Huginn mætti ekki í Fellabæ en stillti upp liði á Seyðisfirði Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. september 2018 16:43 Leikmenn Hugins bíða á Seyðisfirði en leikurinn er í Fellabæ. vísir/aðsend Áfram heldur sirkusinn í kringum endurtekinn leik Völsungs og Hugins í 2. deild karla í fótbolta sem átti að hefjast í Fellabæ klukkan 16.30. Þar eru Völsungar frá Húsavík mættir, dómarar leiksins en enginn frá Huginn. Huginn er aftur á móti búið að stilla upp liði á Seyðisfjarðarvelli þar sem að þeir bíða eftir leikmönnum Völsungs til að spila þennan endurtekna leik en á heimasíðu KSÍ stendur að hann eigi að fara fram á Fellavelli.Sjá einnig:Huginn mætir til leiks: „Það var rætt að setja bumbuboltann í þetta“ Vísir náði tali af Örnu Magnúsdóttur, varaformanni knattspyrnudeildar Hugins, nú rétt í þessu en hún staðfestir að leikmenn Hugins eru klárir í slaginn á sínum heimavelli. „Huginn er mættur í búning inn á velli. Áfrýjunardómstóll KSÍ úrskurðaði að leikinn skildi endurtaka á Seyðisfjarðarvelli og þar erum við,“ segir Arna.Kl 16.35 Var að berast mynd frá Seyðisfirði pic.twitter.com/6R5hWyFDXr— Dagur Skírnir (@DagsiOdins) September 19, 2018 Sögðu völlinn óleikhæfan Þetta væri mögulega algjört rothögg á Knattspyrnusamband Íslands því í úrskurðinum stendur vissulega að leikinn á að endurtaka á Seyðisfjarðarvelli. Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, tjáði Vísi aftur á móti nú rétt áðan að Huginn hafði samband við KSÍ í hádeginu og sagði Seyðisfjarðarvöll óleikhæfan. Því færði Knattspyrnusambandið leikinn í Fellabæ. Aðspurð hvort það orkaði ekki tvímælis að lýsa völlinn óleikhæfan en ætla svo að spila á honum eftir að KSÍ var búið að tilkynna öllum nýjan leikstað vildi Arna engu svara og þakkaði fyrir sig. Völsungi verður væntanlega dæmdur 3-0 sigur samkvæmt reglugerð KSÍ og þá verða Seyðfirðingar sektaðir um allt að 130.000 krónur. Svo gæti farið að Knattspyrnusambandið rukki Huginn um ferðakostnað Völsungs eða allavega hluta af kostnaðinum eins og lög KSÍ segja til um. Það virðist allavega ljóst að skrítnasta máli fótboltasumarsins er ekki enn þá lokið.Svona er stadan kl 16.30 a Fellavelli sem er settur leiktími pic.twitter.com/mPWQBAL9dL— Dagur Skírnir (@DagsiOdins) September 19, 2018 Hvar endar þetta? Leikurinn er niðurstaða dóms KSÍ eftir mikið klúður dómara fyrri leiksins sem vísaði leikmanni Völsungs af velli en sá svo að sér þar sem að um rangan dóm var að ræða. Hann setti rauða spjaldið ekki í skýrsluna og uppi varð fótur og fit. Völsungur og Huginn hafa bæði sent frá sér harðorðar yfirlýsingar í garð KSÍ og Völsungur meðal annars sakað Knattspyrnusambandið um að senda sér hótunarbréf. Völsungur fór illa að ráði sínu í síðustu umferð og tapaði fyrir Hetti en með sigri í þeim leik og sigri í þessum endurtekna leik í dag hefði liðið farið á toppinn í 2. deildinni fyrir lokaumferðina. Huginn, aftur á móti, er löngu fallinn og hefur því að engu að keppa í leiknum en formaður knattspyrnudeildar Hugins, Sveinn Ágúst Þórsson, fullyrti við Vísi í morgun að Huginn myndi mæta til leiks og með eins sterkt lið og mögulegt væri. „Við verðum að hlýða því sem að er dæmt. Við erum lítið félag og getum ekki verið að taka á okkur sektir fyrir einhvern rasshausa hátt,“ sagði Sveinn Ágúst. Vísir reyndi að ná í Sveinn Ágúst Þórsson, formann knattspyrnudeildar Hugins, um svipað leyti og flauta átti til leiks en hann svaraði ekki símanum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55 Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. 17. september 2018 20:30 Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. 7. september 2018 13:30 Huginn og Völsungur mætast á miðvikudag Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, staðfesti á heimasíðu sinni í dag endurtekinn leikur Hugsins og Völsungs í 2. deild karla fari fram á miðvikudag. 17. september 2018 13:03 Dómstóllinn að skapa slæmt fordæmi Mikil umræða hefur skapast í knattspyrnuheiminum í kringum leik Hugins og Völsungs sem fram fer í 2. deildinni í knattspyrnu karla á Seyðisfjarðarvelli í dag. Mistök dómarans í leik liðanna um miðjan ágúst urðu til þess að liðin þurfa að mætast aftur. 19. september 2018 07:30 Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04 Huginn mætir til leiks: „Það var rætt að setja bumbuboltann í þetta“ Huginn og Völsungur mætast í endurteknum leik á Fellavelli í dag. 19. september 2018 10:46 Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Áfram heldur sirkusinn í kringum endurtekinn leik Völsungs og Hugins í 2. deild karla í fótbolta sem átti að hefjast í Fellabæ klukkan 16.30. Þar eru Völsungar frá Húsavík mættir, dómarar leiksins en enginn frá Huginn. Huginn er aftur á móti búið að stilla upp liði á Seyðisfjarðarvelli þar sem að þeir bíða eftir leikmönnum Völsungs til að spila þennan endurtekna leik en á heimasíðu KSÍ stendur að hann eigi að fara fram á Fellavelli.Sjá einnig:Huginn mætir til leiks: „Það var rætt að setja bumbuboltann í þetta“ Vísir náði tali af Örnu Magnúsdóttur, varaformanni knattspyrnudeildar Hugins, nú rétt í þessu en hún staðfestir að leikmenn Hugins eru klárir í slaginn á sínum heimavelli. „Huginn er mættur í búning inn á velli. Áfrýjunardómstóll KSÍ úrskurðaði að leikinn skildi endurtaka á Seyðisfjarðarvelli og þar erum við,“ segir Arna.Kl 16.35 Var að berast mynd frá Seyðisfirði pic.twitter.com/6R5hWyFDXr— Dagur Skírnir (@DagsiOdins) September 19, 2018 Sögðu völlinn óleikhæfan Þetta væri mögulega algjört rothögg á Knattspyrnusamband Íslands því í úrskurðinum stendur vissulega að leikinn á að endurtaka á Seyðisfjarðarvelli. Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, tjáði Vísi aftur á móti nú rétt áðan að Huginn hafði samband við KSÍ í hádeginu og sagði Seyðisfjarðarvöll óleikhæfan. Því færði Knattspyrnusambandið leikinn í Fellabæ. Aðspurð hvort það orkaði ekki tvímælis að lýsa völlinn óleikhæfan en ætla svo að spila á honum eftir að KSÍ var búið að tilkynna öllum nýjan leikstað vildi Arna engu svara og þakkaði fyrir sig. Völsungi verður væntanlega dæmdur 3-0 sigur samkvæmt reglugerð KSÍ og þá verða Seyðfirðingar sektaðir um allt að 130.000 krónur. Svo gæti farið að Knattspyrnusambandið rukki Huginn um ferðakostnað Völsungs eða allavega hluta af kostnaðinum eins og lög KSÍ segja til um. Það virðist allavega ljóst að skrítnasta máli fótboltasumarsins er ekki enn þá lokið.Svona er stadan kl 16.30 a Fellavelli sem er settur leiktími pic.twitter.com/mPWQBAL9dL— Dagur Skírnir (@DagsiOdins) September 19, 2018 Hvar endar þetta? Leikurinn er niðurstaða dóms KSÍ eftir mikið klúður dómara fyrri leiksins sem vísaði leikmanni Völsungs af velli en sá svo að sér þar sem að um rangan dóm var að ræða. Hann setti rauða spjaldið ekki í skýrsluna og uppi varð fótur og fit. Völsungur og Huginn hafa bæði sent frá sér harðorðar yfirlýsingar í garð KSÍ og Völsungur meðal annars sakað Knattspyrnusambandið um að senda sér hótunarbréf. Völsungur fór illa að ráði sínu í síðustu umferð og tapaði fyrir Hetti en með sigri í þeim leik og sigri í þessum endurtekna leik í dag hefði liðið farið á toppinn í 2. deildinni fyrir lokaumferðina. Huginn, aftur á móti, er löngu fallinn og hefur því að engu að keppa í leiknum en formaður knattspyrnudeildar Hugins, Sveinn Ágúst Þórsson, fullyrti við Vísi í morgun að Huginn myndi mæta til leiks og með eins sterkt lið og mögulegt væri. „Við verðum að hlýða því sem að er dæmt. Við erum lítið félag og getum ekki verið að taka á okkur sektir fyrir einhvern rasshausa hátt,“ sagði Sveinn Ágúst. Vísir reyndi að ná í Sveinn Ágúst Þórsson, formann knattspyrnudeildar Hugins, um svipað leyti og flauta átti til leiks en hann svaraði ekki símanum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55 Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. 17. september 2018 20:30 Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. 7. september 2018 13:30 Huginn og Völsungur mætast á miðvikudag Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, staðfesti á heimasíðu sinni í dag endurtekinn leikur Hugsins og Völsungs í 2. deild karla fari fram á miðvikudag. 17. september 2018 13:03 Dómstóllinn að skapa slæmt fordæmi Mikil umræða hefur skapast í knattspyrnuheiminum í kringum leik Hugins og Völsungs sem fram fer í 2. deildinni í knattspyrnu karla á Seyðisfjarðarvelli í dag. Mistök dómarans í leik liðanna um miðjan ágúst urðu til þess að liðin þurfa að mætast aftur. 19. september 2018 07:30 Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04 Huginn mætir til leiks: „Það var rætt að setja bumbuboltann í þetta“ Huginn og Völsungur mætast í endurteknum leik á Fellavelli í dag. 19. september 2018 10:46 Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55
Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. 17. september 2018 20:30
Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. 7. september 2018 13:30
Huginn og Völsungur mætast á miðvikudag Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, staðfesti á heimasíðu sinni í dag endurtekinn leikur Hugsins og Völsungs í 2. deild karla fari fram á miðvikudag. 17. september 2018 13:03
Dómstóllinn að skapa slæmt fordæmi Mikil umræða hefur skapast í knattspyrnuheiminum í kringum leik Hugins og Völsungs sem fram fer í 2. deildinni í knattspyrnu karla á Seyðisfjarðarvelli í dag. Mistök dómarans í leik liðanna um miðjan ágúst urðu til þess að liðin þurfa að mætast aftur. 19. september 2018 07:30
Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04
Huginn mætir til leiks: „Það var rætt að setja bumbuboltann í þetta“ Huginn og Völsungur mætast í endurteknum leik á Fellavelli í dag. 19. september 2018 10:46
Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13