Segir það ekki fara Guðmundi vel að umgangast sannleikann, lög og reglur með réttum hætti Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2018 17:29 Einar Þór Sverrisson, formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins, er einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Mynd/Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Einar Þór Sverrisson, formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins, segir það ekki fara Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra HB Granda, vel að umgangast sannleikann, lög og reglur með réttum hætti. Þann veikleika geti hann ekki yfirfært á aðra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Einari Þór vegna ummæla Guðmundar fyrr í dag þar sem hann skýtur á Fréttablaðið vegna forsíðufréttar blaðsins í gær. Sagði Guðmundur Einar Þór sitja beggja vegna borðsins þar sem hann sé einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hf. og varaformaður stjórnar VSV.Í frétt Fréttablaðsins kom fram að Samkeppniseftirlitið gerði fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar, aðaleiganda Brims og HB Granda. Væri frummat stofnunarinnar á rökum reist væri um að ræða „alvarleg brot“ á samkeppnislögum.Gerir lítið úr blaðamönnum og ritstjórum Einar Þór segir í yfirlýsingu sinni að með yfirlýsingu Guðmundur sé hann að gera lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins, vega að starfsheiðri þeirra og dylgja um að þeir lúti boðvaldi stjórnar félagsins varðandi fréttaflutning. „Samkvæmt fjölmiðalögum eru ritstjórnir fjölmiðla sjálfstæðar og lúta ekki boðvaldi eigenda eða stjórnarmanna. Þær reglur eru áréttaðar í ritstjórnarreglum Fréttablaðsins og er þeim fylgt í starfsemi Fréttablaðsins. Ég sem formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins skrifa ekki fréttir Fréttablaðsins, ákveð ekki efnistök, eða veit yfirhöfuð hvað birtist í blaði morgundagsins. Þannig er það, hefur verið og mun verða. Störf mín fyrir Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og útgáfufélag Fréttablaðsins tengjast ekki á nokkurn hátt,“ segir Einar Þór. Guðmundur hefur eldað grátt silfur við meirihlutaeigendur í Vinnslustöðinni. Að neðan má lesa yfirlýsingu Einars Þórs í heild sinni:-Athugasemd stjórnarformanns 365 miðla hf. og varaformanns stjórnar Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum-Í yfirlýsingu Guðmundur Kristjánssonar sem hann sendir í tilefni þess að Fréttablaðið flutti fréttir af því í morgun að hann sé til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu, grunaður um alvarleg samkeppnislagabrot, ákveður hann að gera lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins, vegur að starfsheiðri þeirra og dylgjar um að þeir lúti boðvaldi stjórnar félagsins varðandi fréttaflutning. Samkvæmt fjölmiðalögum eru ritstjórnir fjölmiðla sjálfstæðar og lúta ekki boðvaldi eigenda eða stjórnarmanna. Þær reglur eru áréttaðar í ritstjórnarreglum Fréttablaðsins og er þeim fylgt í starfsemi Fréttablaðsins.Ég sem formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins skrifa ekki fréttir Fréttablaðsins, ákveð ekki efnistök, eða veit yfirhöfuð hvað birtist í blaði morgundagsins. Þannig er það, hefur verið og mun verða. Störf mín fyrir Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og útgáfufélag Fréttablaðsins tengjast ekki á nokkurn hátt.Ég hef oft séð til þess að það fer ekki Guðmundi Kristjánssyni vel að umgangast sannleikann og lög og reglur samfélagsins með réttum hætti. Þann veikleika sinn getur hann ekki yfirfært yfir á aðra.Um yfirlýsingu Guðmundar verður það eitt sagt að margur heldur mig sig.Einar Þór SverrissonStjórnarformaður 365 miðla hf., Torgs ehf. og varaformaður stjórnar Vinnslustöðvarinnar hf. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða "alvarleg brot“ á samkeppnislögum. 19. september 2018 06:00 Guðmundur svarar fyrir sig Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, segir það rangt að hann hafi verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar í vor. 19. september 2018 12:56 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Einar Þór Sverrisson, formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins, segir það ekki fara Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra HB Granda, vel að umgangast sannleikann, lög og reglur með réttum hætti. Þann veikleika geti hann ekki yfirfært á aðra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Einari Þór vegna ummæla Guðmundar fyrr í dag þar sem hann skýtur á Fréttablaðið vegna forsíðufréttar blaðsins í gær. Sagði Guðmundur Einar Þór sitja beggja vegna borðsins þar sem hann sé einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hf. og varaformaður stjórnar VSV.Í frétt Fréttablaðsins kom fram að Samkeppniseftirlitið gerði fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar, aðaleiganda Brims og HB Granda. Væri frummat stofnunarinnar á rökum reist væri um að ræða „alvarleg brot“ á samkeppnislögum.Gerir lítið úr blaðamönnum og ritstjórum Einar Þór segir í yfirlýsingu sinni að með yfirlýsingu Guðmundur sé hann að gera lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins, vega að starfsheiðri þeirra og dylgja um að þeir lúti boðvaldi stjórnar félagsins varðandi fréttaflutning. „Samkvæmt fjölmiðalögum eru ritstjórnir fjölmiðla sjálfstæðar og lúta ekki boðvaldi eigenda eða stjórnarmanna. Þær reglur eru áréttaðar í ritstjórnarreglum Fréttablaðsins og er þeim fylgt í starfsemi Fréttablaðsins. Ég sem formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins skrifa ekki fréttir Fréttablaðsins, ákveð ekki efnistök, eða veit yfirhöfuð hvað birtist í blaði morgundagsins. Þannig er það, hefur verið og mun verða. Störf mín fyrir Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og útgáfufélag Fréttablaðsins tengjast ekki á nokkurn hátt,“ segir Einar Þór. Guðmundur hefur eldað grátt silfur við meirihlutaeigendur í Vinnslustöðinni. Að neðan má lesa yfirlýsingu Einars Þórs í heild sinni:-Athugasemd stjórnarformanns 365 miðla hf. og varaformanns stjórnar Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum-Í yfirlýsingu Guðmundur Kristjánssonar sem hann sendir í tilefni þess að Fréttablaðið flutti fréttir af því í morgun að hann sé til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu, grunaður um alvarleg samkeppnislagabrot, ákveður hann að gera lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins, vegur að starfsheiðri þeirra og dylgjar um að þeir lúti boðvaldi stjórnar félagsins varðandi fréttaflutning. Samkvæmt fjölmiðalögum eru ritstjórnir fjölmiðla sjálfstæðar og lúta ekki boðvaldi eigenda eða stjórnarmanna. Þær reglur eru áréttaðar í ritstjórnarreglum Fréttablaðsins og er þeim fylgt í starfsemi Fréttablaðsins.Ég sem formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins skrifa ekki fréttir Fréttablaðsins, ákveð ekki efnistök, eða veit yfirhöfuð hvað birtist í blaði morgundagsins. Þannig er það, hefur verið og mun verða. Störf mín fyrir Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og útgáfufélag Fréttablaðsins tengjast ekki á nokkurn hátt.Ég hef oft séð til þess að það fer ekki Guðmundi Kristjánssyni vel að umgangast sannleikann og lög og reglur samfélagsins með réttum hætti. Þann veikleika sinn getur hann ekki yfirfært yfir á aðra.Um yfirlýsingu Guðmundar verður það eitt sagt að margur heldur mig sig.Einar Þór SverrissonStjórnarformaður 365 miðla hf., Torgs ehf. og varaformaður stjórnar Vinnslustöðvarinnar hf.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða "alvarleg brot“ á samkeppnislögum. 19. september 2018 06:00 Guðmundur svarar fyrir sig Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, segir það rangt að hann hafi verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar í vor. 19. september 2018 12:56 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða "alvarleg brot“ á samkeppnislögum. 19. september 2018 06:00
Guðmundur svarar fyrir sig Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, segir það rangt að hann hafi verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar í vor. 19. september 2018 12:56