Íslenski boltinn

Tvö víti í súginn í markalausum toppslag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jói Kalli klórar sér væntanlega aðeins í hausnum eftir vítaklúður sinna manna í kvöld.
Jói Kalli klórar sér væntanlega aðeins í hausnum eftir vítaklúður sinna manna í kvöld. vísir/ernir
Skagamenn klúðruðu gullnu tækifæri til að koma sér enn nærri Pepsi-deildar sæti með því að misnota tvær vítaspyrnur í markalausu jafntefli gegn HK á heimavelli.

Toppliðin mættust á Akranesi í kvöld og var ljóst að liðið sem myndi vinna gæti byrjað að hugsa enn meira um Pepsi-deildarsæti á meðan liðið sem myndi tapa hefði þurft að líta aðeins í baksýnisspegilinn.

Skagamenn fengu vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks en Arnar Freyr Ólafsson varði frá Jeppe Hansen. Aftur fengu Skagamenn vítaspyrnu í þeim síðari en þá varði Arnar frá Vincent Weijl.

Markalaust jafntefli niðurstaðan og Skagamenn því áfram á topnum með stigi meira en HK sem er í öðru sætinu, fjórum stigum á undan Víkingi Ólafsvík.

Ólsarar unnu einmitt 2-1 sigur á Leikni í kvöld. Gonzalo Zamorano og Kwame Quee skoruðu mörk Víkings en Sævar Atli Magnússon minnkaði muinn fyrir Leikni úr vítaspyrnu.

Leiknir er í sjöunda sætinu með átján stig, þremur stigum frá fallsæti er fjórir umferðir eru eftir af mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×