ÍA og Víkingur Ólafsvík skildu jöfn í Vesturlandsslagnum í Inkasso-deildinni í dag, 1-1.
Arnar Már Guðjónsson kom Skagamönnum yfir á 14. mínútu leiksins en rúmlega stundafjórðungi síðar jafnaði Vignir Snær Stefánsson leikinn fyrir Víking.
Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum.
Með sigri hefðu Skagamenn ekki aðeins tryggt sæti sitt í Pepsi-deildinni að ári, heldur einnig hefðu þeir fært Pepsi-deildarsætið í hendurnar á HK-ingum. En liðin þurfa að bíða í að minnsta kosti eina umferð í viðbót til þess að fagna.
Tvær umferðir eru eftir af Inkasso-deildinni og standa HK og ÍA mjög vel að vígi.
HK hefur sex stiga forystu á Víking og Skagamenn eru með fimm stiga forystu.
