Erlent

Bolsonaro á batavegi

Sylvía Hall skrifar
Stuðningsmenn Bolsonaro mættu með stærðarinnar blöðru af frambjóðandanum fyrir utan sjúkrahúsið sem hann dvelur á.
Stuðningsmenn Bolsonaro mættu með stærðarinnar blöðru af frambjóðandanum fyrir utan sjúkrahúsið sem hann dvelur á. Vísir/EPA
Brasilíski forsetaframbjóðandinn Jair Bolsonaro er á batavegi eftir að hann var stunginn á framboðsfundi á fimmtudag.

Bolsonaro, sem er frambjóðandi öfgahægrimanna í brasilísku forsetakosningunum, var stunginn í kviðinn þegar stuðningsmenn hans báru hann á öxlum sínum. Árásarmaðurinn hafði hlaupið inn í mannfjöldann þar sem hann lét til skarar skríða.

Sjá einnig: Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf

Samkvæmt sjúkrahúsinu sem frambjóðandinn dvelur á er hann farinn að eyða miklum tíma á fótum en hann þarf enn á næringu í æð að halda. Stungan rauf æð í kvið hans og olli innvortis meiðslum.

Bolsonaro var klæddur skotheldu vesti á framboðsfundinum en hnífurinn gekk undir vesti hans og var hann bersýnilega þjáður í kjölfar stungunnar. Verknaðurinn náðist á myndband.

Stefnumál Bolsonaro hafa verið umdeild í landinu, en skoðanir hans á kynþáttamálum, kynfrelsi og samkynhneigð hafa reitt marga til reiði. Þá segir árásarmaðurinn að hann hafi stungið Bolsonaro eftir „skipun frá guði”.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×