Þrískipt listasýning þriggja kynslóða Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 6. september 2018 08:00 Egill og Ágústa móðir hans við dyrnar á Neðra-Hálsi þar sem verk Ágústu og Elínar, móður hennar og ömmu Egils, eru til sýnis. Fréttablaðið/Anton Brink Mom’s Balls, þrískipt sýning með verkum Ágústu Oddsdóttur, Elínar Jónsdóttur og Egils Sæbjörnssonar, stendur nú yfir að Neðra-Hálsi í Kjós, í gamla Borgarbókasafninu við Þingholtsstræti og á barnum á Hótel Holti. Ágústa er móðir Egils og Elín amma hans og þær mæðgur bjuggu á sínum tíma á Neðra-Hálsi. „Aðalmilligöngumaður þessara sýninga er breski sýningarstjórinn Karen Wright sem skrifaði um verk mín á Feneyjatvíæringnum árið 2017,“ segir Egill. „Karen kom til Íslands og heima hjá mér sá hún vafðar kúlur á gólfinu gerðar úr alls kyns efnum. Þetta var verk eftir mömmu sem minnti Karen á utangarðslistamanninn Judith Scott frá Bandaríkjunum. Karen hitti mömmu og í kjölfarið komu í dagsljósið verkin hennar mömmu sem höfðu verið hulin síðustu tvo áratugi en mamma hefur unnið í kyrrþey.“Innkaupapokar eftir Elínu gerðir úr jólaböndum. Fréttablaðið/Anton BrinkAlls kyns sögur úr lífi Stór hluti þeirra verka sem Ágústa sýnir á Neðri-Hálsi og í Þingholtsstræti eru myndskreyttir kassar. „Ég hef alltaf verið gefin fyrir endurnýtingu og hef mikinn áhuga á umhverfismálum,“ segir Ágústa. „Eftir að ég útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskólanum árið 1997 fór ég að safna kössum utan af umbúðum og hugmyndin var að raða þeim saman og búa til verk til að sýna umbúðamagnið í kringum okkur. Svo var bílskúrinn orðinn hálffullur af kössum og maðurinn minn var mjög þreyttur á því og ég sömuleiðis. Magnið var orðið svo mikið að einn góðan veðurdag henti ég kössunum. Svo fór ég að sjá eftir kössunum og byrjaði aftur að safna. Þá fékk ég hugmyndina að því að teikna á þá. Myndirnar eru alls kyns sögur úr lífi mínu.“ Ágústa sýnir einnig bækur með myndum eftir sig og texta sem er byggður á frásögum Elínar, móður hennar. „Við mamma vorum vanar að ganga saman úti á morgnana og komum svo heim og fengum okkur kaffi og þá fór hún að segja mér sögur og þar voru alls kyns gullmolar. Ég skrifaði þessar frásagnir niður og teiknaði myndir við þær.“ Á sýningunum má sjá skemmtilegt handverk eftir Elínu, þar á meðal gólfmottu úr gömlum sokkabuxum og innkaupapoka úr jólaböndum. „Hún vildi aldrei fá plastpoka þegar hún fór út í búð heldur notaði innkaupapoka, þar á meðal þá sem hún gerði úr jólaböndum,“ segir Ágústa.Teikningar á kössum eftir Ágústu. Fréttablaðið/?Anton BrinkSjálfteiknandi blýantur Egill sýnir ekki á Neðra-Hálsi en í gamla Borgarbókasafninu við Þingholtsstræti eru verk eftir hann ásamt verkum móður hans og ömmu. Meðal annars má sjá vídeó þar sem móðir Egils er í dulargervi sem Guðmundur Jónasson rútubílstjóri. Meðal annarra verka er ljósmyndasería eftir Egil sem byggir á kvæðinu góðkunna: Afi minn fór á honum Rauð. Serían samanstendur af tuttugu myndum og er frá árinu 1998. Þar er einnig að finna afar skemmtilegt verk þar sem sjálfteiknandi blýantur teiknar skrímsli að borða hálfa kexköku. Verkið er mjög persónulegt. „Ég átti í mikilli krísu fyrir nokkrum árum. Ef líf mitt hefði verið kexkaka þá hefði eitthvert skrímsli verið búið að borða helminginn af kexkökunni minni,“ segir Egill. Tröll voru í aðalhlutverki í verkefni Egils á Feneyjatvíæringnum í fyrra og á sýningunni í Þingholtsstræti láta þau á sér kræla. Þar eru tröllamyndir og teikningar sem tengjast tröllum og ýmislegt fleira eins og voldugt tröllabollastell. „Árið 2008 sá ég fyrst norsk túristatröll og mér fannst þau vera það ljótasta og hallærislegasta sem til væri. Ég gat varla hugsað mér neitt ómerkilegra en að fjalla um þau í listsköpun, en hugmyndin um það lét mig samt ekki í friði,“ segir Egill. „Ég fór að leika mér að því að búa til alls kyns dót með tröllum en ætlaði aldrei að sýna það. Svo stakk ég upp á því einn daginn að tröllin færu til Feneyja og það var gert, oft verður eitthvað ljótt og lítillátlegt að einhverju góðu og mikilfenglegu í lífinu, ekki satt?“Voldugt tröllabollastell eftir Egil. Fréttablaðið/Sigtryggur AriNennir ekki að vera listaverk Auk þess að sýna verk í gamla bókasafnshúsinu í Þingholtsstræti er Egill með vídeóinnsetningu á Hótel Holti innan um teikningar eftir Kjarval. Þegar Egill er beðinn um að lýsa þeirri innsetningu segir hann: „Þetta lítur út fyrir að vera listaverk en þarna er vera sem heitir Gunnlaugur, kallaður Gulli, er úr Vesturbænum og KR-ingur. Hann nennir ekki að vera listaverk en mamma hans og pabbi vilja endilega að hann sé listaverk, þannig að hann er að reyna að vera listaverk. Það er gaman að setja nýja myndlist við hliðina á Kjarval, það er eins og að setja lítið barn við hlið gamallar konu, bæði lífgast upp við það.“ Sýningin á Neðri-Hálsi er opin til 9. september frá klukkan 12.00-18.00 og sýningin í gamla Borgarbókasafninu í Þingholtsstræti 29a verður opin næstkomandi laugardag og sunnudag frá 12.00-18.00. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Mom’s Balls, þrískipt sýning með verkum Ágústu Oddsdóttur, Elínar Jónsdóttur og Egils Sæbjörnssonar, stendur nú yfir að Neðra-Hálsi í Kjós, í gamla Borgarbókasafninu við Þingholtsstræti og á barnum á Hótel Holti. Ágústa er móðir Egils og Elín amma hans og þær mæðgur bjuggu á sínum tíma á Neðra-Hálsi. „Aðalmilligöngumaður þessara sýninga er breski sýningarstjórinn Karen Wright sem skrifaði um verk mín á Feneyjatvíæringnum árið 2017,“ segir Egill. „Karen kom til Íslands og heima hjá mér sá hún vafðar kúlur á gólfinu gerðar úr alls kyns efnum. Þetta var verk eftir mömmu sem minnti Karen á utangarðslistamanninn Judith Scott frá Bandaríkjunum. Karen hitti mömmu og í kjölfarið komu í dagsljósið verkin hennar mömmu sem höfðu verið hulin síðustu tvo áratugi en mamma hefur unnið í kyrrþey.“Innkaupapokar eftir Elínu gerðir úr jólaböndum. Fréttablaðið/Anton BrinkAlls kyns sögur úr lífi Stór hluti þeirra verka sem Ágústa sýnir á Neðri-Hálsi og í Þingholtsstræti eru myndskreyttir kassar. „Ég hef alltaf verið gefin fyrir endurnýtingu og hef mikinn áhuga á umhverfismálum,“ segir Ágústa. „Eftir að ég útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskólanum árið 1997 fór ég að safna kössum utan af umbúðum og hugmyndin var að raða þeim saman og búa til verk til að sýna umbúðamagnið í kringum okkur. Svo var bílskúrinn orðinn hálffullur af kössum og maðurinn minn var mjög þreyttur á því og ég sömuleiðis. Magnið var orðið svo mikið að einn góðan veðurdag henti ég kössunum. Svo fór ég að sjá eftir kössunum og byrjaði aftur að safna. Þá fékk ég hugmyndina að því að teikna á þá. Myndirnar eru alls kyns sögur úr lífi mínu.“ Ágústa sýnir einnig bækur með myndum eftir sig og texta sem er byggður á frásögum Elínar, móður hennar. „Við mamma vorum vanar að ganga saman úti á morgnana og komum svo heim og fengum okkur kaffi og þá fór hún að segja mér sögur og þar voru alls kyns gullmolar. Ég skrifaði þessar frásagnir niður og teiknaði myndir við þær.“ Á sýningunum má sjá skemmtilegt handverk eftir Elínu, þar á meðal gólfmottu úr gömlum sokkabuxum og innkaupapoka úr jólaböndum. „Hún vildi aldrei fá plastpoka þegar hún fór út í búð heldur notaði innkaupapoka, þar á meðal þá sem hún gerði úr jólaböndum,“ segir Ágústa.Teikningar á kössum eftir Ágústu. Fréttablaðið/?Anton BrinkSjálfteiknandi blýantur Egill sýnir ekki á Neðra-Hálsi en í gamla Borgarbókasafninu við Þingholtsstræti eru verk eftir hann ásamt verkum móður hans og ömmu. Meðal annars má sjá vídeó þar sem móðir Egils er í dulargervi sem Guðmundur Jónasson rútubílstjóri. Meðal annarra verka er ljósmyndasería eftir Egil sem byggir á kvæðinu góðkunna: Afi minn fór á honum Rauð. Serían samanstendur af tuttugu myndum og er frá árinu 1998. Þar er einnig að finna afar skemmtilegt verk þar sem sjálfteiknandi blýantur teiknar skrímsli að borða hálfa kexköku. Verkið er mjög persónulegt. „Ég átti í mikilli krísu fyrir nokkrum árum. Ef líf mitt hefði verið kexkaka þá hefði eitthvert skrímsli verið búið að borða helminginn af kexkökunni minni,“ segir Egill. Tröll voru í aðalhlutverki í verkefni Egils á Feneyjatvíæringnum í fyrra og á sýningunni í Þingholtsstræti láta þau á sér kræla. Þar eru tröllamyndir og teikningar sem tengjast tröllum og ýmislegt fleira eins og voldugt tröllabollastell. „Árið 2008 sá ég fyrst norsk túristatröll og mér fannst þau vera það ljótasta og hallærislegasta sem til væri. Ég gat varla hugsað mér neitt ómerkilegra en að fjalla um þau í listsköpun, en hugmyndin um það lét mig samt ekki í friði,“ segir Egill. „Ég fór að leika mér að því að búa til alls kyns dót með tröllum en ætlaði aldrei að sýna það. Svo stakk ég upp á því einn daginn að tröllin færu til Feneyja og það var gert, oft verður eitthvað ljótt og lítillátlegt að einhverju góðu og mikilfenglegu í lífinu, ekki satt?“Voldugt tröllabollastell eftir Egil. Fréttablaðið/Sigtryggur AriNennir ekki að vera listaverk Auk þess að sýna verk í gamla bókasafnshúsinu í Þingholtsstræti er Egill með vídeóinnsetningu á Hótel Holti innan um teikningar eftir Kjarval. Þegar Egill er beðinn um að lýsa þeirri innsetningu segir hann: „Þetta lítur út fyrir að vera listaverk en þarna er vera sem heitir Gunnlaugur, kallaður Gulli, er úr Vesturbænum og KR-ingur. Hann nennir ekki að vera listaverk en mamma hans og pabbi vilja endilega að hann sé listaverk, þannig að hann er að reyna að vera listaverk. Það er gaman að setja nýja myndlist við hliðina á Kjarval, það er eins og að setja lítið barn við hlið gamallar konu, bæði lífgast upp við það.“ Sýningin á Neðri-Hálsi er opin til 9. september frá klukkan 12.00-18.00 og sýningin í gamla Borgarbókasafninu í Þingholtsstræti 29a verður opin næstkomandi laugardag og sunnudag frá 12.00-18.00.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira