Sport

Fimmta lotan: Conor er aðeins of hvatvís

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pétur og Bjarki gefa ekkert eftir.
Pétur og Bjarki gefa ekkert eftir.
Það er tvennt á dagskránni í Fimmtu lotunni í dag. Málefni Gunnars Nelson og Conor McGregor.

Margir vonuðust eftir því að Gunnar myndi berjast á sama kvöldi og Conor eftir mánuð en Pétur Marinó Jónsson staðfesti að Gunnar væri ekki tilbúinn í bardaga svo snemma.

„Hann getur æft en þarf lengri tíma til að jafna sig eftir æfingar. Hann er því ekki alveg tilbúinn í æfingabúðir. Hann er að vonast eftir bardaga um miðjan nóvember,“ segir Pétur Marinó í Fimmtu lotunni en hann spáir líka í mögulegan andstæðing fyrir Gunnar ásamt Bjarka Ómarssyni.

„Ég vil að Gunni berjast við Mickey Gall. Hann er nafn og frægur. Það væri líka auðveldur bardagi fyrir Gunna sem klárast í fyrstu lotu,“ sagði Bjarki léttur.

Það er bara mánuður í að Conor McGregor snúi loksins aftur í búrið er hann mætir Rússanum Khabib Nurmagomedov.

„Ég er mjög spenntur en að passa mig því ég óttast að Khabib meiðist,“ segir Pétur og bætir við að Gunnar muni hugsanlega aðstoða Conor í undirbúningi bardagans.

Sjá má þáttinn hér að neðan en við minnum einnig á að þeir félagar spá í spilin fyrir UFC 228 í Búrinu á Stöð 2 Sport.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×