Íslenski boltinn

Þór og Njarðvík köstuðu frá sér mikilvægum stigum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sveinn Elías er fyrirliði Þórsara.
Sveinn Elías er fyrirliði Þórsara. vísir/ernir
Þór og Njarðvík glutruðu mikilvægum stigum í Inkasso-deild karla í kvöld en bæði lið fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma.

Ignacio Gil kom Þór yfir á 69. mínútu en Magnamenn léku einum færri frá 45. mínútu eftir að Sveinn Óli Birgisson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Flest stefndi í mikilvægan sigur Þórsara í toppbaráttunni en Ólafur Aron Pétursson, fyrrum KA-maður, jafnaði fyrir Magna í uppbótartíma og lokatölur 1-1.

Þór er því með 34 stig í þriðja sætinu, fjórum stigum á eftir HK, en hefðu með sigri verið tveimur stigum á eftir HK.

Magni er á botninum með þrettán stig, nú fjórum stigum á eftir ÍR og Haukum sem eru með sautján stig í níunda og tíunda sæti.

Njarðvík gerði slíkt hið sama og Þór. Kenneth Hogg kom Njarðvík yfir í fyrri hálfleik en Björgvin Stefán Pétursson jafnaði metinn í uppbótartíma. 1-1 lokatölur.

Njarðvík er í áttunda sætinu með 18 stig en ÍR er tveimur sætum neðar með stigi minna. Selfoss er í fallsæti með 15 stig.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×