Hægt að öðlast gráðu í tölvuleikjagerð á Íslandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. ágúst 2018 20:00 Nýtt nám á háskólastigi í tölvuleikjagerð er farið af stað hér á landi en stefnt er að því að bjóða upp á námið einnig á framhaldsskólastigi. Markaðsstjóri Keilis segir mikla eftirspurn eftir náminu og þá ekki síst frá tölvuleikjaiðnaðinum. Háskólanámið er unnið í samstarfi við norskan skóla þar sem boðið er uppá B.S. nám í tölvuleikjagerð og hófu fyrstu nemarnir nám í síðustu viku. Tölvuleikjagerð í dag snýst ekki einvörðungu um forritun og kóðun. „Þetta er ansi víðfeðmt og tekur til ýmissa greina eins og skipulagningu, verkefnastjórnunar, tónlistar, sögu, íslensku og ensku. Þetta eru allar þessar kjarnagreinar og valfög og meira til þannig að það er ekki nóg fyrir þig að kunna að sitja við tölvuna og forrita þú þarft að skipuleggja leikinn,“ segir Arnbjörn Ólafsson, forstöðumaður markaðs- og alþjóðamála, hjá Keili. Nær engin takmörk eru fyrir því hvað hægt sé að gera í tölvuleikjagerð heldur snýst námið um að vinna úr og þróa hugmyndir. Keilir stefnir að því að bjóða upp á námið á framhaldsskólastigi til stúdentsprófs og hefur undirbúning staðið yfir síðastliðin fjögur ár.Markaðsstjóri Keilis segir mikla eftirspurn eftir náminu og þá ekki síst frá tölvuleikjaiðnaðinum.Vísir/gettyNámið er háð því að Menntamálaráðuneytið samþykki áætlanir skólans en með nýju námsbrautinni verða innleiddir nýir kennsluhættir til stúdentsprófs þar sem stuðst verður við reynslu skólans af vendinámi, en þar er hefðbundinni kennslu snúið við og þá skipa sjálfstæð vinnubrögð nemandans háan sess í náminu. Arnbjörn segir mikla möguleika vera fyrir hendi að loknu námi. „Þessi grein er orðin það stór að þetta er farið að velta meira en kvikmyndaiðnaðurinn á heimsvísu,“ segir Arnbjörn. Námið byggir á nánum tengslum við atvinnulífið og hafa Samtök leikjagerðarfyrirtækja á Íslandi, hópur sem er starfræktur innan Samtaka iðnaðarins, og CCP lýst stuðningi við námsbrautina. Arnbjörn segir að eftirspurnin eftir náminu hafi aðallega komið úr atvinnulífinu og nú þegar hafa fimmtíu manns sýnt áhuga á að hefja tölvuleikjanám.Getur maður orðið ríkur af þessu?„Múltímilljóner, en skiptir það öllu máli? Er þetta ekki það sem hugurinn, eða það sem þú hefur áhuga á að nema. Síðan kemur góð atvinna í kjölfarið,“ segir Arnbjörn. Leikjavísir Skóla - og menntamál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Nýtt nám á háskólastigi í tölvuleikjagerð er farið af stað hér á landi en stefnt er að því að bjóða upp á námið einnig á framhaldsskólastigi. Markaðsstjóri Keilis segir mikla eftirspurn eftir náminu og þá ekki síst frá tölvuleikjaiðnaðinum. Háskólanámið er unnið í samstarfi við norskan skóla þar sem boðið er uppá B.S. nám í tölvuleikjagerð og hófu fyrstu nemarnir nám í síðustu viku. Tölvuleikjagerð í dag snýst ekki einvörðungu um forritun og kóðun. „Þetta er ansi víðfeðmt og tekur til ýmissa greina eins og skipulagningu, verkefnastjórnunar, tónlistar, sögu, íslensku og ensku. Þetta eru allar þessar kjarnagreinar og valfög og meira til þannig að það er ekki nóg fyrir þig að kunna að sitja við tölvuna og forrita þú þarft að skipuleggja leikinn,“ segir Arnbjörn Ólafsson, forstöðumaður markaðs- og alþjóðamála, hjá Keili. Nær engin takmörk eru fyrir því hvað hægt sé að gera í tölvuleikjagerð heldur snýst námið um að vinna úr og þróa hugmyndir. Keilir stefnir að því að bjóða upp á námið á framhaldsskólastigi til stúdentsprófs og hefur undirbúning staðið yfir síðastliðin fjögur ár.Markaðsstjóri Keilis segir mikla eftirspurn eftir náminu og þá ekki síst frá tölvuleikjaiðnaðinum.Vísir/gettyNámið er háð því að Menntamálaráðuneytið samþykki áætlanir skólans en með nýju námsbrautinni verða innleiddir nýir kennsluhættir til stúdentsprófs þar sem stuðst verður við reynslu skólans af vendinámi, en þar er hefðbundinni kennslu snúið við og þá skipa sjálfstæð vinnubrögð nemandans háan sess í náminu. Arnbjörn segir mikla möguleika vera fyrir hendi að loknu námi. „Þessi grein er orðin það stór að þetta er farið að velta meira en kvikmyndaiðnaðurinn á heimsvísu,“ segir Arnbjörn. Námið byggir á nánum tengslum við atvinnulífið og hafa Samtök leikjagerðarfyrirtækja á Íslandi, hópur sem er starfræktur innan Samtaka iðnaðarins, og CCP lýst stuðningi við námsbrautina. Arnbjörn segir að eftirspurnin eftir náminu hafi aðallega komið úr atvinnulífinu og nú þegar hafa fimmtíu manns sýnt áhuga á að hefja tölvuleikjanám.Getur maður orðið ríkur af þessu?„Múltímilljóner, en skiptir það öllu máli? Er þetta ekki það sem hugurinn, eða það sem þú hefur áhuga á að nema. Síðan kemur góð atvinna í kjölfarið,“ segir Arnbjörn.
Leikjavísir Skóla - og menntamál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira