„Ég á erfitt með að átta mig á þessari útfærslu námsins“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. september 2018 21:00 Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Vísir/Egill Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir furðulegt að reynt sé að höfða til markhópa utan heilbrigðisgeirans til að hvetja fleiri til að sækja nám í hjúkrunarfræði. Til stendur að bjóða upp á nýja og styttri námsleið við Háskóla Íslands næsta haust, sem aðeins býðst þeim sem þegar hafa háskólapróf. Sjúkraliðanám er kennt á framhaldsskólastigi og gætu sjúkraliðar því ekki nýtt sér hina nýju námsleið sem Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands hyggst bjóða upp á haustið 2019. Aðeins verður boðið upp á námið ef fjárveiting fæst en það gæfi þeim, sem þegar hafa háskólapróf í öðrum greinum, kost á að ljúka námi í hjúkrunarfræðum á skemmri tíma en ella. Það yrði kennt á vor-, sumar- og haustmisseri og hugsanlega yrðu nemendur að verja við það lengri tíma til að uppfylla kröfur um klínískt nám að því er fram kemur á Facebook-síðu deildarinnar í gær. Að öðru leyti muni frekari upplýsingar um námið ekki liggja fyrir fyrr en í janúar. Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands kveðst undrandi yfir því að reynt sé að höfða til markhóps með bakgrunn úr greinum utan heilbrigðisstéttarinnar. „Ég á erfitt með að átta mig á þessari útfærslu námsins, ef að það á að fara að gjaldfella hjúkrunarfræðinámið með þessum hætti. Ég sé ekki alveg að það geti gengið upp að geta boðið háskólamenntuðum einstaklingi styttra nám í hjúkrun en ella,” segir Sandra. „Það er miklu vænlegra til árangurs að horfa til sjúkraliða og reyna að greiða þeim þá frekari leið inn í hjúkrunarfræðina ef að það á að horfa til þess að reyna að fjölga hjúkrunarfræðingum.” Frekar en að leita til annarra markhópa væri eðlilegra að mati Söndru að hlúa betur að þeim sem þegar starfi í greininni, ekki síður í ljósi þess að þegar starfi margir menntaðir hjúkrunarfræðingar á öðrum vettvangi en við hjúkrun. „Horfa til þess að reyna að skapa þessum heilbrigðisstéttum, sjúkraliðum, hjúkrunarfræðingum, betri starfsskilyrði og betra vinnuumhverfi. Til dæmis með styttri vinnuviku eða betri skilyrðum þannig að álagið á þessum starfsstréttum sé viðunandi. Það er flótti út úr stéttinni vegna þess að álagið hefur reynst of mikið,” segir Sandra. Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Bíll bilaði og Hvalfjarðargöng lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Sjá meira
Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir furðulegt að reynt sé að höfða til markhópa utan heilbrigðisgeirans til að hvetja fleiri til að sækja nám í hjúkrunarfræði. Til stendur að bjóða upp á nýja og styttri námsleið við Háskóla Íslands næsta haust, sem aðeins býðst þeim sem þegar hafa háskólapróf. Sjúkraliðanám er kennt á framhaldsskólastigi og gætu sjúkraliðar því ekki nýtt sér hina nýju námsleið sem Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands hyggst bjóða upp á haustið 2019. Aðeins verður boðið upp á námið ef fjárveiting fæst en það gæfi þeim, sem þegar hafa háskólapróf í öðrum greinum, kost á að ljúka námi í hjúkrunarfræðum á skemmri tíma en ella. Það yrði kennt á vor-, sumar- og haustmisseri og hugsanlega yrðu nemendur að verja við það lengri tíma til að uppfylla kröfur um klínískt nám að því er fram kemur á Facebook-síðu deildarinnar í gær. Að öðru leyti muni frekari upplýsingar um námið ekki liggja fyrir fyrr en í janúar. Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands kveðst undrandi yfir því að reynt sé að höfða til markhóps með bakgrunn úr greinum utan heilbrigðisstéttarinnar. „Ég á erfitt með að átta mig á þessari útfærslu námsins, ef að það á að fara að gjaldfella hjúkrunarfræðinámið með þessum hætti. Ég sé ekki alveg að það geti gengið upp að geta boðið háskólamenntuðum einstaklingi styttra nám í hjúkrun en ella,” segir Sandra. „Það er miklu vænlegra til árangurs að horfa til sjúkraliða og reyna að greiða þeim þá frekari leið inn í hjúkrunarfræðina ef að það á að horfa til þess að reyna að fjölga hjúkrunarfræðingum.” Frekar en að leita til annarra markhópa væri eðlilegra að mati Söndru að hlúa betur að þeim sem þegar starfi í greininni, ekki síður í ljósi þess að þegar starfi margir menntaðir hjúkrunarfræðingar á öðrum vettvangi en við hjúkrun. „Horfa til þess að reyna að skapa þessum heilbrigðisstéttum, sjúkraliðum, hjúkrunarfræðingum, betri starfsskilyrði og betra vinnuumhverfi. Til dæmis með styttri vinnuviku eða betri skilyrðum þannig að álagið á þessum starfsstréttum sé viðunandi. Það er flótti út úr stéttinni vegna þess að álagið hefur reynst of mikið,” segir Sandra.
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Bíll bilaði og Hvalfjarðargöng lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Sjá meira