Uppgjör: Martröð Ferrari á heimavelli Bragi Þórðarson skrifar 4. september 2018 22:30 Lewis Hamilton vann sterkan sigur um helgina Vísir/Getty Lewis Hamilton ók Mercedes bíl sínum til sigurs í ítalska kappakstrinum sem fór fram á hinni sögufrægu Monza braut um helgina. Síðan 1921 hafa ítalskir aðdáendur lagt leið sína á brautina í einum tilgangi, til að sjá skærrauðu Ferrari bílana koma fyrst í mark. Allt leit út fyrir góðan kappakstur fyrir ástríðufullu aðdáendurna eftir að ítalska liðið náði báðum sínum bílum á fremstu röð eftir tímatökur. Hinn 38 ára gamli Kimi Raikkonen náði sínum fyrsta ráspól á árinu með því að keyra hraðasta hring sem mældur hefur verið í Formúlu 1. Meðalhraði Raikkonen á hringnum var rúmlega 260 kílómetrar á klukkustund og hámarkshraðinn vel yfir 300. Liðsfélagi hans, Sebastian Vettel, varð að sætta sig við annað sætið á ráspól og héldu þeir sætum eftir fyrstu beygju kappakstursins. Raikkonen er þekktur fyrir að tapa sætum á fyrsta hring, en það varð þó ekki raunin á Monza brautinni um helgina. Hinsvegar er ekki hægt að seigja það sama um Vettel.Ferrari-mennirnir voru í bestu mögulegu stöðu í upphafi keppninnarvísir/gettyDraumur Ferrari varð að martröðÍ fjórðu beygju fyrsta hrings komst Hamilton fram fyrir Vettel og í þeirri fimmtu skullu þeir saman. Ferrari bíll Sebastian snérist við áreksturinn og féll Þjóðverjinn niður í síðasta sætið. Hamilton slapp með skrekkinn og fór nú að elta Raikkonen. Á fjórða hring var Bretinn þreyttur á að horfa á afturvæng Ferrari bílsins og komst framúr í fyrstu beygju. Kimi svaraði fyrir sig og komst aftur upp í fyrsta sætið í fjórðu beygju. Raikkonen var enn á undan eftir fyrstu þjónustuhléin en Mercedes liðið ákvað að halda Valtteri Bottas úti á brautinni svo hann leiddi nú kappaksturinn. „Ekki hleypa Kimi framúr,“ fékk Bottas að heyra í talstöðinni frá liðinu á 29. hring. Bottas varð að ósk liðsins þangað til hann þurfti að fara inn í dekkjaskipti nokkrum hringjum síðar.Ver Hamilton heimsmeistaratitil sinn?vísir/gettyFerrari hefur hraðan, Mercedes hefur þoliðÁætlun beggja liða var einungis eitt þjónustuhlé. Það var þó ljóst að afturdekk Ferrari bílana slitnuðu mun meira en dekkin undir Mercedes bílunum. Þetta nýtti Hamilton sér og komst fram úr Raikkonen þegar aðeins átta hringir voru eftir af keppninni. Raikkonen átti aldrei möguleika á að svara fyrir sig á handónýtum afturdekkjum og varð því að sætta sig við annað sætið. Þriðji varð landi hans Valtteri Bottas sem tryggði Mercedes liðinu tvo bíla á verðlaunapalli. Vettel náði að keyra sig upp í fjórða sætið og Max Verstappen varð að sætta sig við fimmta eftir að hafa fengið fimm sekúndna refsingu eftir samstuð við Bottas. Liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull, Daniel Ricciardo, varð frá að hverfa eftir að glæný Renault vél bílsins gaf sig á 24. hring ítalska kappakstursins. Úrslit helgarinnar þýða að nú hefur Mercedes bætt forskot sitt í keppni bílasmiða í 25 stig í slagnum við Ferrari. Lewis Hamilton leiðir nú keppni ökuþóra með 30 stiga forskot á Sebastian Vettel þegar sjö keppnir eru eftir. Nú er evrópska tímabilið búið og förinni heitið til Asíu þar sem fimmtánda umferðin fer fram í Singapúr eftir tvær vikur. Formúla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton ók Mercedes bíl sínum til sigurs í ítalska kappakstrinum sem fór fram á hinni sögufrægu Monza braut um helgina. Síðan 1921 hafa ítalskir aðdáendur lagt leið sína á brautina í einum tilgangi, til að sjá skærrauðu Ferrari bílana koma fyrst í mark. Allt leit út fyrir góðan kappakstur fyrir ástríðufullu aðdáendurna eftir að ítalska liðið náði báðum sínum bílum á fremstu röð eftir tímatökur. Hinn 38 ára gamli Kimi Raikkonen náði sínum fyrsta ráspól á árinu með því að keyra hraðasta hring sem mældur hefur verið í Formúlu 1. Meðalhraði Raikkonen á hringnum var rúmlega 260 kílómetrar á klukkustund og hámarkshraðinn vel yfir 300. Liðsfélagi hans, Sebastian Vettel, varð að sætta sig við annað sætið á ráspól og héldu þeir sætum eftir fyrstu beygju kappakstursins. Raikkonen er þekktur fyrir að tapa sætum á fyrsta hring, en það varð þó ekki raunin á Monza brautinni um helgina. Hinsvegar er ekki hægt að seigja það sama um Vettel.Ferrari-mennirnir voru í bestu mögulegu stöðu í upphafi keppninnarvísir/gettyDraumur Ferrari varð að martröðÍ fjórðu beygju fyrsta hrings komst Hamilton fram fyrir Vettel og í þeirri fimmtu skullu þeir saman. Ferrari bíll Sebastian snérist við áreksturinn og féll Þjóðverjinn niður í síðasta sætið. Hamilton slapp með skrekkinn og fór nú að elta Raikkonen. Á fjórða hring var Bretinn þreyttur á að horfa á afturvæng Ferrari bílsins og komst framúr í fyrstu beygju. Kimi svaraði fyrir sig og komst aftur upp í fyrsta sætið í fjórðu beygju. Raikkonen var enn á undan eftir fyrstu þjónustuhléin en Mercedes liðið ákvað að halda Valtteri Bottas úti á brautinni svo hann leiddi nú kappaksturinn. „Ekki hleypa Kimi framúr,“ fékk Bottas að heyra í talstöðinni frá liðinu á 29. hring. Bottas varð að ósk liðsins þangað til hann þurfti að fara inn í dekkjaskipti nokkrum hringjum síðar.Ver Hamilton heimsmeistaratitil sinn?vísir/gettyFerrari hefur hraðan, Mercedes hefur þoliðÁætlun beggja liða var einungis eitt þjónustuhlé. Það var þó ljóst að afturdekk Ferrari bílana slitnuðu mun meira en dekkin undir Mercedes bílunum. Þetta nýtti Hamilton sér og komst fram úr Raikkonen þegar aðeins átta hringir voru eftir af keppninni. Raikkonen átti aldrei möguleika á að svara fyrir sig á handónýtum afturdekkjum og varð því að sætta sig við annað sætið. Þriðji varð landi hans Valtteri Bottas sem tryggði Mercedes liðinu tvo bíla á verðlaunapalli. Vettel náði að keyra sig upp í fjórða sætið og Max Verstappen varð að sætta sig við fimmta eftir að hafa fengið fimm sekúndna refsingu eftir samstuð við Bottas. Liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull, Daniel Ricciardo, varð frá að hverfa eftir að glæný Renault vél bílsins gaf sig á 24. hring ítalska kappakstursins. Úrslit helgarinnar þýða að nú hefur Mercedes bætt forskot sitt í keppni bílasmiða í 25 stig í slagnum við Ferrari. Lewis Hamilton leiðir nú keppni ökuþóra með 30 stiga forskot á Sebastian Vettel þegar sjö keppnir eru eftir. Nú er evrópska tímabilið búið og förinni heitið til Asíu þar sem fimmtánda umferðin fer fram í Singapúr eftir tvær vikur.
Formúla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti