Kraftur skýstrókanna óvenjulegur hérlendis Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. ágúst 2018 14:23 Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi, rekur ekki minni til jafn kraftmikilla skýstróka hérlendis og þeirra sem fóru yfir Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær. „Það er mjög óvenjulegt að þetta verði svona kraftmikið og ég man í svipinn ekki eftir öðru eins tilviki á Íslandi,“ segir Elín. Vissulega þekkist það að skýstrókar myndist hér á landi en það er mjög óvanalegt að þeir valdi eins mikilli eyðileggingu og skemmdum og raun bar vitni í gær. Heilu þakplöturnar feyktust af húsum og stór jeppi með áfasta kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrókar riðu yfir bæinn.En hvernig myndast svona skýstrókur og við hvaða aðstæður?„Þeir myndast þegar það er mjög óstöðugt andrúmsloft,“ segir Elín. Þá geti komið stórir skúraklakkar með gríðarlegri úrkomu í skamma stund. Hún segir að stundum fylgi þeim haglél, þrumur og eldingar. Þetta geti gerst þegar þessi ský fá að þroskast og sækja í sig orku. Frá yfirborðinu rísi hlýtt loft á móti köldu lofti í efri lögunum og þá geti hvirflar myndast. Eftir því sem andstæðurnar eru skarpari þegar loftið mætist geta myndast ranaský. „Þegar þessi rani nær að snerta jörðu þá erum við komin með skýstrók,“ líkt og þann sem heimilisfólkið á bænum Norðurhjáleigu fékk að kynnast í gær. „Við höfum fregnir af því á hverju ári um að það komi svona ranaský ofan úr svona fallegum skúraklökkum,“ segir Elín. Það sé til dæmis vel þekkt að hey hvirflist á túnum, það séu smækkaðar útgáfur af skýstróki. Elín segir að ástæðan fyrir því að skýstrókarnir sem riðu yfir í gær voru svona kraftmiklir sé sú að það hafi verið óvenjulegu mikill kuldapollur í háloftunum yfir Íslandi í gær. „Ef þessi háloftakuldapollur hefði ekki verið til staðar þá hefði þetta líklega aldrei náð þessum krafti.“Heilu þakplöturnar feyktust af húsum á bænum Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær.Sæunn KáradóttirAðspurð hvort kraftur skýstrókanna geti tengst loftslagsbreytingum svarar Elín neitandi. „Einu skýstrókarnir sem við vitum að eru raunverulega tengdir loftslagsbreytingum eru þeir skýstrókar sem myndast inni í veggjum öflugra fellibylja þannig að við höfum engar sérstakar áhyggjur af því að þetta aukist á Íslandi,“ segir Elín hughreystandi. Elín ætlar í vettvangsferð ásamt samstarfsfólki sínu til að rannsaka tilvik gærdagsins nánar. „Við ætlum að greina og skoða hvort hægt sé að sjá rás aftur. Það getur sagt okkur svolítið um kraftinn og mögulega vindhraðann.“ Elín segir að það sé hægt að læra af skýstrókunum sem riðu yfir í gær. „Nú getum við farið að skoða hvort við getum gert betur í að spá fyrir um svona,“ segir Elín sem bætir við að það sé mikill fengur ef veðurfræðingar gætu varað við skýstrókum, sér í lagi, á þessum skala en hún tekur það fram að þeir séu erfiðir viðfangs og oft erfitt að spá fyrir um þá. „Til dæmis í Bandaríkjunum, þegar svona skýstrókar gerast mjög víða og mjög oft, þá telst mjög gott að fá fimmtán mínútna viðvörun en samt er búið að eyða síðustu fimmtíu árum í rannsóknir.“ Tengdar fréttir Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi, rekur ekki minni til jafn kraftmikilla skýstróka hérlendis og þeirra sem fóru yfir Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær. „Það er mjög óvenjulegt að þetta verði svona kraftmikið og ég man í svipinn ekki eftir öðru eins tilviki á Íslandi,“ segir Elín. Vissulega þekkist það að skýstrókar myndist hér á landi en það er mjög óvanalegt að þeir valdi eins mikilli eyðileggingu og skemmdum og raun bar vitni í gær. Heilu þakplöturnar feyktust af húsum og stór jeppi með áfasta kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrókar riðu yfir bæinn.En hvernig myndast svona skýstrókur og við hvaða aðstæður?„Þeir myndast þegar það er mjög óstöðugt andrúmsloft,“ segir Elín. Þá geti komið stórir skúraklakkar með gríðarlegri úrkomu í skamma stund. Hún segir að stundum fylgi þeim haglél, þrumur og eldingar. Þetta geti gerst þegar þessi ský fá að þroskast og sækja í sig orku. Frá yfirborðinu rísi hlýtt loft á móti köldu lofti í efri lögunum og þá geti hvirflar myndast. Eftir því sem andstæðurnar eru skarpari þegar loftið mætist geta myndast ranaský. „Þegar þessi rani nær að snerta jörðu þá erum við komin með skýstrók,“ líkt og þann sem heimilisfólkið á bænum Norðurhjáleigu fékk að kynnast í gær. „Við höfum fregnir af því á hverju ári um að það komi svona ranaský ofan úr svona fallegum skúraklökkum,“ segir Elín. Það sé til dæmis vel þekkt að hey hvirflist á túnum, það séu smækkaðar útgáfur af skýstróki. Elín segir að ástæðan fyrir því að skýstrókarnir sem riðu yfir í gær voru svona kraftmiklir sé sú að það hafi verið óvenjulegu mikill kuldapollur í háloftunum yfir Íslandi í gær. „Ef þessi háloftakuldapollur hefði ekki verið til staðar þá hefði þetta líklega aldrei náð þessum krafti.“Heilu þakplöturnar feyktust af húsum á bænum Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær.Sæunn KáradóttirAðspurð hvort kraftur skýstrókanna geti tengst loftslagsbreytingum svarar Elín neitandi. „Einu skýstrókarnir sem við vitum að eru raunverulega tengdir loftslagsbreytingum eru þeir skýstrókar sem myndast inni í veggjum öflugra fellibylja þannig að við höfum engar sérstakar áhyggjur af því að þetta aukist á Íslandi,“ segir Elín hughreystandi. Elín ætlar í vettvangsferð ásamt samstarfsfólki sínu til að rannsaka tilvik gærdagsins nánar. „Við ætlum að greina og skoða hvort hægt sé að sjá rás aftur. Það getur sagt okkur svolítið um kraftinn og mögulega vindhraðann.“ Elín segir að það sé hægt að læra af skýstrókunum sem riðu yfir í gær. „Nú getum við farið að skoða hvort við getum gert betur í að spá fyrir um svona,“ segir Elín sem bætir við að það sé mikill fengur ef veðurfræðingar gætu varað við skýstrókum, sér í lagi, á þessum skala en hún tekur það fram að þeir séu erfiðir viðfangs og oft erfitt að spá fyrir um þá. „Til dæmis í Bandaríkjunum, þegar svona skýstrókar gerast mjög víða og mjög oft, þá telst mjög gott að fá fimmtán mínútna viðvörun en samt er búið að eyða síðustu fimmtíu árum í rannsóknir.“
Tengdar fréttir Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36