Aurus Senat eins og forsetabíll Pútíns en bara aðeins minni útgáfa hans Finnur Thorlacius skrifar 4. september 2018 10:00 Hinn rússneski Aurus Senat er hlaðinn munaði og ekki skortir hann heldur afl. Ekki er langt síðan að Vladímír Pútín forseti Rússlands fékk nýja forsetabílinn, en nú gefst almenningi kostur á að eignast örlítið minni útfærslu hans frá sama framleiðanda. Þessi bíll, Aurus Senat, er nú sýndur á bílasýningu.Ekki skortir afl né munað Það er sko engin aumingjavél undir húddinu á Aurus Senat, eða 4,4 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum sem skila 598 hestöflum og tengd við 9 gíra sjálfskiptingu. Þessi vél var þróuð með hjálp Porsche. Bíllinn er að auki fjórhjóladrifinn. Viður, leður og pússað stál er allsráðandi í innanrými bílsins og bíllinn því ríkulegur mjög. Hann er mjög vel tæknilega búinn og með allrahanda aksturs- og öryggisbúnaði sem líklega er fenginn frá bílaframleiðendum vestar í álfunni. Framleiðandi Aurus Senat, sem ber nafnið Nami, hefur ekki enn látið uppi verð þessa bíls, en það er örugglega stór haugur af rúblum. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent
Ekki er langt síðan að Vladímír Pútín forseti Rússlands fékk nýja forsetabílinn, en nú gefst almenningi kostur á að eignast örlítið minni útfærslu hans frá sama framleiðanda. Þessi bíll, Aurus Senat, er nú sýndur á bílasýningu.Ekki skortir afl né munað Það er sko engin aumingjavél undir húddinu á Aurus Senat, eða 4,4 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum sem skila 598 hestöflum og tengd við 9 gíra sjálfskiptingu. Þessi vél var þróuð með hjálp Porsche. Bíllinn er að auki fjórhjóladrifinn. Viður, leður og pússað stál er allsráðandi í innanrými bílsins og bíllinn því ríkulegur mjög. Hann er mjög vel tæknilega búinn og með allrahanda aksturs- og öryggisbúnaði sem líklega er fenginn frá bílaframleiðendum vestar í álfunni. Framleiðandi Aurus Senat, sem ber nafnið Nami, hefur ekki enn látið uppi verð þessa bíls, en það er örugglega stór haugur af rúblum.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent