Íslenski boltinn

KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. vísir/egill
Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur.

Það er Áfrýjunardómstóll KSÍ sem kvað upp þennan úrskurð en það er æðsta dómstig KSÍ.

Í dómnum er tekið sérstaklega fram að KSÍ beri að greiða ferðakostnað Völsungs vegna leiksins. Ekkert er talað um að Huginn fái krónu og við það eru forráðamenn félagsins ósáttir. Ekki búa allir leikmenn liðsins í bænum og einnig mun vera vinnutap hjá leikmönnum. Þess utan er kostnaður í undirbúningi og framkvæmd leiksins.

„Auðvitað er þetta eitt af því sem stjórn KSÍ mun líta í næstu daga. Huginn hefur ekkert til sakar unnið í þessu máli. Við munum væntanlega skoða það hvort við getum eitthvað komið til móts við þeirra kostnað,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.

Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.


Tengdar fréttir

Huginn og Völsungur mætast á miðvikudag

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, staðfesti á heimasíðu sinni í dag endurtekinn leikur Hugsins og Völsungs í 2. deild karla fari fram á miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×