Webb Simpson leiðir með einu höggi eftir frábæran endasprett Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 2. september 2018 09:30 Simpson fagnar erninum sínum á 18. holu Getty Webb Simpson leiðir á Dell Technologies meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af PGA mótaröðinni. Simpson lék á átta undir pari vallarins og leiðir hann mótið með einu höggi. Simpson byrjaði ágætlega í nótt, og fékk fugl strax á annari holu. Síðan hrökk hann aldeilis í gang á þeirri fimmtu og fékk hann þá þrjá fugla í röð. Eftir fyrri níu holurnar var hann á fjórum höggum undir pari, og samtals á sjö höggum undir pari. Simpson byrjaði seinni níu holurnar vel og fékk fugl á 10. og 13. holu. Þegar Simpson gekk upp að flötinni á 18. holu var hann í 3. sæti en stórkostlegt 20 metra pútt hans fyrir erni fleytti honum upp í toppsætið. Englendingarnir Tyrell Hatton og Justin Rose eru einu höggi á eftir Simpson. Mörg stór nöfn komust í gegnum niðurskurðinn. Jordan Spieth og Tiger Woods komust nokkuð þægilega í gegnum niðurskurðinn. Phil Mickelson komst einnig í gegnum niðurskurðinn en hann var aðeins einu höggi frá því að detta úr leik. Tveir hringir eru eftir af mótinu en hver fer að verða síðastur til þess að tryggja sér í lið Bandaríkjanna og Evrópumanna fyrir Ryder bikarinn sem hefst í lok þessa mánaðar. Það er því mikið í húfi. Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Webb Simpson leiðir á Dell Technologies meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af PGA mótaröðinni. Simpson lék á átta undir pari vallarins og leiðir hann mótið með einu höggi. Simpson byrjaði ágætlega í nótt, og fékk fugl strax á annari holu. Síðan hrökk hann aldeilis í gang á þeirri fimmtu og fékk hann þá þrjá fugla í röð. Eftir fyrri níu holurnar var hann á fjórum höggum undir pari, og samtals á sjö höggum undir pari. Simpson byrjaði seinni níu holurnar vel og fékk fugl á 10. og 13. holu. Þegar Simpson gekk upp að flötinni á 18. holu var hann í 3. sæti en stórkostlegt 20 metra pútt hans fyrir erni fleytti honum upp í toppsætið. Englendingarnir Tyrell Hatton og Justin Rose eru einu höggi á eftir Simpson. Mörg stór nöfn komust í gegnum niðurskurðinn. Jordan Spieth og Tiger Woods komust nokkuð þægilega í gegnum niðurskurðinn. Phil Mickelson komst einnig í gegnum niðurskurðinn en hann var aðeins einu höggi frá því að detta úr leik. Tveir hringir eru eftir af mótinu en hver fer að verða síðastur til þess að tryggja sér í lið Bandaríkjanna og Evrópumanna fyrir Ryder bikarinn sem hefst í lok þessa mánaðar. Það er því mikið í húfi.
Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira