New Music For Strings kemur til Reykjavíkur Sighvatur Arnmundsson skrifar 20. ágúst 2018 06:45 Júlía Mogensen er meðal skipuleggjenda New Music For Strings. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta er þriðja árið sem þessi hátíð er haldin en hún kemur nú í fyrsta skipti til Íslands,“ segir Júlía Mogensen sellóleikari um tónlistarhátíðina New Music For Strings sem fram fer í Reykjavík í vikunni. Hátíðin hefur áður verið haldin í New York og Árósum. Júlía kemur að skipulagningu hátíðarinnar hérlendis ásamt Þórunni Völu Valdimarsdóttur söngkonu, Gróu Margréti Valdimarsdóttur fiðluleikara og David Cutright tónskáldi sem er einn af listrænum stjórnendum hátíðarinnar. „Þarna er verið að tengja saman Bandaríkin og Norðurlönd. Hátíðin var í Árósum í síðustu viku en nú koma listamennirnir til Íslands.“ Á hátíðinni verða flutt verk fyrir ýmsar gerðir strengjahljóðfæra en einnig koma fram klarínettleikari og söngkonur.Pulitzer-verðlaunahafinn Du Yun, verður með vinnustofu í tengslum við hátíðina.Meðal þeirra sem taka þátt eru Du Yun, sem er Pulitzer-verðlaunahafi í tónlist, en hún verður með vinnustofu í samvinnu við Pál Ragnar Pálsson. Þá mun Eugene Drucker, sem er einn af meðlimum hins þekkta Emerson kvartetts, koma fram. „Ég held að þetta sá svolítið einstök hátíð á sínu sviði, alla vega hvað varðar samstarf tónskálda og strengjaleikara, en mörg þeirra eru jafnt flytjendur og tónskáld. Í því samhengi verður virkilega gaman og áhugavert að kanna þessi, oft óskilgreindu mörk sköpunar og túlkunar í nýrri músík, í raunverulegu samtali,“ segir Júlía. Hún segir sum þessara verka sem flutt verða teygja sig inn fyrir aðrar listgreinar þannig að úr verði öðruvísi upplifun en fólk ætti að venjast innan hins hefðbundna klassíska ramma. Auk þrennra tónleika verða haldnir fyrirlestrar í Listaháskólanum og vinnustofur þar sem meðal annars mastersnemar í tónsmíðum og flytjendur munu vinna saman. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Þetta er þriðja árið sem þessi hátíð er haldin en hún kemur nú í fyrsta skipti til Íslands,“ segir Júlía Mogensen sellóleikari um tónlistarhátíðina New Music For Strings sem fram fer í Reykjavík í vikunni. Hátíðin hefur áður verið haldin í New York og Árósum. Júlía kemur að skipulagningu hátíðarinnar hérlendis ásamt Þórunni Völu Valdimarsdóttur söngkonu, Gróu Margréti Valdimarsdóttur fiðluleikara og David Cutright tónskáldi sem er einn af listrænum stjórnendum hátíðarinnar. „Þarna er verið að tengja saman Bandaríkin og Norðurlönd. Hátíðin var í Árósum í síðustu viku en nú koma listamennirnir til Íslands.“ Á hátíðinni verða flutt verk fyrir ýmsar gerðir strengjahljóðfæra en einnig koma fram klarínettleikari og söngkonur.Pulitzer-verðlaunahafinn Du Yun, verður með vinnustofu í tengslum við hátíðina.Meðal þeirra sem taka þátt eru Du Yun, sem er Pulitzer-verðlaunahafi í tónlist, en hún verður með vinnustofu í samvinnu við Pál Ragnar Pálsson. Þá mun Eugene Drucker, sem er einn af meðlimum hins þekkta Emerson kvartetts, koma fram. „Ég held að þetta sá svolítið einstök hátíð á sínu sviði, alla vega hvað varðar samstarf tónskálda og strengjaleikara, en mörg þeirra eru jafnt flytjendur og tónskáld. Í því samhengi verður virkilega gaman og áhugavert að kanna þessi, oft óskilgreindu mörk sköpunar og túlkunar í nýrri músík, í raunverulegu samtali,“ segir Júlía. Hún segir sum þessara verka sem flutt verða teygja sig inn fyrir aðrar listgreinar þannig að úr verði öðruvísi upplifun en fólk ætti að venjast innan hins hefðbundna klassíska ramma. Auk þrennra tónleika verða haldnir fyrirlestrar í Listaháskólanum og vinnustofur þar sem meðal annars mastersnemar í tónsmíðum og flytjendur munu vinna saman.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira