Íslenski boltinn

Selfoss í erfiðum málum eftir tap á Akureyri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jóhann skorar alltaf mörk syngja stuðningsmenn Þórs. Hann skoraði sigurmarkið í kvöld
Jóhann skorar alltaf mörk syngja stuðningsmenn Þórs. Hann skoraði sigurmarkið í kvöld vísir/daníel
Selfyssingar náðu ekki að laga stöðu sína í fallbaráttunni í Inkasso deild karla í kvöld. Liðið tapaði fyrir Þór á Akureyri.

Þór á ennþá tölfræðilegan möguleika á því að taka annað sætið af HK eftir 2-1 sigur á Sunnlendingum. Þórsarar fara upp fyrir Þrótt í fjórða sætið með 37 stig. Þeir eru þá fimm stigum á eftir HK þegar Þór á eftir tvo leiki en HK mætir Fram í kvöld. Ef HK vinnur þann leik er vonin, sem var orðin dauf, úti fyrir Þórsara.

Fyrsta mark leiksins á Akureyri í kvöld var heimamanna. Alvaro Montejo lagði boltann fyrir Nacho Gil með brjóstkassanum og landi hans kláraði vel í marknetið.

Selfyssingar svöruðu strax þremur mínútum seinna. Hrovje Tokic og Kenan Turudija léku varnarmenn Þórsara grátt og sá fyrrnefndi jafnaði metin á 38. mínútu.

Sigurmarkið kom undir lok leiksins, Jóhann Helgi Hannesson skoraði það eftir sendingu frá Montejo inn á teiginn.

Selfoss situr eftir í fallsæti og Magni getur sent Selfyssinga í botnsætið með sigri á Njarðvík á morgun.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×