Cardi B og Nicki Minaj í útistöðum á tískuviku: „Ekki tala illa um dóttur mína aftur“ Sylvía Hall skrifar 8. september 2018 10:32 Nicki Minaj og Cardi B eru stór nöfn í rappsenunni um þessar mundir. Vísir/Getty Rappararnir Nicki Minaj og Cardi B eru á meðal stærstu tónlistarstjarna í dag og hafa vakið mikla athygli á sér í rappsenunni, enda hafa fáar konur náð jafn langt og þær stöllur í rappinu. Þrátt fyrir það hafa þær löngum eldað grátt silfur saman og sauð rækilega upp úr á milli þeirra í gærkvöld. Cardi B og Minaj voru staddar á viðburði sem var hluti af tískuvikunni í New York þegar Cardi gaf sig á tal við Minaj, en hún sagði Minaj hafa dreift lygum um sig. Öryggisgæsla Minaj brást ókvæða við og reyndu að fjarlægja hana í burtu. Einn öryggisvörður er sagður hafa gefið henni olnbogaskot í andlitið, en Cardi sást yfirgefa samkvæmið með heljarinnar kúlu á enninu.Cardi sást yfirgefa samkvæmið með kúlu á enninu.Vísir/APMyndbandsupptökur af atvikinu hafa farið víða á samfélagsmiðlum þar sem Cardi sést reyna að nálgast Minaj og segja: „Ekki tala illa um dóttur mína aftur,“ en Cardi eignaðist dótturina Kulture með rapparanum Offset í júlí síðastliðnum.Here's a better look: Nicki Minaj OR Rah Ali was talking about Cardi B's daughter, Kulture. pic.twitter.com/oRVlFSFVRG — miixtapechiick.com (@MXCKposts) 8 September 2018 Á öðru myndbandi má sjá vinkonu Minaj og skóhönnuðinn Rah Ali veitast að Cardi, en á meðan þessu stendur sést Minaj standa umkringd öryggisvörðum og heldur sig fjarri átökunum.During an #NYFW event Rah Ali, who was with Nicki Minaj, attempted to fight Cardi B. Whew chile... the ghetto... pic.twitter.com/Nd3yCe8tgw — Jerome Trammel (@MrJeromeTrammel) 8 September 2018 Cardi B birti yfirlýsingu á Instagram-reikningi sínum þar sem hún tjáir sig um málið, en þrátt fyrir að nefna Minaj aldrei á nafn má gera ráð fyrir því að yfirlýsingunni sé beint að henni. Þar segir hún Minaj hafa reynt að skemma fyrir sér, talað illa um sig og hótað öðrum listamönnum sem hún hefur unnið með. „Ég hef í tvígang reynt að tala við þig persónulega og í bæði skiptin hefur þú játað sök. En þegar þú minnist á barnið mitt, líkar við athugasemdir um mig sem móður, gerir athugasemdir um mig sem móður og gerir lítið úr hæfni minni til að annast barnið mitt er nóg komið.“ View this post on InstagramPERIOD. A post shared by CARDIVENOM (@iamcardib) on Sep 7, 2018 at 9:21pm PDT Tengdar fréttir Cardi B hættir við tónleikaferðalag: „Ég vanmat þetta mömmudæmi“ Bandaríski rapparinn Cardi B er hætt við að fara með Bruno Mars á túr í haust. 28. júlí 2018 10:08 Dóttir Cardi B og Offset komin í heiminn Hin nýbakaða móðir greindi frá fæðingunni á Instagram-reikningi sínum í dag. 11. júlí 2018 15:56 Fyrrverandi Nicki Minaj segir hana hafa ráðist á sig með hníf Nicki Minaj deildi harðlega við fyrrverandi kærasta sinn á Twitter í dag. 14. ágúst 2018 22:15 Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
Rappararnir Nicki Minaj og Cardi B eru á meðal stærstu tónlistarstjarna í dag og hafa vakið mikla athygli á sér í rappsenunni, enda hafa fáar konur náð jafn langt og þær stöllur í rappinu. Þrátt fyrir það hafa þær löngum eldað grátt silfur saman og sauð rækilega upp úr á milli þeirra í gærkvöld. Cardi B og Minaj voru staddar á viðburði sem var hluti af tískuvikunni í New York þegar Cardi gaf sig á tal við Minaj, en hún sagði Minaj hafa dreift lygum um sig. Öryggisgæsla Minaj brást ókvæða við og reyndu að fjarlægja hana í burtu. Einn öryggisvörður er sagður hafa gefið henni olnbogaskot í andlitið, en Cardi sást yfirgefa samkvæmið með heljarinnar kúlu á enninu.Cardi sást yfirgefa samkvæmið með kúlu á enninu.Vísir/APMyndbandsupptökur af atvikinu hafa farið víða á samfélagsmiðlum þar sem Cardi sést reyna að nálgast Minaj og segja: „Ekki tala illa um dóttur mína aftur,“ en Cardi eignaðist dótturina Kulture með rapparanum Offset í júlí síðastliðnum.Here's a better look: Nicki Minaj OR Rah Ali was talking about Cardi B's daughter, Kulture. pic.twitter.com/oRVlFSFVRG — miixtapechiick.com (@MXCKposts) 8 September 2018 Á öðru myndbandi má sjá vinkonu Minaj og skóhönnuðinn Rah Ali veitast að Cardi, en á meðan þessu stendur sést Minaj standa umkringd öryggisvörðum og heldur sig fjarri átökunum.During an #NYFW event Rah Ali, who was with Nicki Minaj, attempted to fight Cardi B. Whew chile... the ghetto... pic.twitter.com/Nd3yCe8tgw — Jerome Trammel (@MrJeromeTrammel) 8 September 2018 Cardi B birti yfirlýsingu á Instagram-reikningi sínum þar sem hún tjáir sig um málið, en þrátt fyrir að nefna Minaj aldrei á nafn má gera ráð fyrir því að yfirlýsingunni sé beint að henni. Þar segir hún Minaj hafa reynt að skemma fyrir sér, talað illa um sig og hótað öðrum listamönnum sem hún hefur unnið með. „Ég hef í tvígang reynt að tala við þig persónulega og í bæði skiptin hefur þú játað sök. En þegar þú minnist á barnið mitt, líkar við athugasemdir um mig sem móður, gerir athugasemdir um mig sem móður og gerir lítið úr hæfni minni til að annast barnið mitt er nóg komið.“ View this post on InstagramPERIOD. A post shared by CARDIVENOM (@iamcardib) on Sep 7, 2018 at 9:21pm PDT
Tengdar fréttir Cardi B hættir við tónleikaferðalag: „Ég vanmat þetta mömmudæmi“ Bandaríski rapparinn Cardi B er hætt við að fara með Bruno Mars á túr í haust. 28. júlí 2018 10:08 Dóttir Cardi B og Offset komin í heiminn Hin nýbakaða móðir greindi frá fæðingunni á Instagram-reikningi sínum í dag. 11. júlí 2018 15:56 Fyrrverandi Nicki Minaj segir hana hafa ráðist á sig með hníf Nicki Minaj deildi harðlega við fyrrverandi kærasta sinn á Twitter í dag. 14. ágúst 2018 22:15 Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
Cardi B hættir við tónleikaferðalag: „Ég vanmat þetta mömmudæmi“ Bandaríski rapparinn Cardi B er hætt við að fara með Bruno Mars á túr í haust. 28. júlí 2018 10:08
Dóttir Cardi B og Offset komin í heiminn Hin nýbakaða móðir greindi frá fæðingunni á Instagram-reikningi sínum í dag. 11. júlí 2018 15:56
Fyrrverandi Nicki Minaj segir hana hafa ráðist á sig með hníf Nicki Minaj deildi harðlega við fyrrverandi kærasta sinn á Twitter í dag. 14. ágúst 2018 22:15