Nash, Kidd, Hill og Allen orðnir meðlimir frægðarhallarinnar Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 8. september 2018 11:30 Ray Allen var meðal þeirra sem teknir voru inn í frægðarhöll NBA deildarinnar í gærkvöldi Vísir/Getty Körfuboltaleikmennirnir Grant Hill, Jason Kidd, Steve Nash og Ray Allen voru meðal þeirra sem formlega voru teknir inn í bandarísku frægðarhöllina í körfubolta. Árleg inntökuathöfn Frægðarhallarinnar fór fram í gærkvöldi með pompi og prakt og voru flestar af goðsögnum NBA körfuboltans mættir á athöfnina. 2018-árgangur Heiðurshallarinnar var í heildina skipaður þeim Ray Allen, Grant Hill, Jason Kidd, Steve Nash, Maurice Cheeks, Charles "Lefty" Driesell, Dino Radja, Charlie Scott, Katie Smith, Tina Thompson, Rod Thorn, Ora Mae Washington og Rick Welts. Detroit Pistons valdi Grant Hill með þriðja valrétt árið 1994 eftir frábær ár með Duke háskólanum þar sem hann varð tvisvar sinnum háskólameistari.Hann lét strax til sín taka í deild þeirra bestu og var hann valinn nýliði ársins ásamt Jason Kidd. Hill er af mörgum talinn einn af betri alhliða leikmönnum í sögu NBA deildarinnar. Hill var sjö sinnum valinn í stjörnulið NBA deildarinnar. Jason Kidd var valinn annar í sama nýliðavali og Hill eftir að hafa leikið með Kaliforníu Gullbjörnunum í háskólaboltanum. Hann var valinn Dallas Mavericks. Kidd var valinn tíu sinnum í stjörnulið NBA deildarinnar en eftir að ferlinum lauk hefur hann verið að þjálfa í deildinni, nú síðast hjá Milwaukee Bucks. Kidd varð einu sinni NBA meistari, árið 2011 en þá lék hann með Dallas. Kanadamaðurinn Steve Nash lék með Santa Clara háskólanum í Kaliforníu og var valinn í 15. valrétt af Phoenix Suns árið 1996. Nash lék lengst af með Suns og átti hann þar sín bestu ár. Var hann t.a.m. valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar tvö ár í röð, árin 2005 og 2006. Nash og Kidd eru af mörgum taldir vera með betri leikstjórnendum í sögu körfuboltans. Nash var valinn átta sinnum í stjörnulið NBA deildarinnar. Ray Allen lék með Connecticut háskólanum áður en hann var valinn með fimmta valrétti af Milwaukee Bucks í sama nýliðavali og Nash. Stjarna Allen reis hvað hæst þegar hann fór til Boston Celtic árið 2007 en saman mynduðu hann, Kevin Garnett og Paul Pierce gríðarlega sterkt lið sem varð svo meistari árið 2008. Árið 2012 gekk hann svo til liðs við Miami Heat og varð hann meistari þar ári síðar eftir frábært einvígi gegn San Antonio Spurs. Allen er talinn vera einhver besti skotmaður í sögu NBA deildarinnar en hann á metið yfir flestu þriggja stiga körfur í sögu deildarinnar. Ein slík kom í sjötta leik í áðurnefndu einvígi Miami og San Antonio þar sem hann jafnaði leikinn á lokasekúndunum. Karfa Allen er ein sú allra mikilvægasta í NBA körfuboltanum. NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira
Körfuboltaleikmennirnir Grant Hill, Jason Kidd, Steve Nash og Ray Allen voru meðal þeirra sem formlega voru teknir inn í bandarísku frægðarhöllina í körfubolta. Árleg inntökuathöfn Frægðarhallarinnar fór fram í gærkvöldi með pompi og prakt og voru flestar af goðsögnum NBA körfuboltans mættir á athöfnina. 2018-árgangur Heiðurshallarinnar var í heildina skipaður þeim Ray Allen, Grant Hill, Jason Kidd, Steve Nash, Maurice Cheeks, Charles "Lefty" Driesell, Dino Radja, Charlie Scott, Katie Smith, Tina Thompson, Rod Thorn, Ora Mae Washington og Rick Welts. Detroit Pistons valdi Grant Hill með þriðja valrétt árið 1994 eftir frábær ár með Duke háskólanum þar sem hann varð tvisvar sinnum háskólameistari.Hann lét strax til sín taka í deild þeirra bestu og var hann valinn nýliði ársins ásamt Jason Kidd. Hill er af mörgum talinn einn af betri alhliða leikmönnum í sögu NBA deildarinnar. Hill var sjö sinnum valinn í stjörnulið NBA deildarinnar. Jason Kidd var valinn annar í sama nýliðavali og Hill eftir að hafa leikið með Kaliforníu Gullbjörnunum í háskólaboltanum. Hann var valinn Dallas Mavericks. Kidd var valinn tíu sinnum í stjörnulið NBA deildarinnar en eftir að ferlinum lauk hefur hann verið að þjálfa í deildinni, nú síðast hjá Milwaukee Bucks. Kidd varð einu sinni NBA meistari, árið 2011 en þá lék hann með Dallas. Kanadamaðurinn Steve Nash lék með Santa Clara háskólanum í Kaliforníu og var valinn í 15. valrétt af Phoenix Suns árið 1996. Nash lék lengst af með Suns og átti hann þar sín bestu ár. Var hann t.a.m. valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar tvö ár í röð, árin 2005 og 2006. Nash og Kidd eru af mörgum taldir vera með betri leikstjórnendum í sögu körfuboltans. Nash var valinn átta sinnum í stjörnulið NBA deildarinnar. Ray Allen lék með Connecticut háskólanum áður en hann var valinn með fimmta valrétti af Milwaukee Bucks í sama nýliðavali og Nash. Stjarna Allen reis hvað hæst þegar hann fór til Boston Celtic árið 2007 en saman mynduðu hann, Kevin Garnett og Paul Pierce gríðarlega sterkt lið sem varð svo meistari árið 2008. Árið 2012 gekk hann svo til liðs við Miami Heat og varð hann meistari þar ári síðar eftir frábært einvígi gegn San Antonio Spurs. Allen er talinn vera einhver besti skotmaður í sögu NBA deildarinnar en hann á metið yfir flestu þriggja stiga körfur í sögu deildarinnar. Ein slík kom í sjötta leik í áðurnefndu einvígi Miami og San Antonio þar sem hann jafnaði leikinn á lokasekúndunum. Karfa Allen er ein sú allra mikilvægasta í NBA körfuboltanum.
NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira