Woods rétt slapp í gegnum niðurskurðinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. ágúst 2018 09:01 Tiger Woods Vísir/Getty Brooks Koepka hefur verið einn besti kylfingur ársins og vann tvö af fjórum risamótum sumarsins. Hann er jafn í forystu á fyrsta móti úrslitakeppninnar um FedEx bikarinn á PGA mótaröðinni. Koepka vann Opna bandaríska risamótið og PGA meistaramótið í sumar. Hann fór annan hring á Northern Trust mótinu á 65 höggum í gær, sem er sex undir pari og er Koepka því á tíu höggum undir pari í mótinu, líkt og Jamie Lovemark. Northern Trust mótið er fyrsta mótið af fjórum í úrslitakeppninni um FedEx bikarinn. 125 stigahæstu kylfingarnir til þessa á PGA mótaröðinni fengu þáttökurétt á mótinu. Á næsta mót komast 100 stigahæstu kylfingarnir, svo verður skorið niður í 70 og á lokamótinu fá aðeins 30 stigahæstu kylfingarnir þáttökurétt.Highlights from Round 2 at @TheNTGolf:@DJohnsonPGA@TigerWoods Adam Scott@BKoepka Jamie Lovemark@TommyFleetwood1pic.twitter.com/Z0CjTP4WYM — PGA TOUR (@PGATOUR) August 25, 2018 Tiger Woods rétt slapp í gegnum niðurskurðinn á mótinu, hann er á pari vallarins eftir að hafa verið í vandræðum með púttin í gær. Niðurskurðarlínan var við eitt högg yfir par. Woods var í 20. sæti FedEx stigalistans áður en mótið hófst og því ætti hann að vera öruggur um að lenda á meðal 100 efstu og ná inn á næsta mót í úrslitakeppninni, sama hvað hann gerir um helgina. Adam Scott frá Ástralíu átti besta hring gærdagsins, hann fór á 64 höggum eða sjö höggum undir pari. Glæsileg spilamennska hans skilaði honum á níu högg undir pari, einu höggi frá Koepka og Lovemark í fyrsta sætinu. Bein útsending frá þriðja keppnisdegi hefst á Golfstöðinni klukkan 17:00.Adam Scott made 9 putts outside 5 feet on Friday. Highlights from his 7-under 64 at @TheNTGolf: pic.twitter.com/RZxEbs0Oc1 — PGA TOUR (@PGATOUR) August 25, 2018 Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Brooks Koepka hefur verið einn besti kylfingur ársins og vann tvö af fjórum risamótum sumarsins. Hann er jafn í forystu á fyrsta móti úrslitakeppninnar um FedEx bikarinn á PGA mótaröðinni. Koepka vann Opna bandaríska risamótið og PGA meistaramótið í sumar. Hann fór annan hring á Northern Trust mótinu á 65 höggum í gær, sem er sex undir pari og er Koepka því á tíu höggum undir pari í mótinu, líkt og Jamie Lovemark. Northern Trust mótið er fyrsta mótið af fjórum í úrslitakeppninni um FedEx bikarinn. 125 stigahæstu kylfingarnir til þessa á PGA mótaröðinni fengu þáttökurétt á mótinu. Á næsta mót komast 100 stigahæstu kylfingarnir, svo verður skorið niður í 70 og á lokamótinu fá aðeins 30 stigahæstu kylfingarnir þáttökurétt.Highlights from Round 2 at @TheNTGolf:@DJohnsonPGA@TigerWoods Adam Scott@BKoepka Jamie Lovemark@TommyFleetwood1pic.twitter.com/Z0CjTP4WYM — PGA TOUR (@PGATOUR) August 25, 2018 Tiger Woods rétt slapp í gegnum niðurskurðinn á mótinu, hann er á pari vallarins eftir að hafa verið í vandræðum með púttin í gær. Niðurskurðarlínan var við eitt högg yfir par. Woods var í 20. sæti FedEx stigalistans áður en mótið hófst og því ætti hann að vera öruggur um að lenda á meðal 100 efstu og ná inn á næsta mót í úrslitakeppninni, sama hvað hann gerir um helgina. Adam Scott frá Ástralíu átti besta hring gærdagsins, hann fór á 64 höggum eða sjö höggum undir pari. Glæsileg spilamennska hans skilaði honum á níu högg undir pari, einu höggi frá Koepka og Lovemark í fyrsta sætinu. Bein útsending frá þriðja keppnisdegi hefst á Golfstöðinni klukkan 17:00.Adam Scott made 9 putts outside 5 feet on Friday. Highlights from his 7-under 64 at @TheNTGolf: pic.twitter.com/RZxEbs0Oc1 — PGA TOUR (@PGATOUR) August 25, 2018
Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira