Íslenski boltinn

HK aftur á toppinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Brynjar Jónasson skoraði tvö mörk fyrir HK
Brynjar Jónasson skoraði tvö mörk fyrir HK vísir/vilhelm
HK tyllti sér á topp Inkasso deildarinnar og fór langt með að tryggja sér sæti í Pepsi deildinni að ári með stórsigri á Fram í Laugardalnum í kvöld.

HK er nú með 45 stig, tveimur meira en ÍA. Víkingur Ólafsvík er í þriðja sæti með 38 stig en Vesturlandsliðin mætast innbyrðis á morgun.

Bjarni Gunnarsson skoraði fyrsta mark leiksins á Laugardalsvelli á 12. mínútu og var staðan 0-1 í hálfleik.

Í seinni hálfleik tóku gestirnir úr Kópavogi öll völd. Máni Austmann Hilmarsson skoraði strax á 49. mínútu og Brynjar Jónasson bætti við öðru marki nokkrum mínútum seinna.

Brynjar skoraði svo annað mark sitt og fjórða mark HK á 70. mínútu og ef Framarar höfðu haft einhverja von um að koma til baka í þessum leik þá var hún farin.

Þeir fengu reyndar sárabótamark á síðustu mínútu venjulegs leiktíma, Fred Saraiva skoraði eftir sendidngu Guðmundar Magnússonar. Lokatölur 4-1.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×