Gömlu Boston Celtics liðfélagarnir enn í fýlu út í Ray Allen Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2018 23:30 Ray Allen með Paul Pierce og Kevin Garnett meðan allt lék í lyndi. Vísir/Getty Körfuboltamaðurinn Ray Allen er á leiðinni í Heiðurshöllina í kvöld en það hefur vakið furðu margra að gömlu liðsfélagar hans úr Boston Celtics vilja ennþá ekkert með hann hafa. Ray Allen varð NBA-meistari með mönnum eins og Paul Pierce, Kevin Garnett, Rajon Rondo og Kendrick Perkins. Saman mynduðu þeir frábært lið en þegar Kevin Garnett og Ray Allen komu til Boston fyrir 2007-2008 tímabilið varð til rosalegt lið. Boston liðið vann NBA-titilinn 2008 og komst síðan aftur í lokaúrslitin tveimur árum síðar. Sumarið 2012 hafnaði Ray Allen 12 milljóna tilboði frá Boston fyrir tvö ár en gerði þess í stað þriggja ára samning við Miami Heat þar sem hann fékk undir tíu milljónir dollara. Liðsfélagar hans í Boston Celtics litu á Ray Allen í framhaldinu sem svikara en Allen varð síðan NBA-meistari á fyrsta tímabili sínu með Miami Heat. Ray Allen verður eins og áður sagði tekinn inn í Heiðurshöllina í kvöld en hann var í viðtali við Rachel Nichols á ESPN þar sem hann sagði frá því að gömli liðfélagarnir úr Boston Celtics vilji ennþá ekkert með hann hafa. Það verður sem dæmi Reggie Miller sem kynnir hann á hátíðinni í kvöld en þeir spiluðu aldrei saman. Miller var hinsvegar mikil þriggja stiga skytta eins og Allen og Ray Allen sló bæði met Reggie yfir flesta þrista í bæði deildarkeppni og úrslitakeppni. Brot úr þessu viðtali við Ray Allen í þættinum Jump á ESPN má sjá hér fyrir neðan.Ray Allen tells me none of his old Celtics teammates have reached out about his HoF induction. He said the whole situation has "bothered me; Ive always hated to have any ill will or animosity in the airwaves. But I’m not throwing it out there. I'm just happy to be moving forward" pic.twitter.com/MM7d0ZMGN0 — Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) September 7, 2018Ray Allen viðurkennir þarna að þetta hafi haft áhrif á hann en hann ætli bara að einblína á það að njóta stundarinnar í kvöld. Það er hefð fyrir því að gamlir liðsfélagar fagni því með mönnum þegar þeir eru teknir inn í Heiðurshöllina en það eru engar líkur á því að Paul Pierce, Kevin Garnett eða Rajon Rondo verði á svæðinu í kvöld. NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Ray Allen er á leiðinni í Heiðurshöllina í kvöld en það hefur vakið furðu margra að gömlu liðsfélagar hans úr Boston Celtics vilja ennþá ekkert með hann hafa. Ray Allen varð NBA-meistari með mönnum eins og Paul Pierce, Kevin Garnett, Rajon Rondo og Kendrick Perkins. Saman mynduðu þeir frábært lið en þegar Kevin Garnett og Ray Allen komu til Boston fyrir 2007-2008 tímabilið varð til rosalegt lið. Boston liðið vann NBA-titilinn 2008 og komst síðan aftur í lokaúrslitin tveimur árum síðar. Sumarið 2012 hafnaði Ray Allen 12 milljóna tilboði frá Boston fyrir tvö ár en gerði þess í stað þriggja ára samning við Miami Heat þar sem hann fékk undir tíu milljónir dollara. Liðsfélagar hans í Boston Celtics litu á Ray Allen í framhaldinu sem svikara en Allen varð síðan NBA-meistari á fyrsta tímabili sínu með Miami Heat. Ray Allen verður eins og áður sagði tekinn inn í Heiðurshöllina í kvöld en hann var í viðtali við Rachel Nichols á ESPN þar sem hann sagði frá því að gömli liðfélagarnir úr Boston Celtics vilji ennþá ekkert með hann hafa. Það verður sem dæmi Reggie Miller sem kynnir hann á hátíðinni í kvöld en þeir spiluðu aldrei saman. Miller var hinsvegar mikil þriggja stiga skytta eins og Allen og Ray Allen sló bæði met Reggie yfir flesta þrista í bæði deildarkeppni og úrslitakeppni. Brot úr þessu viðtali við Ray Allen í þættinum Jump á ESPN má sjá hér fyrir neðan.Ray Allen tells me none of his old Celtics teammates have reached out about his HoF induction. He said the whole situation has "bothered me; Ive always hated to have any ill will or animosity in the airwaves. But I’m not throwing it out there. I'm just happy to be moving forward" pic.twitter.com/MM7d0ZMGN0 — Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) September 7, 2018Ray Allen viðurkennir þarna að þetta hafi haft áhrif á hann en hann ætli bara að einblína á það að njóta stundarinnar í kvöld. Það er hefð fyrir því að gamlir liðsfélagar fagni því með mönnum þegar þeir eru teknir inn í Heiðurshöllina en það eru engar líkur á því að Paul Pierce, Kevin Garnett eða Rajon Rondo verði á svæðinu í kvöld.
NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira