Menning

Systkina­tónleikar í fjórða sinn

Gunnþórunn Gunnarsdóttir skrifar
Guðfinnur og Kristín eru listræn og samrýnd systkini.
Guðfinnur og Kristín eru listræn og samrýnd systkini. Fréttablaðið/Ernir
Söngelsku systkinin Kristín og Guðfinnur Sveinsbörn syngja saman á sínum fjórðu Systkinatónleikum í kvöld. Myndast hefur sú hefð að á hverju ári fá systkinin ungt tónskáld til liðs við sig til að semja dúett fyrir tækifærið.

Í ár var það Bára Gísladóttir sem samdi verkið Átta lög við ljóð Kött Grá Pjé og verður verkið flutt á tónleikunum af þeim systkinum og strengjakvartett. Bjarni Frímann Bjarnason leikur á píanó.

„Bára er fyrsta tónskáldið sem semur klassískt tónverk við texta Kött Grá Pjé, sem hefur eins og landsmönnum er kunnugt getið sér gott orð sem ljóðskáld og rappari. Blanda nýklassískrar tónlistar og texta Kött kemur vægast sagt skemmtilega á óvart,“ segir Kristín.

Dagskrá tónleikanna mun að öðru leyti samanstanda af íslenskum dægurlaga- og söngperlum, vel völdum þýskum og sænskum ljóðum, óperuaríum og dúettum.

Tónleikarnir fara fram í Fella- og Hólakirkju í kvöld kl. 20 og kostar miðinn 2.500 kr., 2.000 fyrir aldraða og öryrkja og frítt er fyrir börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.