Justin Rose leiðir fyrir lokadaginn BMW mótinu Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 9. september 2018 09:30 Justin Rose er á toppnum fyrir lokahringinn Vísir/Getty Englendingurinn Justin Rose leiðir BMW meistaramótið í golfi en mótið er það þriðja af fjórum í FedEx úrslitakeppninni sem er hluti af PGA mótaröðinni. Rose hefur eins höggs forystu á þá Rory McIlroy og Xander Schauffele. Rose hefur verið að spila ljómandi fínt og stöðugt golf allt mótið. Hann lék á sex höggum undir pari í gær og er samtals á 17 höggum undir pari. McIlroy byrjaði mótið af miklum krafti og var á átta höggum undir pari á fyrsta hring en á öðrum hring hægðist töluvert á honum. Hann náði sér aftur á strik í gær og lék á sjö höggum undir pari og er samtals á 16 höggum undir pari. Englendingurinn Tommy Fleetwood hefur hins vegar verið að leika besta golfið síðustu daga. Hann byrjaði ekkert alltof vel, lék fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari, en síðustu tvo hringi og hefur hann leikið á átta höggum undir pari og er því samtals á 15 höggum undir pari. Tiger Woods er ásamt fleirum í 11. sæti á 12 höggum undir pari en hann lék á fjórum höggum undir pari. Líkt og áður segir, er þetta þriðja mótið af fjórum í FedEx úrslitakeppninni. Þrjátíu efstu kylfingarnir á þessu móti fá þátttökurétt á síðasta mótinu, því er um mikið að keppa fyrir lokahringinn. Golf Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Englendingurinn Justin Rose leiðir BMW meistaramótið í golfi en mótið er það þriðja af fjórum í FedEx úrslitakeppninni sem er hluti af PGA mótaröðinni. Rose hefur eins höggs forystu á þá Rory McIlroy og Xander Schauffele. Rose hefur verið að spila ljómandi fínt og stöðugt golf allt mótið. Hann lék á sex höggum undir pari í gær og er samtals á 17 höggum undir pari. McIlroy byrjaði mótið af miklum krafti og var á átta höggum undir pari á fyrsta hring en á öðrum hring hægðist töluvert á honum. Hann náði sér aftur á strik í gær og lék á sjö höggum undir pari og er samtals á 16 höggum undir pari. Englendingurinn Tommy Fleetwood hefur hins vegar verið að leika besta golfið síðustu daga. Hann byrjaði ekkert alltof vel, lék fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari, en síðustu tvo hringi og hefur hann leikið á átta höggum undir pari og er því samtals á 15 höggum undir pari. Tiger Woods er ásamt fleirum í 11. sæti á 12 höggum undir pari en hann lék á fjórum höggum undir pari. Líkt og áður segir, er þetta þriðja mótið af fjórum í FedEx úrslitakeppninni. Þrjátíu efstu kylfingarnir á þessu móti fá þátttökurétt á síðasta mótinu, því er um mikið að keppa fyrir lokahringinn.
Golf Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira