Pútterinn varð Tiger að falli Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. september 2018 22:00 Tiger átti ekki sérstakan dag í dag Vísir/Getty Tiger Woods náði sér ekki á strik í dag og missti niður forystu sína á BMW meistaramótinu sem er næst síðasta mót FedEx-úrslitakeppninnar á PGA mótaröðinni. Eftir fyrsta keppnisdag voru Woods og Rory McIlroy saman í forystu á átta höggum undir pari. Woods átti frábæran fyrsta dag en náði ekki að fylgja því eftir í dag. Hann fékk þrjá fugla og þrjá skolla og lék því á parinu og er enn á átta höggum undir pari í mótinu.His longest putt was 6 feet He made 1 of 4 from 4-8 feet •His second-worst putting day of the season Tiger Woods wasn't ready to blame the putter, though. https://t.co/BeSeO4duxF — PGA TOUR (@PGATOUR) September 7, 2018 Norður-Íranum gekk lítið betur, hann fór hringinn í dag á einu höggi undir pari. Í gær fór McIlroy hamförum og fékk meðal annars fimm fugla í röð, en hann hafði aðeins hægar um sig í dag og fékk aðeins þrjá fugla á hringnum. Bandaríkjamaðurinn Xander Scauffele er kominn í forystu á mótinu eftir að hafa spilað á sex höggum undir pari í dag. Hann er samtals á 13 höggum undir pari, tveimur höggum á undan Englendingnum Justin Rose sem er í öðru sæti. Sigurvegari síðustu tveggja móta í úrslitakeppninni, Bryson DeChambeau, er jafn í 38. sæti á þremur höggum undir pari. Hann ætti þrátt fyrir það að vera öruggur áfram á síðasta mót ársins, úrslitamótið sjálft. Þangað komast þrjátíu efstu kylfingarnir á FedEx stigalistanum að þessu móti loknu. Bein útsending frá þriðja hring mótsins hefst á Golfstöðinni klukkan 16:00 á morgun.#FedExCup projections: 1. DeChambeau 2. Rose 3. Thomas 4. Finau 5. D. Johnson 6. Schauffele 7. Koepka 8. Watson 9. Day 10. Smith 11. Simpson 12. Mickelson 13. Horschel 14. Cantlay 15. Reed 16. Molinari 17. Fowler 18. Matsuyama 19. Wise 20. McIlroy More: https://t.co/XofX0Yi3PYpic.twitter.com/N7YKe2z6es — PGA TOUR (@PGATOUR) September 7, 2018 Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods náði sér ekki á strik í dag og missti niður forystu sína á BMW meistaramótinu sem er næst síðasta mót FedEx-úrslitakeppninnar á PGA mótaröðinni. Eftir fyrsta keppnisdag voru Woods og Rory McIlroy saman í forystu á átta höggum undir pari. Woods átti frábæran fyrsta dag en náði ekki að fylgja því eftir í dag. Hann fékk þrjá fugla og þrjá skolla og lék því á parinu og er enn á átta höggum undir pari í mótinu.His longest putt was 6 feet He made 1 of 4 from 4-8 feet •His second-worst putting day of the season Tiger Woods wasn't ready to blame the putter, though. https://t.co/BeSeO4duxF — PGA TOUR (@PGATOUR) September 7, 2018 Norður-Íranum gekk lítið betur, hann fór hringinn í dag á einu höggi undir pari. Í gær fór McIlroy hamförum og fékk meðal annars fimm fugla í röð, en hann hafði aðeins hægar um sig í dag og fékk aðeins þrjá fugla á hringnum. Bandaríkjamaðurinn Xander Scauffele er kominn í forystu á mótinu eftir að hafa spilað á sex höggum undir pari í dag. Hann er samtals á 13 höggum undir pari, tveimur höggum á undan Englendingnum Justin Rose sem er í öðru sæti. Sigurvegari síðustu tveggja móta í úrslitakeppninni, Bryson DeChambeau, er jafn í 38. sæti á þremur höggum undir pari. Hann ætti þrátt fyrir það að vera öruggur áfram á síðasta mót ársins, úrslitamótið sjálft. Þangað komast þrjátíu efstu kylfingarnir á FedEx stigalistanum að þessu móti loknu. Bein útsending frá þriðja hring mótsins hefst á Golfstöðinni klukkan 16:00 á morgun.#FedExCup projections: 1. DeChambeau 2. Rose 3. Thomas 4. Finau 5. D. Johnson 6. Schauffele 7. Koepka 8. Watson 9. Day 10. Smith 11. Simpson 12. Mickelson 13. Horschel 14. Cantlay 15. Reed 16. Molinari 17. Fowler 18. Matsuyama 19. Wise 20. McIlroy More: https://t.co/XofX0Yi3PYpic.twitter.com/N7YKe2z6es — PGA TOUR (@PGATOUR) September 7, 2018
Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira