Aðgerðir í leikskólamálum skila árangri Skúli Þór Helgason skrifar 23. ágúst 2018 05:00 Mun betur gengur að ráða í lausar stöður á leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi en undanfarin ár. Lausar stöður eru nú helmingi færri í leikskólum og grunnskólum en á sama tíma í fyrra og horfurnar betri í frístund. Nú er búið að ráða í nær 94% stöðugilda í leikskólum borgarinnar og 98% í grunnskólunum. Eftir er að ráða í 62 stöðugildi á leikskólum sem er að meðaltali eitt stöðugildi á hvern hinna 62 leikskóla borgarinnar. Tvöfalt fleiri leikskólar eru fullmannaðir. Þennan árangur má þakka góðu samstarfi stjórnenda leikskóla og starfsfólks skóla- og frístundasviðs, markvissri kynningarherferð um mikilvægasta starf í heimi, markhópavinnu gagnvart háskólanemum og ungu fólki og kynningu á þeim umtalsverðu hlunnindum sem bjóðast starfsfólki hjá leikskólum borgarinnar, s.s. afslætti af leikskólagjöldum, samgöngustyrkjum, ókeypis máltíðum, menningar- og sundkortum, fjármagni til heilsueflingar o.m.fl. Síðast en ekki síst hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða til að bæta starfsumhverfið, s.s. með hækkun launa, fjölgun undirbúningstíma, auknu rými fyrir börn og starfsfólk, fjölgun starfsfólks á elstu deildum o.fl. Þróunin er í rétta átt en vissulega er enn verk að vinna. Við verðum ekki ánægð fyrr en leikskólarnir eru fullmannaðir og öll börn með úthlutað leikskólarými hafa hafið sína leikskólagöngu. Nú eru um 200 börn á biðlista eftir leikskólaplássi og er því langur vegur frá að fullyrðingar um 1.600 barna biðlista fái staðist. Það sem meira er, allt bendir til að öll þessi 200 börn fái boð um leikskólavist í haust því nú eru ríflega 300 laus pláss á leikskólum borgarinnar. Og horfurnar eru góðar því við munum fjölga leikskólaplássum í haust með nýjum deildum við nokkra eftirsóttustu leikskóla borgarinnar og fjölgun barna við einkarekna leikskóla. Nýr meirihluti í borginni ætlar að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölgun ungbarnadeilda og byggingu nýrra leikskóla auk aðgerða til að styrkja dagforeldrakerfið. Eftir þeirri stefnu störfum við af fullum krafti samhliða baráttu við að fjölga leikskólakennurum sem er forgangsmál til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Mun betur gengur að ráða í lausar stöður á leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi en undanfarin ár. Lausar stöður eru nú helmingi færri í leikskólum og grunnskólum en á sama tíma í fyrra og horfurnar betri í frístund. Nú er búið að ráða í nær 94% stöðugilda í leikskólum borgarinnar og 98% í grunnskólunum. Eftir er að ráða í 62 stöðugildi á leikskólum sem er að meðaltali eitt stöðugildi á hvern hinna 62 leikskóla borgarinnar. Tvöfalt fleiri leikskólar eru fullmannaðir. Þennan árangur má þakka góðu samstarfi stjórnenda leikskóla og starfsfólks skóla- og frístundasviðs, markvissri kynningarherferð um mikilvægasta starf í heimi, markhópavinnu gagnvart háskólanemum og ungu fólki og kynningu á þeim umtalsverðu hlunnindum sem bjóðast starfsfólki hjá leikskólum borgarinnar, s.s. afslætti af leikskólagjöldum, samgöngustyrkjum, ókeypis máltíðum, menningar- og sundkortum, fjármagni til heilsueflingar o.m.fl. Síðast en ekki síst hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða til að bæta starfsumhverfið, s.s. með hækkun launa, fjölgun undirbúningstíma, auknu rými fyrir börn og starfsfólk, fjölgun starfsfólks á elstu deildum o.fl. Þróunin er í rétta átt en vissulega er enn verk að vinna. Við verðum ekki ánægð fyrr en leikskólarnir eru fullmannaðir og öll börn með úthlutað leikskólarými hafa hafið sína leikskólagöngu. Nú eru um 200 börn á biðlista eftir leikskólaplássi og er því langur vegur frá að fullyrðingar um 1.600 barna biðlista fái staðist. Það sem meira er, allt bendir til að öll þessi 200 börn fái boð um leikskólavist í haust því nú eru ríflega 300 laus pláss á leikskólum borgarinnar. Og horfurnar eru góðar því við munum fjölga leikskólaplássum í haust með nýjum deildum við nokkra eftirsóttustu leikskóla borgarinnar og fjölgun barna við einkarekna leikskóla. Nýr meirihluti í borginni ætlar að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölgun ungbarnadeilda og byggingu nýrra leikskóla auk aðgerða til að styrkja dagforeldrakerfið. Eftir þeirri stefnu störfum við af fullum krafti samhliða baráttu við að fjölga leikskólakennurum sem er forgangsmál til framtíðar.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun