Erlent

Argentínsk stjórnvöld óska eftir láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Kjartan Kjartansson skrifar
Veggspjald þar sem láni AGS var mótmælt í maí.
Veggspjald þar sem láni AGS var mótmælt í maí. Vísir/EPA
Ríkisstjórn Argentínu hefur óskað eftir flýta veitingu fimmtíu milljarða dollara láns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna efnahagskreppu sem fer stigversnandi. Argentínski pesóinn hefur tapað um 40% af verðgildi sínu gagnvart bandarískum dollar á þessu ári og verðbólga hefur farið úr böndunum.

Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Mauricio Macri, forseta Argentínu, að láninu sé ætlað að endurvekja traust á hagkerfi landsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur sagt skoða að breyta lánaáætluninni.

Fjárfestar eru sagðir óttast að argentínska ríkið lendi í greiðsluþroti en skuldir þess eru verulegar. Ríkisstjórnin óskaði fyrst eftir aðstoð AGS vegna efnahagsþrenginga í maí. Hún ætlaði sér þá að skera upp herör gegn verðbólgu og draga úr útgjöldum ríkisins.

Sautján ár eru frá því að argentínska ríkið lenti í greiðsluþroti og bankakerfi landsins lamaðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×