Misstu aleiguna og hundinn í bruna út frá spjaldtölvu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. ágúst 2018 20:00 Fjölskylda á Akranesi missti aleiguna og hundinn sinn þegar eldur kviknaði út frá spjaldtölvu sem ofhitnaði í sófa á heimilinu. Slökkviliðsmaður segir mikilvægt að geyma tækin á hörðu yfirborði. Húsið var mannlaust þegar eldurinn kom upp hinn 29. júní síðastliðinn en íbúar voru á heimleið úr afmælisveislu í Reykjavík þegar símtalið barst. „Okkur var sagt að það væri kviknað í húsinu okkar og að slökkviliðið væri að reyna að komast inn. Eða nágranni var reyndar að reyna að komast inn en var ekki með lykil," segir Jóhanna Kristín Þorsteinsdóttir. Fjölskyldan missti aleiguna í brunanum og að sögn slökkviliðs mátti litlu muna að húsið brynni til grunna. Þá voru gæludýr fjölskyldunnar læst inni þegar eldurinn kom upp. „Þarna var hundurinn okkar og kanínan sem við vorum að passa og gullfiskarnir. Það var gert allt til að reyna bjarga hundinum en það gekk ekki," segir Jóhanna.Spjaldtölvan ofhitnaði í sófanum.Rannsókn leiddi í ljós að eldsupptökin voru í spjaldtölvu sem hafði fallið á milli sessa í stofusófanum. Tölvan var ekki í hleðslu en talið er líklegt að hún hafi ofhitnað vegna opinna forrita. „Þegar ekkert loft kemst að tækinu, sem gerist þegar því er stungið undir kodda eða á milli í sófa, þá myndast það mikill hiti að sjálfíkveikja í tækinu verður," segir Snorri Guðmundsson, slökkviliðsmaður og matsmaður eignatjóna hjá VÍS. Samkvæmt upplýsingum frá VÍS er nokkrum sinnum á ári tilkynnt um bruna af völdum snjalltækja og hjá TM er skráð eitt tjón þar sem eldur kviknaði út frá snjallsíma sem ofhitnaði undir sæng. „Þetta er inni á hverju einasta heimili. Jafnvel mörg svona tæki og það er unga fólkið sem er aðallega með þetta, krakkar og unglingar. Maður getur hreinlega aldrei farið of varlega með þessi tæki. Það þarf að hafa þau á stað þar sem loftar um þau að minnsta kosti og hafa hugann við þau á meðan þau eru í hleðslu af því þetta getur hitnað," segir Snorri Tryggingar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Fjölskylda á Akranesi missti aleiguna og hundinn sinn þegar eldur kviknaði út frá spjaldtölvu sem ofhitnaði í sófa á heimilinu. Slökkviliðsmaður segir mikilvægt að geyma tækin á hörðu yfirborði. Húsið var mannlaust þegar eldurinn kom upp hinn 29. júní síðastliðinn en íbúar voru á heimleið úr afmælisveislu í Reykjavík þegar símtalið barst. „Okkur var sagt að það væri kviknað í húsinu okkar og að slökkviliðið væri að reyna að komast inn. Eða nágranni var reyndar að reyna að komast inn en var ekki með lykil," segir Jóhanna Kristín Þorsteinsdóttir. Fjölskyldan missti aleiguna í brunanum og að sögn slökkviliðs mátti litlu muna að húsið brynni til grunna. Þá voru gæludýr fjölskyldunnar læst inni þegar eldurinn kom upp. „Þarna var hundurinn okkar og kanínan sem við vorum að passa og gullfiskarnir. Það var gert allt til að reyna bjarga hundinum en það gekk ekki," segir Jóhanna.Spjaldtölvan ofhitnaði í sófanum.Rannsókn leiddi í ljós að eldsupptökin voru í spjaldtölvu sem hafði fallið á milli sessa í stofusófanum. Tölvan var ekki í hleðslu en talið er líklegt að hún hafi ofhitnað vegna opinna forrita. „Þegar ekkert loft kemst að tækinu, sem gerist þegar því er stungið undir kodda eða á milli í sófa, þá myndast það mikill hiti að sjálfíkveikja í tækinu verður," segir Snorri Guðmundsson, slökkviliðsmaður og matsmaður eignatjóna hjá VÍS. Samkvæmt upplýsingum frá VÍS er nokkrum sinnum á ári tilkynnt um bruna af völdum snjalltækja og hjá TM er skráð eitt tjón þar sem eldur kviknaði út frá snjallsíma sem ofhitnaði undir sæng. „Þetta er inni á hverju einasta heimili. Jafnvel mörg svona tæki og það er unga fólkið sem er aðallega með þetta, krakkar og unglingar. Maður getur hreinlega aldrei farið of varlega með þessi tæki. Það þarf að hafa þau á stað þar sem loftar um þau að minnsta kosti og hafa hugann við þau á meðan þau eru í hleðslu af því þetta getur hitnað," segir Snorri
Tryggingar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira