Áhrif María Bjarnadóttir skrifar 7. september 2018 07:00 Neysla á kókaíni hefur náð nýjum hæðum á Englandi. Aukningin er ekki tilkomin vegna þess að fleiri missa tökin á lífinu og enda á götunni vegna fíkniefnaneyslu. Hún er víst tilkomin vegna samfélagslega meðvitaðs millistéttarfólks. Fólks sem talar um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og gefur til góðgerðarmála, en fær sér stundum smá kókaín um helgar, án þess að það hafi teljanleg áhrif á annað í lífi þess en kostnaðinn við djammið – sem það hefur hvort eð er efni á. Hræsni þessara fíkniefnanotenda gengur algerlega fram af Cressinda Dick, æðst setta lögreglustjóra á Englandi. Hún segir að það þýði lítið að láta sig umhverfisvernd og jafnréttismál varða þegar neysluhegðun fólks styður við skipulagða glæpastarfsemi. Borgarstjórinn í London og dómsmálaráðherra Bretlands hafa tekið undir með lögreglustjóranum. Ráðherrann vill að millistéttarfólkið fletti ekki yfir fréttirnar af aukinni glæpatíðni ungs fólks í fátækari hlutum borgarinnar án þess að skammast sín og finna til ábyrgðar. Það væri kauphegðun þess sem kallaði á brotastarfsemi annarra. Vald neytandans verður sífellt meira í samfélagsmálum. Að kaupa í matinn er liggur við orðin ein allsherjarstjórnmálayfirlýsing. Stuðningurinn tengdur varningnum sem við kaupum og vörumerki orðin ímynd málstaðar á grundvelli samstarfssamnings. Kjóstu með veskinu. Ekki nota fíkniefni af pólitískum ástæðum. Sniðgöngum vörur tengdar þessum framleiðanda. Stundum mætti halda að neytandinn og kjósandinn séu ekki sami einstaklingur. Kannski hafa áhrif markaðarins bara tekið fram úr áhrifum stjórnmálanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Neysla á kókaíni hefur náð nýjum hæðum á Englandi. Aukningin er ekki tilkomin vegna þess að fleiri missa tökin á lífinu og enda á götunni vegna fíkniefnaneyslu. Hún er víst tilkomin vegna samfélagslega meðvitaðs millistéttarfólks. Fólks sem talar um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og gefur til góðgerðarmála, en fær sér stundum smá kókaín um helgar, án þess að það hafi teljanleg áhrif á annað í lífi þess en kostnaðinn við djammið – sem það hefur hvort eð er efni á. Hræsni þessara fíkniefnanotenda gengur algerlega fram af Cressinda Dick, æðst setta lögreglustjóra á Englandi. Hún segir að það þýði lítið að láta sig umhverfisvernd og jafnréttismál varða þegar neysluhegðun fólks styður við skipulagða glæpastarfsemi. Borgarstjórinn í London og dómsmálaráðherra Bretlands hafa tekið undir með lögreglustjóranum. Ráðherrann vill að millistéttarfólkið fletti ekki yfir fréttirnar af aukinni glæpatíðni ungs fólks í fátækari hlutum borgarinnar án þess að skammast sín og finna til ábyrgðar. Það væri kauphegðun þess sem kallaði á brotastarfsemi annarra. Vald neytandans verður sífellt meira í samfélagsmálum. Að kaupa í matinn er liggur við orðin ein allsherjarstjórnmálayfirlýsing. Stuðningurinn tengdur varningnum sem við kaupum og vörumerki orðin ímynd málstaðar á grundvelli samstarfssamnings. Kjóstu með veskinu. Ekki nota fíkniefni af pólitískum ástæðum. Sniðgöngum vörur tengdar þessum framleiðanda. Stundum mætti halda að neytandinn og kjósandinn séu ekki sami einstaklingur. Kannski hafa áhrif markaðarins bara tekið fram úr áhrifum stjórnmálanna.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun