Íslenski boltinn

Grótta og Afturelding á toppnum eftir dramatíska sigra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gróttu-menn fagna marki í síðasta leik.
Gróttu-menn fagna marki í síðasta leik. mynd/fésbókarsíða Gróttu
Afturelding er á toppi 2. deildar karla eftir dramatískan 3-2 sigur á Kári í toppslag á Akranesi í kvöld. Grótta vann einnig sigur á Vestra á sama tíma.

Grótta vann 3-2 sigur á Vestra á heimavelli en sigurmarkið kom einni mínútu fyrir leikslok. Pétur Theódór Árnason skoraði þá annað mark sitt og þriðja mark Gróttu í 3-2 sigri.

Afturelding vann einnig dramatískan sigur er liðið mætti Kára á Akranesi. Kári komst í 2-0 en Afturelding kom til baka og Jose Gonzales skoraði sigurmarkið á 88. mínútu.

Völsungur rúllaði yfir Leikni Fáskrúðsfjörð, 4-1, en leikið var á Húsavík. Guðmundur Óli Steingrímsson skoraði tvö mörk Húsvíkinga úr vítaspyrnu.

Afturelding er á toppi deildarinnar er fjórir leikir eru eftir. Liðið er með 33 stig eins og Grótta en betri markatölu. Vestri, Völsungur og Kári eru svo í þriðja, fjórða og fimmta sætinu, öll með 31 stig.

Fimm leikir eru eftir af deildinni en það er ljóst að það verður rosaleg spenna um hvaða tvö lið fara upp í Inkasso-deildina.

Spennan er líka mikil á botninum. Tindastóll vann 1-0 sigur á Hetti með marki í uppbótartíma. Bæði Höttur og Tindastóll eru nú með fjórtán stig og Leiknir er í níunda sætinu með sextán stig.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir af úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×