Mesta breytingin sú að fólk þorir nú að segja frá Atli Ísleifsson skrifar 21. ágúst 2018 21:00 Stefnt er að því að óháður aðili taki við símtölum og tilkynningum um ofbeldi og aðra óæskilega hegðun í íþróttum og æskulýðsstarfi og komi þeim í réttan farveg. Þetta er meðal tillagna starfshóps menntamálaráðherra sem kynntar voru fyrr í dag. Starfshópurinn var skipaður í kjölfar #metoo-yfirlýsinga íþróttakvenna sem birtust í janúar síðastliðinn undir heitinu Jöfnum leikinn. Í tillögum starfshópsins er meðal annars talað um nauðsyn þess að til staðar séu skýrir og samhæfðir verkferlar og viðbragðsáætlanir hjá félögum og samtökum í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Þá skuli fræðsluefni um kynferðislegt ofbeldi og óæskilega hegðun samræmt og unnið verði markvisst að jafnréttismálum á vegum íþróttahreyfingarinnar. Þá sé mikilvægt að íþróttahreyfingin setji sér siðareglur og hegðunarviðmið og kanni bakgrunn þeirra sem koma að íþróttastarfi. Óheimilt verði að ráða til starfa einstaklinga sem hlotið hafa refsidóma fyrir brot sem falla undir kynferðisbrotakafla hegningarlaga, líkt og þegar þekkist í æskulýðslögum, grunnskólalögum og barnaverndarlögum.Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.Vísir/vilhelmGeti leitað til óháðs aðila Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra kveðst ánægð með tillögurnar og segir þær lúta að því að auka öryggi allra þeirra sem eru í íþróttum og æskulýðsstarfi. „Ein af þessum tillögum er að þarna verði sett á laggirnar embætti óháðs aðila sem þeir sem eru að stunda íþróttir geti leitað til og geti þá leiðbeint hvað sé best að gera í svona aðstæðum. Þessar tillögur koma allar frá grasrótinni, frá ÍSÍ, frá UMFÍ og er búið að rýna nokkuð vel. Menn voru sammála um að þetta væri eitthvað sem þyrfti að stofna til,“ segir Lilja.Sjá einnig: Ótrúleg frásögn af kynjamismunun innan KSÍ: Landsliðsþjálfari þekkti hvorki nöfn né stöður leikmannaHún segir að laun þessa óháða aðila myndu greiðast af ráðuneytinu, en að það sé útfærsluatriði hvar hann yrði til húsa. Drög að frumvarpi yrðu sett í samráðsgáttina og leitast eftir ráðum hvað það varðar. Ráðherra segir ennfremur að tillögurnar muni bæta þá stöðu sem er. „Við megum samt ekki gleyma því að starfið í íþróttahreyfingunni og hjá ungmennahreyfingunum er einstaklega gott á Íslandi og öll umgjörðin tiltölulega traust. Þarna er eitthvað sem við höfum þurft að gera betur og þess vegna settum við á þennan vinnuhóp sem hefur unnið hratt og örugglega og komið með þessar tillögur og nú er það okkar að vinna það áfram.“Óskar Þór Ármannsson, formaður starfshópsins, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Hafdís Inga Hinriksdóttir sem sat í starfshópnum.Vísir/VilhelmFólk þorir að segja frá Hafdís Inga Hinriksdóttir, sem sæti átti í starfshópnum og var tilnefnd af hópi íþróttakvenna, er sömuleiðis ánægð með afrakstur vinnunnar og segist hafa tekið eftir talsverðum breytingum innan íþróttahreyfingarinnar eftir að MeToo-byltingin fór af stað.Sjá einnig: Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum „Ég myndi segja að fyrst og fremst sé breytingin sú að fólk þorir nú að segja frá. Við sjáum það að sú frásögn sem kom fram á ráðstefnunni um daginn varðandi knattspyrnulandslið kvenna, ég hef trú á að MeToo-byltingin hafi ýtt undir þá vængi sem vantaði að þora að stíga fram og segja hvað gerðist og hvernig hlutirnir hafa verið.“Viljum ekki þetta misréttiHafdís Inga segist sömuleiðis hafa fundið fyrir miklum vilja hjá íþróttahreyfingunni að ráðast í breytingar. „Fólk er mjög meðvitað um það að þetta mun kosta vinnu og þetta verði erfitt til að byrja með – nýir hlutir, það er alltaf erfitt að breyta. En við finnum að það er einhugur um það að við viljum ekki hafa ofbeldi innan íþrótta. Við viljum ekki hafa þetta misrétti. Þannig að já, við finnum mun en það er mikil vinna í vændum hjá félögum, sérsamböndum og íþróttahreyfingunni almennt. Það má alltaf gera betur, en sannanlega finnum við mun,“ segir Hafdís Inga. MeToo Tengdar fréttir Fullyrðir að Þórður hafi verið fullur og boðið leikmönnum upp á herbergi Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að Þórður Georg Lárusson hafi á sínum tíma auk þess hvorki þekkt leikmenn með nafni né vitað hvaða stöðu þær spiluðu. 16. ágúst 2018 15:48 Bakgrunnur þeirra sem komi að íþróttastarfi verði skoðaður Óheimilt verður að ráða til starfa hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum einstaklinga sem hlotið hafa refsidóma fyrir brot sem falla undir kynferðisbrotakafla hegningarlaga ef tillögur starfshóps sem skipaður var af mennta- og menningarmálaráðherra vegna #metoo-yfirlýsinga íþróttakvenna ganga eftir. 21. ágúst 2018 14:35 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Stefnt er að því að óháður aðili taki við símtölum og tilkynningum um ofbeldi og aðra óæskilega hegðun í íþróttum og æskulýðsstarfi og komi þeim í réttan farveg. Þetta er meðal tillagna starfshóps menntamálaráðherra sem kynntar voru fyrr í dag. Starfshópurinn var skipaður í kjölfar #metoo-yfirlýsinga íþróttakvenna sem birtust í janúar síðastliðinn undir heitinu Jöfnum leikinn. Í tillögum starfshópsins er meðal annars talað um nauðsyn þess að til staðar séu skýrir og samhæfðir verkferlar og viðbragðsáætlanir hjá félögum og samtökum í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Þá skuli fræðsluefni um kynferðislegt ofbeldi og óæskilega hegðun samræmt og unnið verði markvisst að jafnréttismálum á vegum íþróttahreyfingarinnar. Þá sé mikilvægt að íþróttahreyfingin setji sér siðareglur og hegðunarviðmið og kanni bakgrunn þeirra sem koma að íþróttastarfi. Óheimilt verði að ráða til starfa einstaklinga sem hlotið hafa refsidóma fyrir brot sem falla undir kynferðisbrotakafla hegningarlaga, líkt og þegar þekkist í æskulýðslögum, grunnskólalögum og barnaverndarlögum.Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.Vísir/vilhelmGeti leitað til óháðs aðila Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra kveðst ánægð með tillögurnar og segir þær lúta að því að auka öryggi allra þeirra sem eru í íþróttum og æskulýðsstarfi. „Ein af þessum tillögum er að þarna verði sett á laggirnar embætti óháðs aðila sem þeir sem eru að stunda íþróttir geti leitað til og geti þá leiðbeint hvað sé best að gera í svona aðstæðum. Þessar tillögur koma allar frá grasrótinni, frá ÍSÍ, frá UMFÍ og er búið að rýna nokkuð vel. Menn voru sammála um að þetta væri eitthvað sem þyrfti að stofna til,“ segir Lilja.Sjá einnig: Ótrúleg frásögn af kynjamismunun innan KSÍ: Landsliðsþjálfari þekkti hvorki nöfn né stöður leikmannaHún segir að laun þessa óháða aðila myndu greiðast af ráðuneytinu, en að það sé útfærsluatriði hvar hann yrði til húsa. Drög að frumvarpi yrðu sett í samráðsgáttina og leitast eftir ráðum hvað það varðar. Ráðherra segir ennfremur að tillögurnar muni bæta þá stöðu sem er. „Við megum samt ekki gleyma því að starfið í íþróttahreyfingunni og hjá ungmennahreyfingunum er einstaklega gott á Íslandi og öll umgjörðin tiltölulega traust. Þarna er eitthvað sem við höfum þurft að gera betur og þess vegna settum við á þennan vinnuhóp sem hefur unnið hratt og örugglega og komið með þessar tillögur og nú er það okkar að vinna það áfram.“Óskar Þór Ármannsson, formaður starfshópsins, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Hafdís Inga Hinriksdóttir sem sat í starfshópnum.Vísir/VilhelmFólk þorir að segja frá Hafdís Inga Hinriksdóttir, sem sæti átti í starfshópnum og var tilnefnd af hópi íþróttakvenna, er sömuleiðis ánægð með afrakstur vinnunnar og segist hafa tekið eftir talsverðum breytingum innan íþróttahreyfingarinnar eftir að MeToo-byltingin fór af stað.Sjá einnig: Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum „Ég myndi segja að fyrst og fremst sé breytingin sú að fólk þorir nú að segja frá. Við sjáum það að sú frásögn sem kom fram á ráðstefnunni um daginn varðandi knattspyrnulandslið kvenna, ég hef trú á að MeToo-byltingin hafi ýtt undir þá vængi sem vantaði að þora að stíga fram og segja hvað gerðist og hvernig hlutirnir hafa verið.“Viljum ekki þetta misréttiHafdís Inga segist sömuleiðis hafa fundið fyrir miklum vilja hjá íþróttahreyfingunni að ráðast í breytingar. „Fólk er mjög meðvitað um það að þetta mun kosta vinnu og þetta verði erfitt til að byrja með – nýir hlutir, það er alltaf erfitt að breyta. En við finnum að það er einhugur um það að við viljum ekki hafa ofbeldi innan íþrótta. Við viljum ekki hafa þetta misrétti. Þannig að já, við finnum mun en það er mikil vinna í vændum hjá félögum, sérsamböndum og íþróttahreyfingunni almennt. Það má alltaf gera betur, en sannanlega finnum við mun,“ segir Hafdís Inga.
MeToo Tengdar fréttir Fullyrðir að Þórður hafi verið fullur og boðið leikmönnum upp á herbergi Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að Þórður Georg Lárusson hafi á sínum tíma auk þess hvorki þekkt leikmenn með nafni né vitað hvaða stöðu þær spiluðu. 16. ágúst 2018 15:48 Bakgrunnur þeirra sem komi að íþróttastarfi verði skoðaður Óheimilt verður að ráða til starfa hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum einstaklinga sem hlotið hafa refsidóma fyrir brot sem falla undir kynferðisbrotakafla hegningarlaga ef tillögur starfshóps sem skipaður var af mennta- og menningarmálaráðherra vegna #metoo-yfirlýsinga íþróttakvenna ganga eftir. 21. ágúst 2018 14:35 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Fullyrðir að Þórður hafi verið fullur og boðið leikmönnum upp á herbergi Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að Þórður Georg Lárusson hafi á sínum tíma auk þess hvorki þekkt leikmenn með nafni né vitað hvaða stöðu þær spiluðu. 16. ágúst 2018 15:48
Bakgrunnur þeirra sem komi að íþróttastarfi verði skoðaður Óheimilt verður að ráða til starfa hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum einstaklinga sem hlotið hafa refsidóma fyrir brot sem falla undir kynferðisbrotakafla hegningarlaga ef tillögur starfshóps sem skipaður var af mennta- og menningarmálaráðherra vegna #metoo-yfirlýsinga íþróttakvenna ganga eftir. 21. ágúst 2018 14:35