur út í brautina nokkrum hringjum seinna. Hann kláraði hins vegar ekki keppni og hætti eftir 28 hringi. Hamilton byrjaði á ráspól en Vettel náði að fara fram úr honum strax á fyrsta hring áður en öryggisbíllinn var settur út á brautina. Eftir það átti Vettel nokkuð rólegan dag í forystunni. Hamilton reyndi aðeins að sækja á hann en Vettel réð við öll áhlaup Bretans. Hamilton er nú aðeins með 17 stiga forskot á Vettel í baráttunni um heimsmeistaratitilinn.BREAKING: Sebastian Vettel wins the #BelgianGP - his third win at Spa, his fifth this season, and the 52nd of his career #F1 pic.twitter.com/AY0nmkP3A5 — Formula 1 (@F1) August 26, 2018
Formúla Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira