Íslenski boltinn

Ólafur hættir með Stjörnuna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólafur Þór hefur þjálfað Stjörnuna síðustu fjögur ár.
Ólafur Þór hefur þjálfað Stjörnuna síðustu fjögur ár. vísir
Ólafur Þór Guðbjörnsson hættir sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar að loknu tímabilinu í Pepsi deild kvenna. Hann staðfesti þetta við mbl.is í gærkvöld.

„Ég hef tilkynnt forráðmönnum Stjörnunnar það að ég verði ekki áfram með liðið á næstu leiktíð," sagði Ólafur við Morgunblaðið.

Þá hætta Andrés Ellert Ólafsson og Þóra Björg Helgadóttir einnig í þjálfarateymi liðsins.

Ólafur hefur verið þjálfari Stjörnunnar frá 2014. Hann gerði Stjörnuna að Íslands- og bikarmeisturum það árið, Íslandsmeisturum 2016 og bikarmeisturum 2015.

Stjarnan vann 4-1 sigur á FH í gærkvöld og er ljóst að Garðbæingar enda í þriðja sæti deildarinnar, en ein umferð er enn óleikin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×