Michael Jordan gefur 220 milljónir vegna Flórens fellibylsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2018 14:30 Michael Jordan er að margra mati besti körfuboltamaður allra tíma. Hann hefur þénað mikið á ferlinum og hefur haldið því áfram eftir að skórnir fóru upp á hillu. Vísir/Getty Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan lætur til sín taka í að hjálpa bandarísku þjóðinni að ná sér eftir Flórens fellibylinn sem gekk á austurströnd Bandaríkjanna á dögunum. Neyðarástand ríkir í Norður Karólínuríki vegna fellibylsins en Michael Jordan er eigandi NBA-liðsins Charlotte Hornets sem hefur aðsetur í stærstu borg Norður Karólínuríkis. Michael Jordan er fæddur í Brooklyn í New York en flutti til Wilmington í Norður Karólínu þegar hann var smábarn. Jordan spilaði síðan með Emsley A. Laney menntaskólanum í Wilmington í Norður Karólínu og fór síðan í Norður Karólínu háskólann á Chapel Hill. Jordan spilaði nær allan körfuboltaferil sinn með liði Chicago Bulls fyrir utan tvö ár með washington Wizards í kringum fertugsaldurinn. Hann eignaðist síðan Charlotte Hornets fyrir átta árum síðan.Michael Jordan will donate $1 million each to the American Red Cross and the Foundation for the Carolinas’ Hurricane Florence Response Fund https://t.co/VKQF5D9Qma via @malika_andrewspic.twitter.com/Z4ahg7sEfN — ChicagoSports (@ChicagoSports) September 19, 2018Michael Jordan sendir eina milljón dollara á tvo staði. Rauði krossionn í Bandaríkjunum fær aðra milljónina og neyðarsjóður vegna Flórens fellibylsins fær hina milljónina. 110 milljónir íslenskra króna koma því frá Jordan á báða staði. CNN segir frá. Gríðarmikil flóð vegna fellibylsins Flórens varð meðal annars til þess að allir vegir til og frá Wilmington í Norður-Karólínu urðu ófærir. Yfirvöld í ríkinu þurfti því að koma matvælum og hreinu vatni til 120 þúsund íbúa borgarinnar flugleiðina. Wilmington er einmitt borgin þar sem Michael Jordan eyddi nær öllum fyrstu átján árum ævinnar. Að minnsta kosti fimmtán manns hafa látið lífið vegna Flórens í Norður- og Suður-Karólínu frá því að fellibylurinn gekk á land síðastliðinn fimmtudag. Það mun taka langan tíma og mikla peninga að endurbyggja þá staði sem verst urðu úti og kemur þetta rausnarlega framlag Michael Jordan sér því mjög vel.Michael Jordan donated $2 million to help victims of Hurricane Florence pic.twitter.com/0wRDnE5r3v — TicToc by Bloomberg (@tictoc) September 19, 2018 NBA Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira
Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan lætur til sín taka í að hjálpa bandarísku þjóðinni að ná sér eftir Flórens fellibylinn sem gekk á austurströnd Bandaríkjanna á dögunum. Neyðarástand ríkir í Norður Karólínuríki vegna fellibylsins en Michael Jordan er eigandi NBA-liðsins Charlotte Hornets sem hefur aðsetur í stærstu borg Norður Karólínuríkis. Michael Jordan er fæddur í Brooklyn í New York en flutti til Wilmington í Norður Karólínu þegar hann var smábarn. Jordan spilaði síðan með Emsley A. Laney menntaskólanum í Wilmington í Norður Karólínu og fór síðan í Norður Karólínu háskólann á Chapel Hill. Jordan spilaði nær allan körfuboltaferil sinn með liði Chicago Bulls fyrir utan tvö ár með washington Wizards í kringum fertugsaldurinn. Hann eignaðist síðan Charlotte Hornets fyrir átta árum síðan.Michael Jordan will donate $1 million each to the American Red Cross and the Foundation for the Carolinas’ Hurricane Florence Response Fund https://t.co/VKQF5D9Qma via @malika_andrewspic.twitter.com/Z4ahg7sEfN — ChicagoSports (@ChicagoSports) September 19, 2018Michael Jordan sendir eina milljón dollara á tvo staði. Rauði krossionn í Bandaríkjunum fær aðra milljónina og neyðarsjóður vegna Flórens fellibylsins fær hina milljónina. 110 milljónir íslenskra króna koma því frá Jordan á báða staði. CNN segir frá. Gríðarmikil flóð vegna fellibylsins Flórens varð meðal annars til þess að allir vegir til og frá Wilmington í Norður-Karólínu urðu ófærir. Yfirvöld í ríkinu þurfti því að koma matvælum og hreinu vatni til 120 þúsund íbúa borgarinnar flugleiðina. Wilmington er einmitt borgin þar sem Michael Jordan eyddi nær öllum fyrstu átján árum ævinnar. Að minnsta kosti fimmtán manns hafa látið lífið vegna Flórens í Norður- og Suður-Karólínu frá því að fellibylurinn gekk á land síðastliðinn fimmtudag. Það mun taka langan tíma og mikla peninga að endurbyggja þá staði sem verst urðu úti og kemur þetta rausnarlega framlag Michael Jordan sér því mjög vel.Michael Jordan donated $2 million to help victims of Hurricane Florence pic.twitter.com/0wRDnE5r3v — TicToc by Bloomberg (@tictoc) September 19, 2018
NBA Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira