Guðmundur Ágúst og Helga Kristín leiða eftir fyrsta hring í Grafarholti Anton Ingi Leifsson skrifar 23. ágúst 2018 21:30 Helga var í stuði á fyrsta hringnum. mynd/gsimyndir.net Guðmundur Ágúst Kristjánsson, úr GR, og Helga Kristín Einarsdóttir, úr GK, leiða eftir fyrsta hring á Securitasmótinu en mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni. Keppt er um GR-bikarinn en leikið er á Grafarholtsveli alla helgina. Fyrsti hringurinn fór fram í gær en hann er fyrsti af fjórum sem leiknir eru um helgina. Guðmundur Ágúst spilaði fyrsta hringinn á fjórum höggum undir pari en næstur á eftir honum kemur Rúnar Arnórsson, úr GK, á þremur undir pari. Þar á eftir koma sex kylfingar á einu höggi undir pari þar á meðal atvinnukylfingurinn Axel Bóasson. Það er ljóst að það verður hörð barátta í karlaflokki um helgina.Guðmundur leiðir í karlaflokki eftir fyrsta hring.mynd/gsimyndir.netHelga Kristín spilaði frábært golf á fyrsta hringnum. Hún spilaði á 68 höggum, eða þremur höggum undir pari, og er með sjö högga forskot á Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur sem er í öðru sætinu á fjórum yfir pari. Anna Sólveig Snorradóttir og Berglind Björnsdóttur eru svo í þriðja til fjórða sætinu á sex höggum yfir pari. Verðlaunin er glæsileg á þessu móti. Atvinnukylfingar á borð við Íslandsmeistarana Axel Bóasson úr GK og Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur gætu fengið allt að 750.000. kr í sinn hlut. Til þess þurfa þau að sigra á Securitasmótinu og landa stigameistaratitlinum á Eimskipsmótaröðinni samhliða sigrinum í GR-bikarinnar. Ef áhugakylfingur sigrar í karla – eða kvennaflokki fær hann 70.000 kr. í sinn hlut. Atvinnukylfingar geta fengið 250.000 kr. fyrir sigurinn á Securitasmótinu – GR-bikarinn. Stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni 2017-2018 fá 250.000 í sinn hlut ef þau eru atvinnukylfingar en áhugakylfingar fá 70.000 kr. gjafakort. Uppfærðan stigalista má sjá neðst í þessari grein hér. Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, úr GR, og Helga Kristín Einarsdóttir, úr GK, leiða eftir fyrsta hring á Securitasmótinu en mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni. Keppt er um GR-bikarinn en leikið er á Grafarholtsveli alla helgina. Fyrsti hringurinn fór fram í gær en hann er fyrsti af fjórum sem leiknir eru um helgina. Guðmundur Ágúst spilaði fyrsta hringinn á fjórum höggum undir pari en næstur á eftir honum kemur Rúnar Arnórsson, úr GK, á þremur undir pari. Þar á eftir koma sex kylfingar á einu höggi undir pari þar á meðal atvinnukylfingurinn Axel Bóasson. Það er ljóst að það verður hörð barátta í karlaflokki um helgina.Guðmundur leiðir í karlaflokki eftir fyrsta hring.mynd/gsimyndir.netHelga Kristín spilaði frábært golf á fyrsta hringnum. Hún spilaði á 68 höggum, eða þremur höggum undir pari, og er með sjö högga forskot á Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur sem er í öðru sætinu á fjórum yfir pari. Anna Sólveig Snorradóttir og Berglind Björnsdóttur eru svo í þriðja til fjórða sætinu á sex höggum yfir pari. Verðlaunin er glæsileg á þessu móti. Atvinnukylfingar á borð við Íslandsmeistarana Axel Bóasson úr GK og Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur gætu fengið allt að 750.000. kr í sinn hlut. Til þess þurfa þau að sigra á Securitasmótinu og landa stigameistaratitlinum á Eimskipsmótaröðinni samhliða sigrinum í GR-bikarinnar. Ef áhugakylfingur sigrar í karla – eða kvennaflokki fær hann 70.000 kr. í sinn hlut. Atvinnukylfingar geta fengið 250.000 kr. fyrir sigurinn á Securitasmótinu – GR-bikarinn. Stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni 2017-2018 fá 250.000 í sinn hlut ef þau eru atvinnukylfingar en áhugakylfingar fá 70.000 kr. gjafakort. Uppfærðan stigalista má sjá neðst í þessari grein hér.
Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira