Turnbull ýtt til hliðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. ágúst 2018 06:20 Scott Morrison tekur við embætti forsætisráðherra Ástralíu. vísir/getty Fjármálaráðherrann Scott Morrison var í nótt gerður að forsætisráðherra Ástralíu. Skipun hans er afsprengi hatrammra deilna innan Frjálslynda flokksins um fráfarandi forsætisráðherra, Malcolm Turnbull, sem sakaður var um að bera meginábyrgð á fylgistapi flokksins að undanförnu. Deilurnar voru leiddar til lykta með atkvæðagreiðslu í nótt, þar sem flokksmenn völdu hver skyldi taka við keflinu af Turnbull. Valið stóð á milli tveggja ráðherra, fyrrnefnds fjármálaráðherra og innanríkisráðherrans Peter Dutton - sem lýst er sem hörðum andstæðingi Turnbull. Morrison hlaut 45 atkvæði gegn 40 atkvæðum Dutton. Turnbull er fjórði forsætisráðherra Ástralíu sem vikið er úr embætti af flokksystkinum sínum á síðastliðnum 10 árum. Frjálslyndi flokkurinn hefur fengið harða útreið í skoðanakönnunum og héraðskosningum að undanförnu. Spjótin tóku fljótt að beinast að forystumanninum Turnbull sem átti í vök að verjast vegna stefnu sinnar í orkumálum, sem breska ríkisútvarpið segir að hafi stangast á við skoðanir íhaldssamari flokksmanna. Dutton ákvað því að bjóða sig fram til formennsku í flokknum á þriðjudag, með það fyrir augum að ýta Turnbull til hliðar, en varð ekki kápan úr því klæðinu. Þegar ljóst var að Turnbull hafði tapað stuðningi margra þungavigtarmanna í flokknum ákvað Morrison einnig að bjóða sig fram. Fráfarandi forsætisráðherra er þá, þegar framboð Morrison kom fram, sagður hafa ákveðið að víkja úr embætti. Morrison tók fyrst sæti á þingi árið 2007 og gegndi ráðherraembætti innflytjendamála í ríkisstjórn Tony Abbot. Hann fékk bæði lof og last fyrir að framfylgja harðri stefnu í málaflokknum. Þrátt fyrir að höfða til hófsamra stuðningsmanna Frjálslyndra er Morrison jafnframt sagður vera einn helsti leiðtogi kristilega arms flokksins, en á síðasta ári setti hann sig til að mynda upp á móti frumvarpi um lögleiðingu samkynja hjónabanda. Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17 Harðlínumaður gæti velt forsætisráðherra Ástralíu úr stóli Líkurnar á að Ástralir grípi til aðgerða í loftslagsmálum eru ekki taldar aukast ef Petter Dutton leggur Malcom Turnbull í leiðtogakjöri hjá Frjálslynda flokknum. 22. ágúst 2018 11:16 Turnbull áfram formaður Staða Turnbull er þó enn talin nokkuð viðkvæm og alls óvíst hvort hann nái að halda í formennskuna mikið lengur. 21. ágúst 2018 07:30 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Fjármálaráðherrann Scott Morrison var í nótt gerður að forsætisráðherra Ástralíu. Skipun hans er afsprengi hatrammra deilna innan Frjálslynda flokksins um fráfarandi forsætisráðherra, Malcolm Turnbull, sem sakaður var um að bera meginábyrgð á fylgistapi flokksins að undanförnu. Deilurnar voru leiddar til lykta með atkvæðagreiðslu í nótt, þar sem flokksmenn völdu hver skyldi taka við keflinu af Turnbull. Valið stóð á milli tveggja ráðherra, fyrrnefnds fjármálaráðherra og innanríkisráðherrans Peter Dutton - sem lýst er sem hörðum andstæðingi Turnbull. Morrison hlaut 45 atkvæði gegn 40 atkvæðum Dutton. Turnbull er fjórði forsætisráðherra Ástralíu sem vikið er úr embætti af flokksystkinum sínum á síðastliðnum 10 árum. Frjálslyndi flokkurinn hefur fengið harða útreið í skoðanakönnunum og héraðskosningum að undanförnu. Spjótin tóku fljótt að beinast að forystumanninum Turnbull sem átti í vök að verjast vegna stefnu sinnar í orkumálum, sem breska ríkisútvarpið segir að hafi stangast á við skoðanir íhaldssamari flokksmanna. Dutton ákvað því að bjóða sig fram til formennsku í flokknum á þriðjudag, með það fyrir augum að ýta Turnbull til hliðar, en varð ekki kápan úr því klæðinu. Þegar ljóst var að Turnbull hafði tapað stuðningi margra þungavigtarmanna í flokknum ákvað Morrison einnig að bjóða sig fram. Fráfarandi forsætisráðherra er þá, þegar framboð Morrison kom fram, sagður hafa ákveðið að víkja úr embætti. Morrison tók fyrst sæti á þingi árið 2007 og gegndi ráðherraembætti innflytjendamála í ríkisstjórn Tony Abbot. Hann fékk bæði lof og last fyrir að framfylgja harðri stefnu í málaflokknum. Þrátt fyrir að höfða til hófsamra stuðningsmanna Frjálslyndra er Morrison jafnframt sagður vera einn helsti leiðtogi kristilega arms flokksins, en á síðasta ári setti hann sig til að mynda upp á móti frumvarpi um lögleiðingu samkynja hjónabanda.
Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17 Harðlínumaður gæti velt forsætisráðherra Ástralíu úr stóli Líkurnar á að Ástralir grípi til aðgerða í loftslagsmálum eru ekki taldar aukast ef Petter Dutton leggur Malcom Turnbull í leiðtogakjöri hjá Frjálslynda flokknum. 22. ágúst 2018 11:16 Turnbull áfram formaður Staða Turnbull er þó enn talin nokkuð viðkvæm og alls óvíst hvort hann nái að halda í formennskuna mikið lengur. 21. ágúst 2018 07:30 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17
Harðlínumaður gæti velt forsætisráðherra Ástralíu úr stóli Líkurnar á að Ástralir grípi til aðgerða í loftslagsmálum eru ekki taldar aukast ef Petter Dutton leggur Malcom Turnbull í leiðtogakjöri hjá Frjálslynda flokknum. 22. ágúst 2018 11:16
Turnbull áfram formaður Staða Turnbull er þó enn talin nokkuð viðkvæm og alls óvíst hvort hann nái að halda í formennskuna mikið lengur. 21. ágúst 2018 07:30