Slæmur endasprettur hjá Ólafíu á þriðja hringnum Ísak Jasonarson skrifar 25. ágúst 2018 21:15 Ólafía Þórunn. Vísir/Getty Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag þriðja hringinn á CP Classic mótinu á LPGA mótaröðinni á þremur höggum yfir pari. Við það fór hún niður um 20 sæti og situr nú í 63. sæti fyrir lokahringinn í mótinu. Ólafía Þórunn hóf leik á 10. teig í dag og lék fyrri níu holurnar á einu höggi yfir pari eftir tvo skolla og einn fugl. Hún byrjaði svo vel á seinni níu og þegar hún fékk fugl á 3. holu var hún komin aftur á parið. Þá tók hins vegar við slæmur kafli þar sem hún fékk þrjá skolla á fjórum holum og kláraði Ólafía að lokum hringinn á 3 höggum yfir pari. Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 63. sæti á parinu í heildina en hún hóf daginn í 43. sæti. Hún þarf að leika vel á lokahringnum sem fer fram á morgun, sunnudag, ætli hún sér að koma sér upp stigalistann en hún sat í 137. sæti listans fyrir mótið. 100 efstu í árslok halda þátttökurétti sínum á mótaröðinni. Efstu kylfingarnir eru nú komnir á seinni níu holurnar á þriðja hring og er það Brooke M. Henderson sem er þessa stundina í efsta sæti á 15 höggum undir pari.
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag þriðja hringinn á CP Classic mótinu á LPGA mótaröðinni á þremur höggum yfir pari. Við það fór hún niður um 20 sæti og situr nú í 63. sæti fyrir lokahringinn í mótinu. Ólafía Þórunn hóf leik á 10. teig í dag og lék fyrri níu holurnar á einu höggi yfir pari eftir tvo skolla og einn fugl. Hún byrjaði svo vel á seinni níu og þegar hún fékk fugl á 3. holu var hún komin aftur á parið. Þá tók hins vegar við slæmur kafli þar sem hún fékk þrjá skolla á fjórum holum og kláraði Ólafía að lokum hringinn á 3 höggum yfir pari. Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 63. sæti á parinu í heildina en hún hóf daginn í 43. sæti. Hún þarf að leika vel á lokahringnum sem fer fram á morgun, sunnudag, ætli hún sér að koma sér upp stigalistann en hún sat í 137. sæti listans fyrir mótið. 100 efstu í árslok halda þátttökurétti sínum á mótaröðinni. Efstu kylfingarnir eru nú komnir á seinni níu holurnar á þriðja hring og er það Brooke M. Henderson sem er þessa stundina í efsta sæti á 15 höggum undir pari.
Golf Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira