Erlent

Facebook og Twitter loka áróðurssíðum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook.
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. Vísir/AP
Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa lokað fjölmörgum áróðurssíðum á miðlum sínum. Lokanirnar eru sagðar liður í herferð miðlanna gegn falsfréttum og dreifingu villandi upplýsinga. Síðurnar urðu allar uppvísar að slíkum áróðri.

Facebook lokaði yfir 650 síðum hópa, fyrirtækja og einstaklinga, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Mark Zuckerberg, stofnanda miðilsins. Síðurnar voru raktar til áróðursherferða tengdum Íran og Rússlandi. Twitter lokaði 284 reikningum sem allir áttu uppruna sinn í Íran.

Rannsókn á málinu stendur enn yfir. Í yfirlýsingu Facebook kemur þó fram að áróðurssíðurnar hafi beinst að notendum í Miðausturlöndum, Suður-Ameríku, Bretlandi og Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir

Segja Facebook stunda persónunjósnir

Mark Zuckerberg er sakaður um að hafa þróað aðgerðaáætlun fyrir Facebook sem miðaði að því að nýta sér mikið magn persónulegra upplýsinga notenda til þess að fyrirtæki hans gæti grætt milljarða og gert út af við keppinauta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×